Sigurjón M. Egilsson hefur látið af starfi fréttastjóra 365 að eigin ósk. Hann hyggst einbeita sér að þætti sínum Sprengisandi á Bylgjunni auk þess sem frekari dagskrárgerð fyrir Bylgjuna verður kynnt innan tíðar, segir í tilkynningu frá 365.
„Sigurjóni eru þökkuð vel unnin störf á fréttastofunni. Jafnframt er því fagnað að hann muni áfram vera áberandi í dagskrá 365 miðla. Samhliða þessu verða þær skipulagsbreytingar á fréttastofunni að Andri Ólafsson, Hrund Þórsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason verða aðstoðarritstjórar og Halldór Tinni Sveinsson verður þróunarstjóri,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Andri Ólafsson hefur unnið á ýmsum fjölmiðlum frá árinu 2004. Meðal annars DV, Vísi, Stöð 2 og Fréttablaðinu sem blaða- og fréttamaður, vaktstjóri og fréttastjóri. Nú síðast sem aðstoðarfréttastjóri á fréttastofu 365.
 Andri Ólafsson.
 Andri Ólafsson.  
Hrund Þórsdóttir er BA í stjórnmálafræði og MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún
 Hrund Þórsdóttir.
 Hrund Þórsdóttir.  
hefur starfað á fjölmiðlum í tíu ár, meðal annars ritstýrt tímaritinu Mannlífi og skrifað barna- og unglingabókina Loforðið sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin. Hrund hóf störf á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir tveimur árum og sem vaktstjóri þar ári síðar.
Kolbeinn Tumi Daðason er með meistaragráðu í byggingaverkfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað á fréttastofunni frá árinu 2011, fyrst sem íþróttafréttamaður og síðar sem fréttastjóri og vaktstjóri á Vísi.
 Kolbeinn Tumi Daðason.
 Kolbeinn Tumi Daðason.  
 Tinni Sveinsson.
 Tinni Sveinsson.  
Halldór Tinni Sveinsson hefur stýrt Vísi síðustu fimm árin og er þar öllum hnútum kunnugur. Hann er reyndur fjölmiðlamaður með 15 ára reynslu af dagblaða- og tímaritaútgáfu og vefmiðlun.
Kristín Þorsteinsdóttir verður áfram útgefandi og aðalritstjóri, að því er segir í tilkynningu.
 
				
 
              
          
 
              
          



