Íslenski kvikmyndaveturinn

Auglýsing

Það er vont veður þegar þú lest þetta. Ef ekki þá er vont veður ný yfir­staðið eða rétt ókom­ið. Aum­ingja Birta Líf hlýtur að þurfa að taka tvær Sobril í hvert skipti sem hún tekur þungu skrefin í átt að mynda­vél­inni til að til­kynna lægða­börðum almenn­ingi að enn og aftur sé engin von í kort­un­um. Eina fólkið sem sést á göt­unum eru hold­vot­ir, ringl­aðir ferða­menn með inn­kaupa­poka fulla af Krombacher pilsner og einn og einn yfir­gír­aður líf­eyr­is­þegi í vand­ræða­lega þröngum Helly Han­sen hlaupa­buxum og neon­gulu end­ur­skins­vesti sem reynir að kraftskokka í burtu hugs­un­ina um að líf­eyr­is­greiðslur næstu ára standi og falli með því hversu margar Svepp­eróní-pizzur Dom­in­o's tekst að selja á næsta rekstr­ar­fjórð­ungi.

Allt annað eðli­legt milli­stétt­ar­fólk er heima and­lega yfir­gefið undir sæng í ástandi sem best væri hægt að lýsa sem vægu hýði. Á mínu heim­ili erum við búin að liggja svo mikið undir sæng að við erum að umbreyt­ast í gamla fólkið í Kalla og sæl­gæt­is­gerð­inni.

Net­flix er flakk­ari frá skrítnum frænda



Þessi linnu­litla þrá­lega hefur orðið til þess að ég hef misst mik­inn mátt í fótum – en einnig að ég hef lík­lega aldrei horft eins mikið á sjón­varpið – og þá meina ég gamla góða fjársvelta rík­is­báknið í Efsta­leit­inu þrátt fyrir að teknóhip­ster­arnir hafi lýst því yfir að línu­legt sjón­varp sé tíma­skekkja sem sé að fara að líða undir lok í krafti frels­is­bylt­ingar alnets­ins. Spá­menn­irnir eru nefni­lega byrj­aðir að hvísla: Net­flix er að koma til þess að draga allar þessar íslensku ljós­vak­arisa­eðlur ofan drekk­ing­ar­hyl­inn. Það er ekki langt síðan net­sam­fé­lagið fór á hlið­ina yfir þeim risa­við­burði að allar þátt­arað­irnar af Fri­ends væru nú fáan­legar á Net­flix rétt eins og árið væri 2003. Net­flix er dálítið eins og að fá lán­aðan flakk­ara hjá skrítna frænda sín­um; nokkrar klass­ískar bíó­mynd­ir, allar þátt­arað­irnar af Fri­ends og Family Guy og svo er restin bara myndir sem Wesley Snipes lék í eftir að hann kom úr fang­elsi.

Rík­is­út­varpið og sjón­varp eins og við þekkjum það í dag mun lifa af þessa ofgnægt­ar­há­tækni­bylt­ingu af sömu ástæðu og útvarpið hefur lifað af kassett­una, geisla­diskinn, iPod­inn, snjall­sím­ann og Laug­ar­dags­morgna með Bergs­son & Blön­dal; sam­upp­lifun er sterk­ari en lokuð upp­lifun ein­stak­lings. Það er eitt­hvað órætt, næstum óskil­grein­an­legt gildi í því að upp­lifa eitt­hvað og vita til þess að þús­undir ann­ara eru að upp­lifa það sama á sama tíma. Aldrei hefur þessi teng­ing verið sterk­ari en með til­komu sam­fé­lags­miðla sem hafa blásið lífi í hefð­bundin dag­skrár­kvöld.

