Erlent stórfyrirtæki í feluleik með raforkuverð

Ketill Sigurjónsson
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Und­an­farið hef ég fjallað tals­vert um raf­orku­verðið til álver­anna og ann­arra stór­iðju­fyr­ir­tækja hér á landi. Og þau tæki­færi sem skap­ast þegar orku­samn­ingar við stór­iðju hér losna. Um þetta skrif­aði ég grein á við­skipta­vef mbl.is nú í vik­unni sem leið, undir fyr­ir­sögn­inni Tíma­mót í efna­hags­sög­u Ís­lands. Í fram­hald­inu birti Ágúst Haf­berg, fram­kvæmda­stóri við­skipta­þró­unar og sam­skipta hjá Norð­ur­áli, grein á vef Kjarn­ans. Hér verður þeirri grein Ágústs svar­að.

Skoð­ana­skipti um orku­verð



Ágúst byrjar grein sína á fyr­ir­sögn­inni Sér­fræð­ingur bullar um orku­mál. Þar færir hann les­endum þau tíð­indi að raf­orku­verð til álvera hér á landi sé alls ekki lág­t í sam­an­burði við önnur lönd. Og að það sé hærra en með­al­verðið í heim­in­um. Og að raf­orku­samn­ingur Norð­ur­áls við Lands­virkjun sé ekki að renna út, heldur fram­leng­ist.

Að fyr­ir­sögn sinni aflok­inni tekur Ágúst til við að fjalla um skrif mín. Og segir að þau ­lýsi „ann­að­hvort mik­illi van­kunn­áttu eða ein­beittum vilja til að fara rangt með stað­reynd­ir“. Ágúst segir einnig að fram­setn­ing mín á upp­lýs­ingum sé röng, að ég fari rangt með töl­ur, að ég beri saman epli og app­el­sínur og að með­ferð mín á tölum sé skelfi­leg. Í þessu sam­bandi til­tekur Ágúst nokkur atriði þar sem hann telur mig fara rangt með eða mis­vísandi.

Gott og vel. Við lestur á grein Ágústs er mik­il­vægt að byrja á því að sigta efn­is­at­riðin frá skammar­yrð­unum sem beint er að mér. Og þá kemur í ljós að skoð­ana­á­grein­ing­ur­inn þarna snýst um tvö meg­in­at­riði. Sem er ann­ars vegar það hvort raf­orku­verðið til álver­anna hér sé lágt í alþjóð­legu sam­hengi - þar sem Ágúst telur mig hafa hag­rætt tölum - og hins vegar hvort raf­orku­samn­ingur Cent­ury Alu­m­inum vegna Norð­ur­áls við Lands­virkj­un sé senn laus eður ei.

Auglýsing

Í þess­ari ­grein mun ég leit­ast við að skýra þau sjón­ar­mið mín sem Ágúst víkur þarna að. Og benda á hvernig mál­flutn­ingur Ágústs vegna raf­orku­verðs­ins byggir á mis­skiln­ingi hans eða að hann hafi ein­fald­lega ekki lesið grein mín af nægi­legri vand­virkni. Þær upp­lýs­ingar mun ég að auki ­setja í sam­hengi við verð­þró­un­ina á raf­orku­verði til álver­a og umfang­ið í raf­orku­söl­unni til áliðn­aðar hér á land­i. Loks mun ég fjalla um ósam­ræmi í upp­lýs­inga­gjöf Norð­ur­áls/ Cent­ury vegna gild­is­tíma raf­orku­samn­ings­ins.

Verður nú vikið að þessu. Og von­andi hjálpa þessi skrif mín les­endum að átta sig á stað­reyndum þessa máls. En sökum þess að grein þessi er nokkuð löng, ætla ég hér í upp­hafi að til­greina nokkur atriði sem þar koma fram:



  • Það er rangt hjá Ágústi að ég hafi í grein minni hag­rætt tölum og farið rangt með stað­reynd­ir. Þvert á móti var í grein minni gætt að því að allar tölur sem ég nefndi væru sam­bæri­legar og að rétt væri farið með stað­reynd­ir. Það er aftur á móti svo að Ágúst mistúlkar sjálf­ur þær tölur sem ég set fram of afbakar með því stað­reynd­ir.


