Rammaáætlun, ferðaþjónusta og framtíðin!

Steingrímur J. Sigfússon
Hagavatn_._Eystri.Hagafellsj.kull_.1.jpg
Auglýsing

Í umræðum um hina for­kast­an­legu breyt­inga­til­lögu meiri­hluta atvinnu­mála­nefndar (Jón Gunn­ars­son og Co) við til­lögu umhverf­is­ráð­herra um Ramma­á­ætlun hefur afhjúp­ast að hjá sumum hefur klukkan staðið kyrr í 30 til 40 ár. Gamla dólga-stór­iðju­stefnan lifir enn góðu lífi í hugum sumra stjórn­mála­manna og jafn­vel heilla flokka. Í þágu hennar á að henda á haug­ana allri við­leitni til að sætta sjón­ar­mið nýt­ingar í þágu orku­fram­leiðslu og verndar eða ann­ars konar nýt­ing­ar. Lög­bundið ferli Ramma­á­ætl­unar og fag­leg vinnu­brögð skulu víkja í þágu þess að áfram verði hægt að hafa opið hús fyrir upp­bygg­ingu orku­freks iðn­að­ar.

Þetta er þeim mun merki­legra þar sem ekki linnir fréttum af áfram­hald­andi og örum vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, stærstu gjald­eyr­is­öfl­un­ar­greinar íslenska þjóð­ar­bús­ins. Óum­deilt er að sterkasta aðdrátt­ar­afl erlendra ferða­manna til lands­ins er íslensk nátt­úra. Margend­ur­teknar rann­sóknir sýna að að minnsta kosti 70 til 80 pró­sent erlendra ferða­manna sem landið sækja heim nefna íslenska nátt­úru sem fyrstu eða meg­in­á­stæðu þess að þeir kjósa Ísland sem áfanga­stað. Engu að síður er talað og aðhafst eins og hags­munir þeirrar greinar séu hrein afgangs­stærð þegar kemur að álita­málum um verndun íslenskrar nátt­úru. Gildir þá einu hvort í hlut á fram­ganga stjórn­ar­meiri­hlut­ans í atvinnu­vega­nefnd eða áform Lands­nets um risa­vaxna háspennu­línu þvert yfir og í gegnum mið­há­lendi Íslands, helst með Vega­gerð­ina í eft­ir­dragi með upp­byggðan veg. Lítum nú aðeins nánar á þjóð­hags­legt sam­hengi þess­ara hluta.

Hreinar gjald­eyr­is­tekj­ur    



Áætlað er að gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ustu hafi farið yfir 300 millj­arða króna á síð­asta ári. Ef vöxtur grein­ar­innar í ár verður eitt­hvað nálægt því yfir árið eins og verið hefur á fyrstu fjórum mán­uð­unum (35 pró­sent í jan­ú­ar, 35 pró­sent í febr­ú­ar, 27 pró­sent í mars og 21 pró­sent í apr­íl) þá er var­lega áætlað að gjald­eyr­is­tekj­urnar verði 350 millj­arðar króna í ár. Nál­gæt 80 pró­setn af veltu grein­ar­innar verður eftir í íslenska hag­kerf­inu. Með öðrum orð­um, hrein­ar, nettó, gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ustu stefna í nálægt 280 millj­arða króna.

Í öðru sæti kemur sjáv­ar­út­veg­ur­inn og við skulum áætla að útflutn­ings- eða gjald­eyr­is­tekjur hans verði ívið meiri en í fyrra eða um 280 millj­arð­ar. Nota má svipuð hlut­föll um það sem eftir verður í inn­lenda hag­kerf­inu í til­viki sjáv­ar­út­vegs­ins og ferða­þjón­ust­unnar eða 80 pró­sent. Auð­vitað er það eitt­hvað breyti­legt milli ára, lægra hlut­fall þegar mikið er sam­tímis flutt inn af skipum og/eða olíu­verð er hátt, en hærra þegar svo er ekki. Þar með má áætla að hreinar gjald­eyr­is­tekjur frá sjáv­ar­út­vegi verði um 225 millj­arð­ar.

Auglýsing

Og þá að orku­frekri stór­iðju. Ef við ætlum henni sömu­leiðis að gera ívið betur í ár en í fyrra gætu gjald­eyr­is­tekj­urnar orðið um 230 millj­arð­ar. En þá ber svo við að skila­hlut­fallið til þjóð­ar­bús­ins, það sem endar innan hag­kerfis lands­ins, er allt annað og lægra en í fyrri til­vik­unum tveim­ur. Nálægt 35 pró­sent af veltu stór­iðj­unnar endar hér og það gerir hreinar gjald­eyr­is­tekjur uppá nálægt 80 millj­arða.

Sam­an­burð­ur­inn leiðir þá þetta í ljós: Ferða­þjón­ustan skilar hreinum gjald­eyr­is­tekjum upp á 280 millj­arða, sjáv­ar­út­veg­ur­inn 225 og stór­iðjan 80.

Fram­tíðin



Í hverju liggja þá okkar fram­tíð­ar­hags­munir skoðað í þessu þjóð­hags­lega sam­hengi? Að bregð­ast gæslu­hlut­verki okkar gagn­vart land­inu og nátt­úr­unni og fórna hags­munum ferða­þjón­ust­unnar á alt­ari stór­iðj­unnar sem skilar þjóð­ar­bú­inu minna en þriðj­ungi þess gjald­eyris sem ferða­þjón­ustan ger­ir? Tæp­lega getur það talist skyn­sam­leg áhersla fyrir land sem á fjár­hags­lega afkomu sína undir því að afla gjald­eyr­is­tekna og við­halda jákvæðum greiðslu­jöfn­uði næstu árin og vænt­an­lega langt inn í fram­tíð­ina. Eða um hvað snýst hinn þjóð­hags­legi vandi sam­fara afnámi hafta?

Með þessu er alls ekki sagt að hóf­sam­leg upp­bygg­ing fjöl­breyttrar orku­krefj­andi starf­semi, gjarnan í litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, geti ekki áfram orðið hluti af okkar atvinnu­upp­bygg­ingu. En, þjóð­hags­legar for­sendur fyrir áfram­hald­andi blindri, dólga-stór­iðju­stefnu eru ein­fald­lega horfnar með öllu og voru nú raunar aldrei beysn­ar.

Það er svo efni í næstu grein að ræða þennan öra vöxt ferða­þjón­ust­unnar og þau umhverf­is­legu og þjóð­hags­legu álita­efni sem honum tengj­ast. Þar þarf vissu­lega einnig að stíga yfir­vegað til jarðar og viða­mik­illa inn­viða­fjár­fest­inga og fyr­ir­byggj­andi aðgerða er þörf.

Höf­undur er þing­mað­ur.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None