Lemúrinn veltir fyrir sér ævintýrum. Það er dáldið skrýtið orð, ævintýri. Í íslenskri orðabók er orðið útskýrt sem óvæntur, æsandi (og stundum hættulegur) atburður.
Lemúrinn segir sögu af breska ljósmyndaranum og ævintýramanninum Jason Howe sem starfaði í Kólumbíu fyrir um áratug. Hann kynntist stelpu þar en síðar kom í ljós að þessi kærasta hans var fjöldamorðingi.
Og um stórfurðuleg og kostuleg ævintýri Marcellusar, sem var biskup á Íslandi frá 1448 til 1462. Hann lenti fimm sinnum í fangelsi og var einu sinni niðurlægður á torgi og hengdur á táknrænan hátt og bannfærður af sjálfum páfanum.
Umsjónarmenn eru Helgi Hrafn Guðmundsson og Guttormur Þorsteinsson.
[caption id="attachment_30147" align="alignnone" width="620"] Ævintýramaðurinn Howe ásamt kærustu sinni sem reyndist svo úlfur í sauðagæru.[/caption]
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Lestu svo um meira forvitnilegt á Lemúrinn.is.