Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er gestur Hismisins. Hann ræðir við Árna Helgason og Grétar Theodórsson um trúlofun hans, pólitíkina og mötuneytið á Alþingi. „Mötuneytið er frábært,“ segir Helgi Hrafn. „Að mati sumra er það ástæðan til að bjóða sig fram aftur.“
Um vinsældir Pírata og aukinn áhuga á þeim þessa dagana segir Helgi Hrafn að þetta sé ákveðið tækifæri til að ræða málin þeirra. „Það er krísa í gangi þegar 18 prósent segjast treysta Alþingi. Það eru færri en segjast ætla að kjósa Pírata. Pæliði í því hvað það er kreisí.“
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.