Samkvæmisleikir

Hjalti Snær Ægisson
bogglapoststofan.jpg
Auglýsing

Stóra fréttin í menn­ing­ar­líf­inu þetta vorið er Böggla­póst­stofan eftir Braga Ólafs­son, bók sem var útgefin í lok síð­asta árs í 300 ein­tökum fyrir útvalda elítu og ekki seld á almennum mark­aði. Verkið er ófá­an­legt á bóka­söfn­um, hvergi skráð í Bóka­tíð­indum og var ósýni­legt í fjöl­miðlum þar til í síð­ustu viku. Líkt og svo oft áður voru það blogg­ar­arnir sem tóku ómakið af blaða­mönn­un­um: Vef­síðan Druslu­bækur og doðrantar fjall­aði um bók­ina í stuttri grein þar sem sögu­þráður verks­ins er rak­inn í meg­in­at­rið­um. Útgef­andi Böggla­póst­stof­unnar er Gamma, hið dul­ar­fulla fjár­mála­fyr­ir­tæki sem eng­inn veit hver á. Grunur leikur á að líf­eyr­is­sjóð­irnir séu meiri­hluta­eig­endur í Gamma og ef sá grunur er réttur hefur fyr­ir­tæk­inu tek­ist að gefa út sann­kallað tíma­móta­verk í íslenskri bók­mennta­sögu – bók sem er fjár­mögnuð af almenn­ingi en er ekki ætluð hon­um.

Böggla­póst­stofa Braga Ólafs­sonar varpar ljósi á þá við­leitni auð­stétt­ar­innar að aðgreina sig frá fjöld­an­um, ekki bara efn­is­lega heldur líka menn­ing­ar­lega. Sagan kennir okkur að menn­ingin hefur til­hneig­ingu til að verða til hjá auð­stétt­inni og leka síðan niður til almúg­ans. Þannig voru skemmti­ferða­skip til dæmis hönnuð í upp­hafi fyrir efna­fólk en nú til dags eru flest skemmti­ferða­skip heims­ins drekk­hlaðin af flís­peysu­klæddum fólksmassa. Í heimi þar sem er búið að plebbavæða allan lúxus þarf auð­stéttin sífellt að leita nýrra leiða til að aðgreina sjálfa sig, búa til menn­ing­ar­lega upp­lifun sem hún ein hefur aðgang að. Þetta þekkjum við frá því á árunum fyrir hrun og í raun var það bara tíma­spurs­mál hvenær menn­ing­ar­lífið hér­lendis færi að hneigj­ast aftur í þessa átt. Sjálfur átti ég ekki von á því að bók­mennt­irnar yrðu sá vett­vangur þar sem þetta myndi ger­ast fyrst. Bók­mennt­irnar bjóða ekki upp á boðsmiða og eft­irpartý, þær fel­ast ekki í per­formans þar sem sumir fá að mæta en aðrir ekki; bók­mennt­irnar lifa í sinni eigin tíma­vídd og verða vart með­teknar öðru­vísi en í ein­rúmi og með yfir­legu. Í texta­sam­fé­lagi nútím­ans er úti­lokun frá bók­menntum nær óhugs­andi en Gamma vill samt láta á það reyna og Bragi Ólafs­son er til í að reyna með þeim. Ímyndið ykkur ef Gerpla hefði bara verið gefin út fyrir við­skipta­vini Kveld­úlfs hf. og væri óað­gengi­leg almennum les­end­um. Væru ekki aðrar for­sendur fyrir rann­sóknum á öllu höf­und­ar­verki Hall­dórs Lax­ness í slíku ástandi ef það væri mögu­legt?

­Fyrsti ára­tugur þess­arar aldar var blóma­tími fólks­ins sem taldi eðli­legt að auð­stéttin ætti sína menn­ing­ar­sköpun óskipta og ótrufl­aða af almúg­anum og þetta fólk hafði almenn­ings­á­litið sér til sið­ferði­legs stuðnings.

