Samtökin ´78 kæra tíu manns fyrir háværa og hatursfulla orðræðu í garð hinsegin fólks

15377355793_0783b3759b_z.jpg
Auglýsing
Sam­tökin ‘78 munu í dag kæra tíu manns fyrir hat­urs­fulla orð­ræða í garð hinsegin fólks á opin­berum vett­vangi. Sam­tökin segja fólkið hafa beitt háværum röddum til þessa að breiða út hat­urs­fullan boð­skap sinn og orð­ræðan sé til þess fall­inn "breiða út for­dóma gegn hinsegin fólki í íslensku sam­fé­lagi og gera því lífið leitt." Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.



Í kæru sinni vísa Sam­tökin ´78 til þess að af­drátt­ar­laust bann er lagt við ákveð­inni tján­ingu sem lýst er sem refsi­verðri sam­kvæmt 233. grein almennra hegn­ing­ar­laga sem hljóðar svo:




„Hver sem opin­ber­lega hæð­ist að, róg­ber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða ann­ars konar tján­ingu, svo sem með myndum eða tákn­um, vegna þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar eða kyn­vit­und­ar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum.“

Auglýsing




Hilmar Hild­ar­son Magn­ús­ar­son frá Sam­tök­unum ´78 og Björg Val­geirs­dóttir hér­aðs­dóms­lög­maður munu flytja yfir­lýs­ingu við Lög­reglu­stöð­ina við Hlemm í Reykja­vík í dag klukkan 8:30 vegna þessa. Yfir­lýs­ing­una í heild sinn má lesa hér að neð­an­.​​







Yfir­lýs­ing Sam­tak­ana ‘78 í til­efni orð­ræðu í garð hinsegin fólks sem ekki sam­ræm­ist íslenskum lögum



"Sam­tökin ‘78 harma þá nei­kvæðu umræðu sem fylgt hefur í kjöl­far sam­þykktar bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarðar um hinsegin fræðslu í grunn­skólum bæj­ar­ins. Sam­tökin ‘78 taka þó fram að til­lagan er ekki sprottin frá Sam­tök­unum ‘78 og var ekki gerð í sam­ráði við sam­tökin sem þó fagna allri fram­þróun í upp­lýs­inga­sam­fé­lag­inu.

Við í for­ystu Sam­tak­anna ‘78 höfum þróað með okkur ansi þykkan skráp í gegnum tíð­ina og getum staðið af okkur ýmis­legt. Það er hins vegar fjöldi fólks í okkar röð­um, hinsegin fólk um allt land, börn þess, fjöl­skyldur og vin­ir, sem tekur þess­ari umræðu þungt. Ófögur og and­styggi­leg orð sem beint hefur verið gegn hinsegin fólki veldur því hug­ar­angri og van­líðan og í mörgum til­fellum sári sem illa grær - eða alls ekki. Við skulum nefni­lega ekki gleyma því að hat­ursá­róður gegn hinsegin fólki er engin nýlunda sem er að spretta upp síð­ustu daga. Þetta hefur ver­ið, og er við­var­andi vanda­mál, og það er hrein­lega lífs­spurs­mál að fólk þurfi ekki að sitja undir því. Það á engin mann­eskja að þurfa eða sætta sig við.



Að því sögðu hefur stjórn Sam­tak­anna ‘78 að vand­lega ígrund­uðu máli i sam­ráði við lög­mann sam­tak­anna kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að kæra til­tekna ein­stak­linga sem hafa beitt háværum röddum og hat­urs­fullri orð­ræðu í garð hinsegin fólks á opin­berum vett­vangi. Orð­ræðu sem er til þess fallin að breiða út for­dóma gegn hinsegin fólki í íslensku sam­fé­lagi og gera því lífið leitt.

Sam­tökin ‘78 - félag hinsegin fólks á Íslandi hafa það meðal ann­ars að mark­miði að tryggja að hinsegin fólk njóti fyllstu rétt­inda i íslensku sam­fé­lagi. Sam­tökin leit­ast við að ná því mark­miði með því að vinna að bar­áttu­málum hinsegin fólks eftir þeim leiðum sem árang­urs­rík­astar þykja hverju sinni.



