Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur sagt upp öllum veðurfréttakonunum á fréttastofu Stöðvar 2, þeim Soffíu Sveinsdóttur, Elísabetu Margeirsdóttur og Ingibjörgu Karlsdóttur. Konunum, sem hafa séð um veðurfréttirnar á Stöð 2 síðastliðinn ár í hlutastarfi, var tilkynnt um uppsagnirnar fyrir helgi.
Ekki náðist í Sævar Frey Þráinsson forstjóra 365 við vinnslu fréttarinnar, en samkvæmt heimildum Kjarnans stendur til að ráðast í breytingar á „opna glugganum“ svokallaða í dagskrá Stöðvar 2 á næstu vikum. Í opna glugganum hafa fréttir Stöðvar 2, veðurfréttir og Ísland í dag verið aðgengilegt í opinni dagskrá. Einn liður í breytingunum sem framundan eru, er að hætt verður með veðurfréttir í beinni útsendingu.