Auglýsing

Bað­stofu­lest­urs­til­finn­ingin er hve mest á Twitter þar sem hjarta lands­manna stöðv­uð­ust sam­tímis þegar hels­ingjaung­arnir köst­uðu sér fram af bjargi í Sögu lífs­ins og tóku svo aftur kipp með til­komu Til­finn­inga-Tómasar í Gettu Betur liði Fjöl­brauta­skól­ans í Garða­bæ. Meira að segja þátt­ur­inn um æsku­slóðir Hjör­leifs Gutt­orms­sonar á N4 varð bæri­legur í faðmi net­sam­fé­lags­ins þótt ég hafi auð­vitað líka viljað drekka stíflu­eyði á sama tíma. Ég vildi bara að Twitter hefði verið til staðar þegar að Hemmi Gunn stökk fall­hlíf­ar­stökk, þegar Keikó kom heim eða þegar Magni tók Dolp­hin’s Cry. Ég hefði gefið allt til að geta tíst öllum mínum til­finn­ingum þegar að Villi reyndi að túlka sínar í Band­inu hans Bubba: #Mebala­li­bala­á­bala­vebala.

Ég vildi bara að Twitter hefði verið til staðar þegar að Hemmi Gunn stökk fall­hlíf­ar­stökk, þegar Keikó kom heim eða þegar Magni tók Dolp­hin’s Cry. Ég hefði gefið allt til að geta tíst öllum mínum til­finn­ingum þegar að Villi reyndi að túlka sínar í Band­inu hans Bubba: #Mebalalibalaábalavebala.


Lítið að ger­ast undir hasstag­inu #Æv­in­týri­Merl­ins



Um­ræðan um ljós­vaka­miðla hefur samt villst í því að tala um hvernig fólk á að horfa á sjón­varpið – ekki hvað er í því. Það er ekki sjálf­gefið að íslenskar sjón­varps­stöðvar lifi af heldur verða þær að skilja hvaða gildi þær hafa í haf­sjó af erlendum efn­isveit­um: íslenska dag­skrár­gerð. Hún er það eina sem mun skipta máli. Þetta sést bæði á áhorfs­tölum og í örheimi Twitt­er; það er lítið að ger­ast undir hasstagg­inu #Æv­in­týri­Merl­ins.

Íslenskar sjón­varps­stöðvar hafa vissu­lega staðið sig ágæt­lega í að fram­leiða frétta- og menn­ing­ar­þætti en minna af því að fram­leiða menn­ing­una sjálfa. Þessa stund­ina er ekki einn ein­asti leik­inn íslenskur sjón­varps­þáttur á dag­skrá. Ekki einn. Sú ástæða fyrir þess­ari menn­ing­ar­legu eyði­mörk sem oft­ast er nefnd er hversu dýrt leikið efni sé í fram­leiðslu. Samt er hægt að kasta mörg hund­ruð millj­ónum í full­kom­lega bilað magn af einka­samn­ingum við erlendar stöðvar svo hægt sé að sýna Glæpa­hneigð, Chicago Fire og House of Cards sem allir sem hafa áhuga á eru annað hvort búnir að hala niður eða streyma af Net­flix - og ef að Barnaby leysir eina gátu til við­bótar þá sver ég að ég saga af mér fót­inn.

Vanda­málið ristir dýpra en tómi spari­bauk­ur­inn. Það hefur verið mikið gert úr upp­gangi íslenskrar kvik­mynda­gerðar síð­ustu ár. Íslenska kvik­mynda­vorið – að hér sé að mynd­ast hópur af ein­hverju hæf­asta kvik­mynda­gerð­ar­fólki ver­aldar sem hefur starfað við fjöldan allan af stórum erlendum verk­efnum sem tekin hafa verið upp í faðmi ein­stakrar íslenskrar nátt­úru. Þjóð­ern­is­brjóst okkar blæs svo út þegar við sjáum glitta í Mývatn í Game of Thro­nes eða Lang­jökul í Inter­stell­ar. Þetta er álíka góður mæli­kvarði á heil­brigði íslenskrar kvik­mynda­menn­ingar og að segja að íslenskt heil­brigð­is­kerfi sé í fínu standi af því að íslenskir læknar standi sig svo vel í að lappa upp á norska olíu­verka­menn í Stavangri.