Íslenskt sam­fé­lag er meðal fremstu sam­fé­laga heims í rétt­inda­málum hinsegin fólks. Það vekur athygli víða og mörg ríki taka okkur sér til fyr­ir­mynd­ar. Und­an­farin 30 ár hafa átt sér stað vatna­skil í bar­átt­unni sem Sam­tökin ‘78 eru stolt af að hafa tekið þátt í. Þeir ein­stak­lingar sem við höfum ákveðið að kæra hafa kynt undir orð­ræðu sem við teljum vega gróf­lega að rétti hinsegin fólks til frið­helgi einka­lífs, fjöl­skyldu og fyllsta jafn­rétt­is. Rétt­inda sem vernduð eru af stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands og þeim alþjóð­legu sátt­málum sem Ísland er aðili að, þar með talið mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þar að auki höfum við kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að orð­ræðan sem kærur þessar ná til flokk­ist sem hat­urs­orð­ræða í garð hinsegin fólks sem ekki er heim­iluð skv. íslenskum lög­um; einkum almennum hegn­ing­ar­lögum en einnig fjöl­miðla­lögum í ákveðnum til­vik­um.



Sam­tökin ‘78 vísa kærunni til stuðn­ings til þess að afdrátt­ar­laust bann er lagt við ákveð­inni tján­ingu sem lýst er sem refsi­verðri skv. 233. gr.a. almennra hegn­ing­ar­laga sem hljóðar svo:



„Hver sem opin­ber­lega hæð­ist að, róg­ber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða ann­ars konar tján­ingu, svo sem með myndum eða tákn­um, vegna þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar eða kyn­vit­und­ar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum.“



Sam­tökin ‘78 gera sér að sjálf­sögðu grein fyrir þvi að kærðu eiga rétt til skoð­ana sinna og láta þær i ljós sbr. 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 10. gr. mann­rétt­indasatt­mála Evr­ópu, sbr. lög nr. 62/1994. Við teljum á hinn bóg­inn aug­ljóst að tján­ing­ar­frelsi megi ekki hag­nýta til að níð­ast á öðrum rétt­indum manna og að lög­gjöf gegn mis­rétti vegna kyn­hneigðar og kyn­vit­undar sé nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­ríki til að vernda minni­hluta­hópa. 233. gr. almennra hegn­ing­ar­laga er því lög­bundið frá­vik frá tján­ing­ar­frels­inu. Ummælin sem Sam­tökin ‘78 kæra fela í sér háð, róg og smánun í garð hinsegin fólks vegna kyn­hneigðar þess og/eða kyn­vit­undar og þau eru sett fram á opin­berum vett­vangi, í formi sem engum rökum eru studd. Jafn­ræði fólks án til­lits til kyn­hneigðar eða kyn­vit­undar er lög­fest grund­vall­ar­regla sem bygg­ist á virð­ing­unni fyrir mennsk­unni. Þótt tján­ing­ar­frelsið sé jafn­framt eitt af mikilvæg­ustu rétt­indum manna og ein af grund­vall­ar­stoðum lýð­ræð­is­ins, er orð­notkun sem lýsir hatri eða for­dómum á hinsegin fólki á opin­berum vett­vangi ekki refsi­laus að mati Sam­tak­anna ‘78.



Að morgni dags­ins 27. apríl 2015, kl. 8:30, munu full­trúar úr stjórn Sam­tak­anna ‘78, ásamt lög­manni sam­tak­anna, leggja fram kærur á Lög­reglu­stöð­inni á Hverf­is­götu á hendur 10 ein­stak­lingum vegna ummæla sem hlut­að­eig­andi hafa látið falla í umræðu um hinsegin fólk og sam­tökin telja refsi­næm sam­kvæmt fram­an­greindu.



Við hjá Sam­tök­unum ‘78 erum alltaf boðin og búin að mæta jákvæð til leiks, taka þátt í umræð­unni og fræða. En það verður heldur ekki litið fram­hjá þeim hrotta­skap sem ein­kennt hefur umræð­una síð­ustu daga. Það eru tak­mörk fyrir því skít­kasti sem hinseg­in ­fólk lætur bjóða sér að sitja und­ir, án þess að aðhaf­ast neitt. Gleymum því ekki að opin­ber róg­burður og umræða sem nið­ur­lægir og níðir ákveðna hópa heggur fast að rótum lýð­ræð­is­ins. Slík orð­ræða grefur undan þeim sam­fé­lags­sátt­mála sem við höfum komið okkur saman um: að hér eigum við öll að geta þrif­ist í sam­fé­lagi hvert við ann­að. Jöfn að rétti og jöfn að virð­ing­u."





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None