  • Það er rangt hjá Ágústi að með­al­verð á raf­orku til stór­iðju eða álvera á Íslandi sé yfir með­al­verði á raf­orku til álvera í heim­in­um. Um þetta er að vísu ekki unnt að full­yrða með algerri vissu, því þegar fjallað er um orku­verð til álvera í heim­inum er ávallt vísað til upp­lýs­inga frá þriðja aðila. Og ekki unnt að sann­reyna hvort þær séu réttar eða rang­ar. En allt bendir þó til þess að þarna hafi Ágúst rangt fyrir sér.


  • Það er rangt hjá Ágústi að ég beri saman epli og app­el­sínur í umfjöllun minni. Aftur á móti rugl­ast Ágúst eitt­hvað í rím­inu þarna í sinni grein og fer að bera saman epli frá mér og app­el­sínur frá sér – eða vice versa eftir því hvor ávöxt­ur­inn telst bragð­betri.


  • Ágúst heldur því fram að raf­orku­samn­ingur Norð­ur­áls og Lands­virkj­unar renni ekki út árið 2019 vegna fram­leng­ing­ar­á­kvæð­is. Þetta er athygl­is­vert og er þvert á fyrri upp­lýs­ingar sem m.a. eru hafðar eftir for­stjóra Cent­ury Alu­m­inum.


  • Norð­urál sér nú fram á að ef fyr­ir­tækið vill halda áfram óbreyttri fram­leiðslu, mun það að öllum lík­indum brátt þurfa að borga miklu hærra verð fyrir stóran hluta raf­orkunnar en það hefur gert fram til þessa. Þetta á við hvort sem núver­and­i raforku­samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins við Lands­virkjun rennur út 2019 eða fram­leng­ist um ein­hver ár. Stundin nálg­ast. Og þar eru geysi­leg­ir fjár­hags­legir hags­munir í húfi.




Les­endur ættu að hafa í huga að samn­ings­staða Norð­ur­áls er nú allt önnur og veik­ari en var þegar gild­andi raf­orku­samn­ingur við Lands­virkjun var upp­haf­lega gerður fyrir tæpum tveimur ára­tug­um. Við end­ur­nýjun orku­samn­ings­ins eru í húfi hags­munir sem nema tugum millj­arða íslenskra króna. Þetta er mik­il­vægt að les­endur muni þegar þeir lesa skrif fram­kvæmda­stjóra Norð­ur­áls - og að les­endur átti sig líka á því hversu mik­il­vægt það er fyr­ir­tæk­inu að láta líta svo út sem raf­orku­verð til stór­iðju á Íslandi sé hátt og að fyr­ir­tæk­inu liggi ekk­ert á að end­ur­nýja raf­orku­samn­ing. Það eru nefni­lega fyrst og fremst hags­munir sem ráða mál­flutn­ingi Norð­ur­áls og þeir hags­munir eru risa­vaxn­ir.

Engin hag­ræð­ing á tölum



Ágúst skrif­ar: Ket­ill ákveður [...] að draga flutn­ings­kostnað á Íslandi frá verð­inu hér og bera það þannig saman við erlendan heild­ar­kostn­að. Þetta er röng fram­setn­ing þar sem ein­fald­lega er verið að hag­ræða tölum til að fá þá nið­ur­stöðu sem höf­undi þókn­ast.

Í grein minni er skýrt tekið fram að allar tölur um raf­orku­verð þar mið­ast við sjálft raf­orku­verð­ið, þ.e. verðið án flutn­ings. Umrædd full­yrð­ing Ágústs um að tölum sé þarna hag­rætt er því röng. Þvert á móti eru þær tölur sem ég setti fram einmitt sam­an­burð­ar­hæf­ar, því þær segja til um hvert sjálft raforku­verðið til álvera er og í öllum til­vikum án flutn­ings.

