Einkabréf og fjölpóstur

Hjalti Snær Ægisson
bogglapoststofan.jpg
Auglýsing

1. hluti: HVAÐ ERTU AÐ GERA MEÐ ÞESSA KINDA­BYSSU? (Þar sem grein­ar­höf­undur rekur þróun máls­ins og fer í mann­inn en ekki bolt­ann)

Það hófst allt með því að Druslu­bóka­döm­urnar skrif­uðu rit­dóm um bók sem fáir vissu að væri til. Pistill­inn var skrif­aður í jákvæðum tóni og 31,6% hans fjall­aði um sjálfa bók­ina. Restin af text­anum fór í að fjalla um útgáfutil­högun bók­ar­inn­ar, dreif­ingu og mark­aðs­setn­ingu. Voru Druslu­bóka­döm­urnar að reyna að efna til umræðna um fyr­ir­bærið? Ef það var mark­miðið má segja að pistill­inn hafi fallið í grýttan jarð­veg því kommenta­kerfið lá stein­dautt. Tveir net­miðlar end­ur­sögðu pistil­inn efn­is­lega en umræðu­þræðir þeirra blómstr­uðu ekki að held­ur. Það var eins og hundi væri boðin heil kaka. Sjálfur las ég rit­dóm­inn og upp­lifði til­finn­ingu sem átti meira skylt við von­brigði en reiði. Mér þótti svo margt ósagt í þessu máli að ég ákvað að skrifa grein þar sem hinn kurt­eisi og var­færn­is­legi stíll Druslu­bókada­manna yrði lát­inn lönd og leið. Mark­miðið var að skrúfa allt í botn, fóðra vél­ina, öskra nógu hátt og von­ast til þess að fólk tæki við sér. Greinin birt­ist og það var eins og flóð­gáttir hefðu opn­ast. Nokkrum klukku­tímum síðar voru gár­ungar farnir að tala um að „bók­mennta­heim­ur­inn nötrað­i“. Mestu grínist­arnir töl­uðu jafn­vel um „stóra Braga­mál­ið“.

Umræð­urnar breidd­ust út og þræðir voru spunn­ir. Böggla­póst­stof­an, sem aðeins hafði verið rædd í hálfum hljóð­um, var nú á allra vör­um. Ekki inni­hald bók­ar­innar (sem aðeins fáir útvaldir höfðu fengið að les­a), ekki sögu­þráður og per­sónu­sköp­un, heldur umgjörð hennar og útgáfa. Allir höfðu skoðun og margt fróð­legt og skyn­sam­legt kom fram. Nokkrum dögum eftir að greinin fór í loftið birti rit­höf­und­ur­inn Her­mann Stef­áns­son óborg­an­lega svar­grein hér á Kjarn­anum og beindi þar orðum sínum til mín. Grein Her­manns er langt í frá gáfu­leg­asta inn­leggið í þær umræður sem Böggla­póst­stofan hefur getið af sér en hún segir þó sína sögu. Her­mann kompónerar grein sína í sömu tón­teg­und og ég mína. Hann beitir grófu orða­lagi og glanna­legum full­yrð­ing­um, allt í því skyni að auka til­finn­inga­gildi text­ans, og bætir m.a.s. um betur með því að nota líka útúr­snún­inga, rökvillur og sam­heng­is- og stefnu­lausar efn­is­grein­ar. Útkoman er enn ein rósin í hnappa­gatið hjá þessum póst­móderníska gjörn­inga­lista­manni sem veit manna best að stíll­inn tryggir lest­ur­inn; í fjöl­miðlaum­hverfi nútím­ans eru upp­þot og æsingur örugg­asta leiðin til að þoka málum eitt­hvað áfram. Þetta er raunar nefnt bein­línis í grein Her­manns, þar sem hann seg­ir: „Sam­tím­inn er eins og jarm­andi kór þar sem hver sakar annan um spill­ingu, fjöregg­inu er kastað á milli í von um að það springi í höndum ein­hvers ann­ar­s.“ Að svo miklu leyti sem þessi orð Her­manns eru skilj­an­leg (af hverju fjöregg? geta fjöregg sprung­ið?) má af þeim ráða að honum mis­líkar öfga­full yfir­lýs­inga­gleði af því tagi sem ég ger­ist sekur um í grein minni.