Auglýsing

Mót­stöðu­aflið gegn menn­ing­ar­sköpun sem byggir á úti­lokun ætti að vera sterkara á sviði bók­mennt­anna en víða ann­ars staðar og dæmin sanna að þannig getur það stundum ver­ið. Sjálfur var ég starfs­maður Bók­mennta­há­tíðar í Reykja­vík árið 2007, í þá tíð þegar bankster­arnir borð­uðu gull­kryddað risotto, Bryn Ter­fel og Elton John skemmtu fyrir luktum dyrum og jafn­vel jað­ar­skáldin voru í boði Lands­bank­ans. Bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík var sponsuð í bak og fyrir af bönk­um, flug­fé­lögum og bóka­for­lög­um. Samt voru allir við­burðir hátíð­ar­innar opnir og aðgengi­legir hverjum sem var. Styrkt­ar­að­ilar fengu ekki annað að launum en heið­ur­inn plús lógó í kynn­ing­ar­bæk­lingi. Það er auð­vitað ekki annað en sjálf­sagt að auð­stéttin styrki listir og menn­ingu ef útfærslan er með réttu lagi. Fjár­mála­fyr­ir­tækið Gamma hefur til dæmis styrkt Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands af miklum mynd­ar­brag síð­ustu fjögur árin. Sá styrkur er almenns eðlis og felst í því að nið­ur­greiða miða­verð á tón­leika sem standa okkur öllum til boða. Eins og Ragnar í Smára orð­aði það: „Auður er hvorki góður né vond­ur; það er afstaða manna til auðs­ins, sem er ann­að­hvort góð eða vond.“

Fyrsti ára­tugur þess­arar aldar var blóma­tími fólks­ins sem taldi eðli­legt að auð­stéttin ætti sína menn­ing­ar­sköpun óskipta og ótrufl­aða af almúg­anum og þetta fólk hafði almenn­ings­á­litið sér til sið­ferði­legs stuðn­ings. Svo kom hrunið og síðan þá hafa lista­menn í öllum deildum keppst við að skil­greina sjálfa sig burt frá fjár­mála­el­ít­unni, rjúfa á tengslin við snobb­ið, skapa sér nýtt and­rými, lofta út. En nú er súr­efnið bráðum á þrot­um. Og kanarífugl­inn í kola­námunni heitir Bragi Ólafs­son.

No comment



Ás­laug Karen Jóhanns­dótt­ir, blaða­kona á Stund­inni, hringdi í Braga og vildi spyrja hann nánar út í bók­ina og sam­starfið við Gamma. Það sem Bragi hafði um málið að segja var hið sama og hann hefur haft fram að færa sem rit­höf­undur síð­asta ára­tug­inn: Ekk­ert. Auð­vitað ímyndum við okkur að Bragi dauð­skammist sín fyrir þetta upp­á­tæki sitt, hann hafi látið græðgina hlaupa með sig í gönur og sitji nú uppi með hneis­una. Sú til­gáta er allt­énd ekki verri en hver önnur og verður að duga í bili fyrst Bragi vill ekk­ert tjá sig um mál­ið. Við þurfum raunar ekki að leita langt aftur í menn­ing­ar­sög­una til að finna lista­menn sem selja sig og dauð­sjá eftir því stuttu síð­ar. Dæmin eru mörg frá því á árunum fyrir hrun og stundum hafa menn jafn­vel beðist afsök­unar opin­ber­lega á því að hafa tekið þátt í sukk­inu, ýmist beint eða óbeint. Vand­inn við að greina þessa umræðu er fyrst og fremst heim­ilda­skortur og almenn óvissa. Fregnir af sam­kvæm­is­leikjum auð­stétt­ar­innar frá því fyrir hrun eru nokkurn veg­inn jafn þoku­kenndar og ljós­myndin þar sem rapp­ar­inn 50 Cent stillir sér upp með Björg­ólfs­feðgum á Jamaíka. Þeir lista­menn sem létu til leið­ast á sínum tíma vilja helst ekk­ert ræða um það núna. Í slíku þagn­ar­bind­indi grasséra kjafta­sögur þar sem veisl­urnar verða enn þá stærri, kampa­víns­flösk­urnar enn þá fleiri, deka­dens­inn enn þá til­þrifa­meiri. Hafið þið heyrt þessa um íslenska rit­höf­und­inn sem varð fimm­tugur og fékk glæsi­veislu frá Björgólfi Guð­munds­syni á afmæl­is­dag­inn? Björgólfur var eig­andi Eddu útgáfu á þessu méli og fékk að útfæra eign­ar­hald sitt á höf­und­inum svona; sagt er að hann hafi sjálfur staðið í sínum tein­óttu jakka­fötum og tekið í hönd­ina á öllum gestum þegar þeir mættu í veisl­una.