Ég hefði vissu­lega geta farið hina leið­ina og til­greint allar kostn­að­ar­tölur raf­orku með flutn­ings­verð­i. ­Nið­ur­staðan hefði orðið sú sama, þ.e. orku­verðið frá Lands­virkjun til stór­iðju er með því lægsta í heim­inum þegar miðað er við með­al­verð raf­orku. Í grein minni var tölum hvergi hag­rætt. Full­yrð­ing Ágústs þar um er röng og bendir til þess að hann hafi ekki lesið grein mína af nægri athygli.

Sami ávöxt­ur­inn; ekki epli og app­el­sínur



Ágúst skrif­ar: Í fram­haldi af þessu full­yrðir Ket­ill að stór­iðja hér­lendis greiði 20 USD/MWst fyrir raf­ork­una og þar með sé verðið með því lægsta í heim­in­um. Þetta er auð­vitað kol­rangt hjá Katli enda ber hann hér saman epli og app­el­sín­ur.

Hvað er kol­rangt? Hér er ­mik­il­vægt að muna að til­vísun mín til 20 USD/MWst á ein­ungis við um raf­orku frá Lands­virkj­un. Og Lands­virkjun gefur það bein­línis upp að stór­iðjan hér sé að greiða fyr­ir­tæk­inu um 20 USD/MWst að með­al­tali án flutn­ings. Þar að auki er hvergi í umræddri grein minni verið að bera saman epli og app­el­sín­ur. Heldur er þar alltaf sami ávöxt­ur­inn til umfjöll­un­ar; raf­orku­verð án flutn­ings. Þetta ætti hverjum les­anda greinar minnar að vera ljóst.

Rangur skiln­ingur hjá Ágústi um pró­sentur



Ágúst ­skrif­ar: CRU metur að meðal orku­verð til álvera á Íslandi sé nokkru hærra en Lands­virkjun gefur upp, eða um 30 USD/MWst. Það er 50% hærra en Ket­ill full­yrðir að álver á Íslandi séu að greiða.

I þess­ari fram­setn­ingu virð­ist vera um að ræða ein­hver mis­skiln­ing hjá Ágústi - sem þess vegna fip­ast í pró­sentu­reikn­ingn­um. Lík­lega eru það eplin og app­el­sín­urnar sem eru ennþá að flækj­ast fyrir hon­um.

Það er leitt að þurfa alltaf að vera að end­ur­taka sig, en enn og aftur minni ég á að í grein minni var ég ekki að fjalla um með­al­verðið frá öllum orku­fyr­ir­tækj­unum hér á Íslandi, heldur ein­ungis frá Lands­virkj­un. Og þar er með­al­verðið til stór­iðj­unnar um 20 USD/MWst án flutn­ings (og um 26 USD/MWst með flutn­ing­i). Talan 30 USD/MWst sem Ágúst nefnir þarna vegna Íslands, skv. CRU, er aftur á móti með flutn­ingi og á þar að auki við með­al­tal á raf­orku­verði allra orku­fyr­ir­tækj­anna hér en ekki bara Lands­virkj­un­ar. Þarna er Ágúst því að bera eplið sitt saman við app­el­sín­una hjá mér.

Mun­ur­inn á þessum tveimur umræddu tölum (20/30 USD) er vissu­lega 50% eins og Ágúst til­tek­ur. En þetta eru ósam­bæri­legar töl­ur; önnur er með flutn­ingi og hin er án flutn­ings. Þar að auki á önnur talan við um orku­sölu Lands­virkj­un­ar, en hin talan er um orku­sölu allra orku­fyr­ir­tækj­anna hér (og sú tala er vel að merkja áætluð en tala Lands­virkj­unar er upp­gefin stað­reynd). Það er sem sagt Ágúst sem flæk­ist í eplunum og app­el­sín­unum - en ekki ég.