Þetta sjón­ar­mið Her­manns er full­kom­lega lög­mætt, hann hefur ýmis­legt til síns máls þegar hann full­yrðir að sam­tím­inn sé á villi­götum og að sú gagn­rýna umræða sem hið opna sam­fé­lag grund­vall­ast á þurfi æ oftar að víkja fyrir tómri steypu. En maður spyr sig: Veit hægri hönd Her­manns hvað vinstri höndin er búin að vera að gera síð­ustu fimmtán árin eða svo? Her­mann Stef­áns­son hefur verið í hópi víg­reif­ustu orð­há­k­anna í íslenskri menn­ing­ar­um­ræðu nokkurn veg­inn frá alda­mót­um. Hann hefur hjólað í alla helstu slags­mála­hundana á leik­vell­in­um, hann hefur löðr­ungað Guð­berg Bergs­son, lamið Ill­uga Jök­uls­son, skrið­tæklað Sig­urð Gylfa Magn­ús­son, buffað Hall­grím Helga­son og Bene­dikt Erlings­son, flengt Nýhil, lúskrað á Krist­jáni B. Jónassyni. Árum saman hefur Her­mann verið með kinda­byss­una á lofti. Hann er höf­undur ótal blogg­síðna sem hafa brunnið heitar en eld­ur­inn í stutta stund áður en þær hverfa að eilífu. Hann hefur æst sig í rit­uðu máli yfir hverjum þeim skandal sem hefur stíflað skiln­ing­ar­vit þjóð­ar­innar þá stund­ina – Drauma­land­ið, IceS­a­ve, Blátt áfram, íslensku bók­mennta­verð­launin – heilög og inn­blásin vand­læt­ing hans nær langt aftur fyrir Fés­bók og Mogga­blogg. Hversu mjög sem Her­mann Stef­áns­son amast við hinni krampa­kenndu, íslensku umræðu­hefð er engu að síður ljóst að hann er sjálfur einn helsti hold­gerv­ingur henn­ar. For­lát­ið, en er ekki eitt­hvað öfug­snúið að fá skammir frá slíkum manni yfir því að maður sé að stuðla að öfga­kenndri umræðu? Er það ekki svipað og ef Styrmir Gunn­ars­son færi að ásaka mann um Evr­ópu­sam­bandsandúð?

Auglýsing

Her­manni sárnar sú stað­hæf­ing sem ég læt falla í greinni að mér þyki höf­und­ar­verk Braga Ólafs­sonar óin­tressant frá og með Sendi­herr­anum (2006). Fleiri hafa mót­mælt þessu og faktískt er þetta það atriði í grein­inni sem hefur vakið hvað hörð­ust við­brögð. Aug­ljós­lega eru margir ósam­mála mér, sem er auð­vitað frá­bært. Engum sögum fer hins vegar af því hvað Braga sjálfum finnst um þetta, senni­lega er honum slétt sama enda ætl­ast ég ekki til þess að hann skrifi sínar bækur spesí­alt fyrir mig. Við Bragi höfum vaxið í sundur með árun­um, hann hefur fundið nýja les­endur og ég hef fundið nýja höf­unda. Nákvæm­lega ekk­ert athuga­vert við það. Er ekki óþarfi að láta smekk ann­arra fara svona hrika­lega í taug­arnar á sér? Eins og Her­mann orð­aði það sjálfur einu sinni: „Það má ennþá hafa smekk og tjá hann feimn­is­laust.“

Þegar gíf­ur­yrðin hafa verið flysjuð burt stendur eft­ir­far­andi full­yrð­ing upp úr: „Reyndar var ég ekki sér­lega hress með útgáfu­formið og sagði Braga það sem ærleg­ast.“ Að mínu mati eru þetta helstu tíð­indin við grein Her­manns. Ef auka­at­riði og útúr­dúrar eru látin liggja milli hluta og sjálft grund­vall­ar­at­riði máls­ins er skoðað kemur í ljós að við Her­mann erum alveg sam­mála.