Nú, líkt og þá, birt­ist með­virkni kunn­ingja­sam­fé­lags­ins fyrst og fremst sem hróp­andi þögn.

Nú, líkt og þá, birt­ist með­virkni kunn­ingja­sam­fé­lags­ins fyrst og fremst sem hróp­andi þögn. Fæstir kollegar og vinir Braga munu láta hafa nokkuð eftir sér um Böggla­póst­stof­una, ekki heldur þeir sem eru með óbragð í munni yfir auð­manna­dekr­inu. Ein­hverjir munu stíga fram til varn­ar, ásaka gagn­rýnendur um öfund, ýkt við­brögð, óþarfa til­finn­inga­semi eða ann­ar­lega hags­muni, ítreka að það sé réttur lista­manna að beita óhefð­bundnum leiðum til að hafa í sig og á, lista­menn þurfi jú að lifa mann­sæm­andi lífi eins og aðr­ir. Í frétt Stund­ar­innar er rætt við Egil Örn Jóhanns­son, for­mann Félags íslenskra bóka­út­gef­enda, en við­brögð hans við mál­inu eru dregin saman í eina kjarn­yrta máls­grein: „Al­mennt hljótum við þó að gleðj­ast yfir því að bækur séu gefn­ar.“ Rök­semda­færslan minnir á mál­flutn­ing SGI búddista sem líta svo á að hin kosmíska og altæka ham­ingja mann­kyns­ins auk­ist eftir því sem fleiri kyrja daimoku á hverju augna­bliki. Það að gefa bækur sé öllum til hags­bóta og and­legra fram­fara, jafn­vel þótt bæk­urnar sé bara ætl­aðar til­teknum for­rét­inda­hópi „og engum öðrum“. Egill Örn vill miklu frekar að fyr­ir­tæki og stofn­anir gefi við­skipta­vinum sínum bækur en konfekt­kassa. Var ég búinn að nefna að Egill Örn er útgef­and­inn hans Braga Ólafs­son­ar?

Ef þið þekktuð þessa til­finn­ing­u...



Böggla­póst­stofan vekur upp spurn­ingar um erindi rit­höf­unda og skyldur þeirra við les­endur sína. Umræðan er vand­kvæðum háð eins og list­um­ræða almennt, einkum í ljósi þess að gjarnan eru miklar til­finn­ingar í spil­inu; góðir lista­menn tala til okkar milli­liða­laust, standa með okkur á erf­iðum stund­um, deila okkar sýn á veru­leik­ann. Oft upp­lifum við sam­bandið við þetta fólk líkt og það ein­kenn­ist af gagn­kvæmu trausti og þegar aðdá­endum finnst lista­maður hafa brugð­ist sér geta þeir sýnt af sér hegðun sem virð­ist full­kom­lega órök­ræn, ekki ósvipað og ein­stak­lingur í ást­ar­sorg. Munið þið eftir því þegar Valur Gunn­ars­son jarð­aði Bubbaplöt­urnar sín­ar? Gjörn­ing­ur­inn var hafður að háði og spotti en samt var Valur ekki að gera annað en það sem hjartað bauð hon­um. Fólk sem tekur bók­menntir og listir alvar­lega á sífellt á hættu að upp­skera hroka­fullar og háðskar athuga­semdir frá þeim sem telja sig sér­fróða um „merki­legri“ hluti – vísi að slíku má sjá í skrifum hinna ljóð­elsku aðstand­enda Herðu­breiðar um Böggla­póst­stof­una. Þar er talað um að í „bók­menntakreðsum“ (þ.e. meðal kján­anna sem hafa ekki metnað til að helga sig raun­veru­legum við­fangs­efn­um) hafi „ýfst fjaðr­ir“ (þ.e. að þessir sömu kjánar séu auð­sær­an­legir og æsi sig út af algjörum smá­mun­um).

