Silicor Materials og nýju föt keisarans

Skúli Mogensen
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Þar sem nátt­úru­vernd­ar­rökin virð­ast því miður ekki duga á alla skulum við staldra við og kanna nánar Sil­icor Mater­i­als sem sam­starfs­að­ila út frá mark­aðslög­mál­un­um.

Sil­icor Ma­ter­i­als hefur farið stórum orðum um mikla upp­bygg­ingu á risa­verk­smiðju í Hval­firð­in­um.  Þeir segj­ast ætla að fjár­festa fyrir tugi millj­arða og skapa hund­ruði starfa, lofa nýrri tækni sem á ekk­ert að menga og vera ein­stök í heim­in­um.  En hvað og hverjir er á bak við stóru orð­in?

Stað­reyndin er sú að Sil­icor Ma­ter­i­als ­sem áður hét Calisol­ar hefur áður verið með miklar yfir­lýs­ingar um stór áform sem síðan ekk­ert hefur orðið úr.  Í Miss­issippi fylki átti að skapa hund­ruði starfa og fjár­festa fyrir tugi millj­arða en ekk­ert varð úr því frekar en í Ohio fylki þar sem Sil­icor Mater­i­als sem hét þá Calisolar hafði farið af stað með svipuð lof­orð skömmu áður.  Í báðum til­fellum voru þar­lend yfir­völd búin að eyða miklum tíma og fjár­munum í að und­ir­búa sam­starfið enda í góðri trú um að í vændum væri mikil fjár­fest­ing og atvinnu­upp­bygg­ing.

Auglýsing

Erum við, Íslend­ingar núna þriðji aðil­inn á fáum árum sem látum draga okkur á asna­eyr­um?

Við hljótum að spyrja okkur af hverju hefur gengið svona brösu­lega hjá Sil­icor/Calisor til þessa?  Ein­föld google leit á Sil­icor Mater­i­als og Calisolar vekur upp marg­vís­legar spurn­ingar um trú­verðu­leika Sil­icor Mater­i­als og þeirra áform. Hafa ­yf­ir­völd hér á landi í Hval­fjarð­ar­sveit og/eða Faxa­flóa­hafnir rætt við kollega sína í Lowndes sýsl­unni í Miss­issippi um þeirra reynslu.

Joe Max Higg­ins, for­stjóri Col­umbus Lowndes Develop­ment Link, hafði þetta um Sil­icor Mater­i­als að segja í sam­tali við þar­lenda fjöl­miðla eftir að þeir hættu við áform sín í Miss­issippi:

„Við skiljum ein­fald­lega ekki hvernig ein­hver sem seg­ist ætla að ráð­ast í fram­kvæmdir fyrir rúm­lega 200 millj­ónir doll­ara eigi í erf­ið­leikum með að leggja fram 150 þús­und dali í vörslufé fyrir tvo mik­il­væga eindaga.“

Ég skil það ekki held­ur!?

Ef tækninýj­ung­arnar eru eins magn­aðar og for­svar­menn Sil­icor Mater­i­als vilja sjálfir meina af hverju eru þá ekki nú þegar stórir fjár­festar búnir að fjár­festa í félag­inu og tryggja fram­gang þess?  Af hverju er Sil­icor að leita log­andi ljósi að fjár­fest­u­m/lán­veit­endum á Ísland­i.  Lána­kjör á Íslandi eru mun verri heldur bjóð­ast núna á evru­svæð­inu eða í Norð­ur­-Am­er­íku þar sem vextir eru í sögu­legu lág­marki.

Getur ein­fald­lega verið að sökum þess að heims­mark­aðs­verð á sól­ar­kísil hefur hríð­lækkað und­an­farin 10 ár að við­skipta­módel Sil­icor Mater­i­als gangi ekki upp­?  Það er marg­sannað að fyr­ir­tæki verða að geta staðið á eigin fótum til lengri tíma án fyr­ir­greiðslu frá hinu opin­bera eða með aðrar íviln­an­ir.   Ég vona svo sann­ar­lega að inn­lendir fjár­festar skoði þessi mál gaum­gæfu­lega áður en lengra er haldið ekki síst þar sem erlendir grein­endur eru flestir sam­mála um að verðið á sól­ar­kísil muni halda áfram að lækka eða hald­ast lágt næstu árin sökum gríð­ar­legrar fram­boðs­aukn­ingar og mun ódýr­ari fram­leiðslu­að­ferð­um.   Það er mjög algengt að "nýjasta" tæknin er orðin úreld áður en hún lítur dags­ins ljós.  Hver hefur sann­reynt að svo sé ekki í þessu til­felli?

Fyrr á öldum köst­uðu for­feður okkar ljótum fiski aftur fyrir borð þó að hér bjuggu þá flestir við sult. Í dag hristum við haus­inn yfir þess­ari vit­leysu.  Sagan end­ur­tekur sig nema núna erum við að kasta einni helstu nátt­úruperlu okk­ar, Hval­firð­inum fyrir borð fyrir eitt stykki stór­iðju.

Það væri senni­lega með verri dílum Íslands­sög­unn­ar.

Höf­undur er for­stjóri WOW Air.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None