2. hluti: VIÐ VERÐUM AÐ TALA UM PEN­INGA (þar sem grein­ar­höf­undur reynir að fara í bolt­ann en kemst þó ekki í þann bolta sem hann sjálfur telur mik­il­vægastan)



Af­sakið sjálf­hverf­una, en ég held áfram að tala um grein­ina eftir sjálfan mig, þessa sem birt­ist þarna um dag­inn. Í henni ræddi ég um lista­manna­laun og líkt og iðu­lega ger­ist þegar maður byrjar að tala um pen­inga leiðir það til þess að sú hlið máls­ins gnæfir yfir allt ann­að. Til­fellið er sem sagt að Bragi Ólafs­son seldi fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Gamma Böggla­póst­stof­una og verkið var gefið út „ná­kvæm­lega fyrir við­skipta­vini Gamma og enga aðra“. Fyrri aðal­setn­ingin í máls­grein­inni sem stendur á undan þess­ari er ekki stórt vanda­mál. Rit­höf­und­um, líkt og öðrum lista­mönn­um, er full­frjálst að selja verk sín og það er eng­inn að ætl­ast til þess að þeir séu dæmdir til að lifa af naumt skömmt­uðum rit­launum einum sam­an. Bóka­út­gáfa er í eðli sínu biss­ness, íslensk bóka­for­lög bjóða fram vörur á mark­aði, vörur sem hafa til­tekið skiptigildi og eru und­ir­seldar sam­keppni við ann­ars konar afþr­ey­ingu og gjafa­vöru. Það er í alvör­unni ekk­ert til­töku­mál þótt For­lag­ið, Bjartur og Hið íslenzka bók­mennta­fé­lag selji vörur sem eru fram­leiddar að hluta til fyrir almanna­fé.

Við verðum líka að gera grein­ar­mun á marg­vís­legum far­vegum fjár­magns inn í list­sköp­un. Ef lista­menn vilja ná sér í auka­pen­ing með­fram sköpun sinni með því að leika í aug­lýs­ingum er eng­inn sem bannar þeim það. Er ein­hver að æsa sig yfir því að María Ólafs hafi komið fram í kókaug­lýs­ing­um? Jafn­vel Thor Vil­hjálms­son aug­lýsti App­le-­tölvur án þess að orðstír hans biði nokkurn skaða af. Dylan er ekki gott dæmi því þegar hann aug­lýsti Vict­or­i­a‘s Secret voru bara of mörg ár liðin síðan hann brann út. Hann er trén­aður lista­maður sem getur ekki lengur hreyft við fólki með sköpun sinni og þarf í stað­inn að stóla á ein­hverja svona fjöl­miðla-hy­steríu til þess að ná í gegn. En Gates of Eden er eftir sem áður snilld­ar­verk. Alveg eins og Gælu­dýrin er enn þá frá­bær skáld­saga þótt Bragi hafi mis­stigið sig í sam­starf­inu við Gamma. Mun­ur­inn er sá að það er afar ólík­legt að Dylan eigi eftir að gera fleiri góðar plötur en ég hef fulla trú á því að Bragi eigi enn nokkur tromp uppi í erminni.