Málið snýst um Lands­virkjun



Til nán­ari skýr­ingar skal tekið fram að ef við berum þá tölu CRU sem Ágúst vísar til, saman við raf­orku­verð Lands­virkj­unar með flutn­ingi, þá er verð­mun­ur­inn þarna um 15%. En ekki 50%. Um­ræddur pró­sentu­mis­skiln­ingur hjá Ágústi er senni­lega til kom­inn vegna þess að hann hafi bara alls ekki lesið grein mína af nægi­legri athygli.

Það er svo umhugs­un­ar­efni af hverju Ágúst kýs að tala um að með­al­verðið með flutn­ingi á Íslandi sé skv. CRU 30 USD/MWst - þegar hann veit vel að Lands­virkjun gefur þarna upp u.þ.b. 26 USD/MWst og að grein mín fjallar ein­ungis um Lands­virkj­un­ar­verð­ið. Þetta gæti kannski verið vís­bend­ing um ein­beitt­an til­gang Ágústs til að afvega­leiða umræð­una. Hvað sem veld­ur, þá finnst mér að hann hefði átt að halda sig við orku­verðið sem Lands­virkjun gefur upp fremur en áætlun CRU. Því CRU er þarna ekki að fók­usera á Lands­virkjun eins og ég gerði í minni grein.

Með­al­verðið í heim­inum er miklu hærra en með­al­verðið hér



Okkur Ágúst greinir á um það hvert með­al­verð er á raf­orku til álvera víðs­vegar um heim­inn. Af umræðum um skrif okkar und­an­farna daga sé ég að þetta þykir mörgum les­endum und­ar­legt, því við erum í skrifum okkar báðir að vísa til gagna frá CRU. Um þetta skrifar Ágúst:

[Ket­ill] heldur því fram að með­al­orku­verð til álvera á Íslandi sé með því lægsta í heim­inum þegar fyrir liggur að sam­kvæmt þeim gögnum sem hann vísar sjálfur til, upp­lýs­ingar CRU, þá greiða álver á Íslandi verð sem er um eða yfir með­al­verði til álvera í heim­in­um.

Eins og áður sagði er þarna mis­ræmi milli okkar Ágústs. Mér sýn­ist nokkuð aug­ljóst að í þessum sam­an­burði okkar skiptir ber­sýni­lega miklu að meðan ég var að lýsa með­al­verð­inu m.t.t. Lands­virkj­unar þá var Ágúst að lýsa með­al­verð­inu m.t.t. Íslands (allra orku­fyr­ir­tækj­anna). Og þar studd­ist hann við tölu frá CRU, sem er miklu hærri en talan hjá Lands­virkj­un.

Þar að auki sýnist mér vera lík­legt að ég sé að styðj­ast við nýrri upp­lýs­ingar en Ágúst og þá mögu­lega betri upp­færðar upp­lýs­ing­ar. Því skv. tölvu­pósti til mín styðst hann við skýrslu frá því í apr­íl, en mínar upp­lýs­ingar eru dag­settar síðla í maí. En fyrst og fremst skiptir þarna máli að ég er að fjalla um Lands­virkjun og miða við upp­gefnar tölur Lands­virkj­unar - en það gerir Ágúst ekki.

Það slær mig svo alveg sér­stak­lega að Ágúst skrifar þarna að álver á Íslandi greið­i „verð sem er um eða yfir með­al­verði til álvera í heim­in­um“. Þetta er ein­fald­lega ekki rétt. Og það hlýtur Ágúst að vita. Og það er reyndar svo að a.m.k. allt frá alda­mót­unum síð­ustu hefur með­al­verðið hér verið undir þessu heims­með­al­verði og stundum mjög langt þar und­ir.

Nið­ur­staðan af öllu ofan­greindu er sú að ég fór ekki ­með rangt mál í grein minni, né fór ég rangt með töl­urnar um raf­orku­verð. Og ég setti töl­urnar þar ekki fram með mis­vísandi hætti né heldur hag­ræddi ég tölum á nokkurn hátt. 