Skapið menn­ingu, ekki flokka hana bara ofan í spólu­geymslu



Í kjöl­far síð­ustu stóru þáttar­aðar RÚV, Hrauns­ins, skrif­aði Frið­rik Erlings­son, sem grætti mig rúm­lega 40 sinnum með Benja­mín Dúfu, harð­orða grein á Klapp­tré.is sem grætti lík­lega Svein­björn I. Bald­vins­son nokkrum sinnum líka. Þar segir hann meðal ann­ars:

„Hvað veldur þess­ari skelfi­legu útkomu þegar við eigum allt þetta frá­bæra hæfi­leik­fólk í öllum greinum íslenskrar kvik­mynda­gerð­ar? Getur ástæðan verið sú að við vitum ekki hver við erum, hvaðan við komum, hvert við ætl­um? Og þess vegna kunnum við ekki að segja sögur af okkur sjálf­um?“

Það er stað­reynd að það hallar gríð­ar­lega á konur í íslenskri kvik­mynda­gerð – ekki aðeins í þátt­töku og úthlutun styrkja, heldur eru við­fangs­efni þeirra fáu verk­efna sem fram­leidd eru oftar en ekki karllæg. Þetta er ein af stóru birt­ing­ar­myndum þeirrar hug­mynda­sveltu skekkju sem mótar þessa and­vana list­grein. Ef leikið íslenskt efni á að eiga ein­hvern mögu­leika verður það að end­ur­spegla það sam­fé­lag sem það fæð­ist úr. Það verður að hafa eitt­hvað um það að segja. Rýr þátt­taka kvenna þýðir rýr og snauð list fyrir okkur öll. Við sitjum í sama illa þefj­andi mysu­bað­inu ár eftir ár því að þeir sem valdið hafa eru hvorki nógu fram­sýnir né hug­aðir til að reyna að breyta sinni eigin útjösk­uðu hug­mynd um hvað séu verðug verk­efni. Kynja­kvóti virkar á atvinnu­mark­aði, hann virk­aði í Gettu Bet­ur. Hann mun virka þarna líka.

Við sitjum í sama illja þefj­andi mysu­bað­inu ár eftir ár því að þeir sem valdið hafa eru hvorki nógu fram­sýnir né hug­aðir til að reyna að breyta sinni eigin útjösk­uðu hug­mynd um hvað séu verðug verk­efni. Kynja­kvóti virkar á atvinnu­mark­aði, hann virk­aði í Gettu Bet­ur. Hann mun virka þarna líka.

Ég trúi því að RÚV sé mik­il­vægt fyr­ir­bæri sem sé vel þess virði að vernda. En RÚV, líkt og KMÍ, verður samt að gera bet­ur; fram­leiða meira, þróa meira, opna fyrir fleiri sjón­ar­horn. Skapa menn­ingu – ekki bara flokka hana ofan í spólu­geymslu. Ef ekki þá er hætta á að stofn­unin breyt­ist í þá tíma­skekktu risa­eðlu sem sumir vilja kalla hana. Ég er til­bú­inn að fórna þús­und þáttum af Sturm der liebe fyrir einn leik­inn íslenskan sem hefur eitt­hvað að segja.

En hver veit, kannski á Baltasar eftir að bjarga okkur öllum með millj­arða­ser­í­unni Ófærð. Ég vona að hún fjalli ekki bara um karl­kyns rann­sókn­ar­lög­reglu­mann á fer­tugs­aldri sem rann­sakar dul­ar­fullt morð­mál í afskekktu bæj­ar­fé­lagi þar sem ekki er allt sem sýnist, upp­fullu af lit­ríkum per­sónum með leynd­ar­mál. Því að þá fer Frið­rik Erlings­son að gráta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None