Rit­höf­undur sem þiggur rit­laun á ekki að vera skil­yrtur með nokkrum hætti fyrir að hafa þegið pen­ing­ana. Hann á að vera frjáls til að skrifa um hvað sem er, hvernig sem er og beina orðum sínum hvert sem hann vill. Eng­inn hefur óskað eftir því að Bragi Ólafs­son verði sviptur rit­launum fyrir Böggla­póst­stof­una og að halda öðru eins fram er mark­leysa. En sú athöfn að fela lýsigullið sitt fyrir stærstum hluta les­enda þykir mér ekki bein­línis bera vott um mikla sam­fé­lags­lega ábyrgð. Er ann­ars óeðli­legt að ætl­ast til þess að rit­höf­undar séu ekki með öllu ábyrgð­ar­laus­ir? Öll vitum við að lista­manna­laun eru eld­fimt mál, sér­stak­lega hjá þeim hluta þjóð­ar­innar sem hvorki kaupir né les bæk­ur, heim­sækir aldrei Kjar­vals­staði, hlustar aldrei á Víð­sjá. Við hin sem erum sann­færð um mik­il­vægi lista­manna­launa höfum flest þurft ein­hvern tím­ann að útskýra gildi þeirra fyrir fólki sem neitar að sjá heild­ar­sam­hengið og brigslar lista­mönnum um að vera afætur á sam­fé­lag­inu eða eitt­hvað þaðan af verra. Sjálfur hef ég tekið þann slag við skrímsla­deild­ina oftar en ég hef tölu á en ég nenni ómögu­lega að halda því áfram ef íslenskir rit­höf­undar ætla upp til hópa að úti­loka mig frá verkum sínum fram­veg­is. Þess vegna er Böggla­póst­stofan óþægi­leg. Hún er ein­hvers konar til­ræði við þessa við­kvæmu sátt sem ríkir um rit­laun­in.

Her­mann Stef­áns­son hef­ur, ólíkt okkur flest­um, lesið Böggla­póst­stof­una. Hann álasar mér fyrir að hafa ekki „drull­ast til að verða [mér] úti um bók­ina“ eins og Druslu­bóka­döm­urnar (það tók þær fjóra mán­uði að redda sér ein­taki). Eig­in­lega jafn­gildir þetta því að Her­mann sé að lesa mér pistil­inn fyrir að vera ekki í réttu klíkunni. Umsögn Her­manns um bók­ina er nokkuð jákvæð og hann stingur upp á því að Bragi Ólafs­son vinni verkið áfram og gefi það út í nýju formi, til dæmis sem leik­rit. Það væri sann­ar­lega góð lausn og ég yrði Braga þakk­látur ef hann kæmi þessu verki áleiðis í far­veg þar sem hið opna og almenna les­enda­sam­fé­lag getur nálg­ast það, tek­ist á við það, sett það í sam­hengi. Ef Bragi gerði þetta í óþökk Gamma myndi ég senda honum þum­al­fing­ur­inn og láta hann snúa upp. Þá sætu þeir í Gamma uppi með rit­röð sem væri ekki annað en æfinga­völl­ur, vett­vangur fyrir hálf­kláruð verk, upp­köst og skiss­ur, skrif­aðar fyrir þá og enga aðra.

3. hluti: INNAN ÚR MYRKRINU, EINS OG ALLIR AÐRIR HLUTIR (þar sem grein­ar­höf­undur kemst loks­ins í bolt­ann og reynir að ná stoðsend­ingu)



Málið er sem sagt marg­þætt. Her­mann Stef­áns­son ígrundar öll efn­is­at­riðin gaum­gæfi­lega og kemst að tví­þættri nið­ur­stöðu: Að nepót­ismi tíðk­ist við manna­ráðn­ingar í Háskóla Íslands og að Birni Þór Vil­hjálms­syni þyki Kata eftir Steinar Braga vera góð skáld­saga. Hvort tveggja er vont ef satt er, en ég er satt að segja enn að reyna að átta mig á því hvernig málið tók þessa óvæntu beygju. Kannski skrifar Her­mann aðra svar­grein þegar ég er búinn að birta þessa og Guð má vita hvað hann skammar mig fyrir þá. Mak­ríl­frum­varp­ið? Veðrið? Nýju plöt­una með Gísla Pálma? Loka­orðin hjá Her­manni eru yfir­lýs­ing: Bók­mennta­fræðin er búin. „Þetta er búið,“ segir Her­mann og berg­málar þannig slag­orð tíma­rits­ins IOOV þetta árið. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem Her­mann full­yrðir að eitt­hvað sé búið en eins og glöggir les­endur muna lýsti hann því yfir árið 2007 að ljóð­listin væri búin. Þá voru aðeins fáeinir mán­uðir liðnir frá því að hann sendi sjálfur frá sér sína fyrstu ljóða­bók, Borg í þoku.