Op­in­berir styrkir hafa gert Braga Ólafs­syni kleift að þroskast og verða til sem rit­höf­undur og það má vel halda því fram að ef þess­ara styrkja nyti ekki við væri hann ekki starf­andi rit­höf­undur heldur eitt­hvað allt ann­að. En því skyldi rík­is­sjóður veita fé til lista­manna sem skapa ein­göngu fyrir lok­aða elítu?

 

Í þrengri skiln­ingi vekur Böggla­póst­stofan líka upp spurn­ingar um aðild hins opin­bera að menn­ing­ar­sköpun í land­inu og sam­spil­inu við hinn frjálsa markað í því sam­hengi. Rökin með því að veita skattfé í launa­sjóð rit­höf­unda eru þau að bók­mennta­sköpun sé gagn­leg fyrir sam­fé­lagið allt, hún stuðli að auknu læsi, styrki gagn­rýna hugsun og sé okkur öllum til góðs með marg­vís­legum en ill-skil­grein­an­legum hætti. Sá sem er fylgj­andi rit­launum verður að sætta sig við þá stað­reynd að rit­launin fara líka til lélegra höf­unda; úthlut­un­ar­regl­urnar eru ekki full­komnar en standa engu að síður fyrir sínu því þær eru jú (á end­an­um) í þágu okkar allra. Hver verður hins vegar staðan þegar bók­mennta­kerfið klofnar og til verða bók­menntir sem eru ekki ætl­aðar öll­um? Í þessu sam­hengi má nefna eft­ir­far­andi: Bragi Ólafs­son upp­lifði síð­ast rit­launa­lausan dag árið 2001. Frá því að úthlutað var úr úr launa­sjóði rithöfunda snemma árs 2002 hefur hann verið á fram­færi hins opin­bera tólf mán­uði árs­ins. Opin­berir styrkir hafa gert Braga Ólafs­syni kleift að þroskast og verða til sem rit­höf­undur og það má vel halda því fram að ef þess­ara styrkja nyti ekki við væri hann ekki starf­andi rit­höf­undur heldur eitt­hvað allt ann­að. En því skyldi rík­is­sjóður veita fé til lista­manna sem skapa ein­göngu fyrir lok­aða elítu? Er ekki eðli­leg­ast að bók­menntir sem úti­loka þorra skatt­greið­enda séu alfarið á for­ræði mark­aðsafl­anna? Auka­spurn­ing: Finnst ykkur lík­legt að Bragi Ólafs­son muni telja saman vinnu­tím­ana sem fóru í Böggla­póst­stof­una og leggja þá fram til frá­dráttar næst þegar hann sækir um rit­laun?

Íslenskar bók­menntir eru skrif­aðar fyrir örmarkað og það kemur kannski ekki á óvart að ein­hverjir rit­höf­undar séu til­búnir að hætta sér inn á dökk­gráa svæðið til að drýgja tekj­urn­ar. Til­vera lista­manna meðal smá­þjóða er sjaldn­ast mun­að­ar­líf en samt er það stað­reynd að fjöldi lista­manna hér­lendis hefur á síð­ustu árum afþakkað sam­starf við vafa­samar fjár­mála­stofn­an­ir. Þetta er fólk sem hefur neitað að setja verð­miða á lista­manns­heiður sinn, neitað að taka að sér aðal­hlut­verk í sam­kvæm­is­leikjum auð­stétt­ar­inn­ar. Aldrei hafa þessir lista­menn fengið hrós fyrir prinsípp­fest­una og við vitum ekki einu sinni almenni­lega hvaða hóp er hér um að ræða. Þegar hrunið var gengið um garð fannst mörgum þeir skulda þessu fólki eitt­hvað en upp­hæðin er óljós og mót­tak­and­inn nafn­laus, svo að það er erfitt að senda lofs­yrðin þangað sem þau eiga að fara. Í stað­inn getum við hins vegar haldið gagn­rýn­inni lif­andi og hæðst að sleikju­skapn­um, híað á sel­lát­ið. Bragi Ólafs­son er búinn að senda aðdá­endum sínum fing­ur­inn og það er eðli­legt – nei, óhjá­kvæmi­legt – að þeir svari honum í sömu mynt.

Höf­undur er bók­mennta­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None