En þegar öllu er á botn­inn hvolft snýst þetta mál hvorki um rit­laun né bók­mennta­fræði. Og jafn und­ar­lega og það kann að hljóma snýst hið svo­kall­aða stóra Braga­mál ekki einu sinni um Braga Ólafs­son. Málið snýst um það að hér á landi eru komin fram öfl sem vilja stuðla að aðskiln­að­ar­stefnu í menn­ing­ar­líf­inu, fólk sem vill eiga sína prí­vat list­sköpun og gína yfir henni líkt og Smjagall yfir hringnum án þess að aðrir fái að vera með. Það er ekki sölu­mennskan sem er vanda­málið hér heldur úti­lok­un­in. Mér þykir þetta sann­ar­lega umhugs­un­ar­efni og það að íslenskir rit­höf­undar skuli yfir­höfuð taka þátt í öðru eins þykir mér ákaf­lega hall­æris­legt. Böggla­póst­stofan sýnir okkur að kap­ít­alið hegðar sér enn með sama hætti og það gerði árið 1911 þegar Mónu Lísu var stolið af Lou­vre. Þjóf­ur­inn, Edu­ardo de Val­fi­erno, lét gera sex fölsuð ein­tök af mynd­inni og seldi þau öll til millj­arða­mær­inga sem vissu ekki hver af öðrum, hver um sig var bara full­kom­lega sáttur við að eiga sína leyni­legu kompu til að geyma það sem hann sjálfur taldi að væri org­inal ein­tak­ið. Her­mann fer óvar­lega með kinda­byss­una og skýtur sjálfan sig í fót­inn þegar hann ruglar saman kröf­unni um aðgengi að bók­menntum og kröf­unni um sem mesta dreif­ingu bóka. Ég er ekki að óska eftir því að öllum grunn­skóla­börnum lands­ins verði gefið ein­tak af Böggla­póst­stof­unni eða að bókin verði gerð aðgengi­leg sem raf­bók á net­inu – ég er ein­ungis að óska eftir því að okkur öllum verði gef­inn mögu­leiki á að lesa hana ef við vilj­um. Gamma snið­gékk prent­skil til Lands­bóka­safns sem flokk­ast nú eig­in­lega sem ama­törismi af verstu sort hjá fyr­ir­tæki sem virð­ist ætla sér stóra hluti í bóka­út­gáfu (bóka­röð á teikni­borð­inu og meira að segja búið að hanna fyrstu tíu káp­urn­ar). Prent­skil hafa verið regla í þessu landi síðan 1941 og fyrir þeim er góð ástæða, þau eiga að tryggja það að afkom­endur okkar geti í fram­tíð­inni kort­lagt bók­mennta­sam­hengið í þeim tíma sem við lifum núna. Ekki gera lítið úr því.

Mér vit­an­lega hafa tals­menn Gamma ekki blandað sér í umræð­urnar sem hafa farið fram um Böggla­póst­stof­una en teikn eru á lofti um að þeir hafi séð að sér eða séu að end­ur­skoða taktík­ina. Þegar bók­inni er slegið upp í Gegni kemur nú í ljós að bókin er komin á Lands­bóka­safnið og bíður bands. Hún var skráð í kerfið þann 15. maí kl. 15:36, nákvæm­lega viku eftir að málið komst í hámæli. Böggla­póst­stofan er komin innan úr myrkr­inu. Það er þó eitt­hvað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None