Umfjöll­unin hjá Ágústi, sem er meira og minna í belg og biðu og inni­held­ur rang­færslur í minn garð, er að mínu mati ber­sýni­lega gerð í þeim til­gangi að reyna að gera mig tor­tryggi­legan og draga úr trú­verð­ug­leika mín­um. Hver og einn les­andi verður að meta hvort sú til­raun hafi tek­ist hjá Ágústi og Norð­ur­áli. En til að les­endur átti sig betur á mál­inu ætla ég nú að beina athygl­inni sér­stak­lega að nokkrum mik­il­vægum atrið­um, sem áríð­andi er að les­endur hafi í huga:

Með­al­verð á íslenskri raf­orku til stór­iðju fer hækk­andi



Vegna vanga­veltna um með­al­verð á raf­orku til álvera er skyn­sam­legt að líta til sem flestra og bestra gagna. Í þeim skrifum okkar Ágústs sem hér eru til umfjöll­un­ar, litum við að því mér sýn­ist báðir til með­al­verðs á mjög afmörk­uðu tíma­bili. Þess vegna er mik­il­vægt að les­endur taki skrifum okkar beggja þar um með nokkrum fyr­ir­vara. Því með­al­verðið er sífellt að breyt­ast og sveifl­ast.

Í þessu sam­bandi má minna á álit Eft­ir­slits­stofn­unar EFTA (ESA) frá­ ár­inu 2011. Þar kom fram að raf­orku­verðið til álver­anna hér hafi um það leyt­i verið hið 14. lægsta í heim­inum af 184 álver­um. Og hið 3. lægsta í Evr­ópu af 32 álver­um.

Íslenska með­al­talið á raf­orku til álvera hefur vel að merkja hækkað eitt­hvað eftir þennan tíma - vegna nýs orku­samn­ings Lands­virkj­unar við Rio Tinto Alcan vegna álvers­ins í Straums­vík auk ann­arra smærri samn­inga. Og það er gleði­legt að með­al­verð Lands­virkj­unar til stór­iðju hefur hlut­falls­lega farið hækk­andi síð­ustu árin. En það stenst enga skoðun að með­al­verðið hafi þar rokið úr þeim botni sem lýst er í skýrslu ESA og alla leið yfir heims­með­al­talið. Með­al­verðið hjá Lands­virkjun hefur vissu­lega farið þarna upp á við und­an­far­ið, en er ennþá tölu­vert undir heims­með­al­tal­inu.

Með­al­verð Lands­virkj­unar 65-90% af með­al­verð­inu



Um og upp úr alda­mót­unum var með­al­verð Lands­virkj­unar til stór­iðju ein­ungis u.þ.b. 65-70% af með­al­verði raf­orku til álvera í heim­inum (sbr. árreikn­ingar Lands­virkj­unar og upp­gefið sögu­legt með­al­verð frá CRU). Rétt rúmum fimm árum síð­ar, um 2006-07, var staðan orðin mun jákvæð­ar­i og með­al­verðið frá Lands­virkjun þá skyndi­lega komið rétt undir með­al­verðið í heim­in­um.

Meg­in­á­stæða þess­arar jákvæðu þró­unar var hrein heppni. Þetta var sem sagt ekki sjálf­bær hækkun í anda góðra við­skipta­hátta, heldur voru þetta dag­arnir þegar bólu­hag­kerfi heims­ins blómstr­aði og ál­verð hækk­aði upp úr öllu valdi. Þarna svín­virk­aði sem sagt veð­málið sem fólst í hinni þáver­andi útbreiddu álverðsteng­ingu orku­samn­ing­anna hjá Lands­virkj­un. En svo tók raun­veru­leik­inn tökin á ný, álverð féll og Lands­virkjun húrraði aftur niður með­al­verð­list­ann - vegna útbreiddrar álverðsteng­ing­ar­inn­ar.

Með nýjum samn­ingi Lands­virkj­unar við Rio Tinto Alcan vegna álvers­ins í Straums­vík 2010 urðu ákveðin vatna­skil þar sem álverðsteng­ing var ekki í samn­ingn­um. Þar með var dregið veru­lega úr áhættu Lands­virkj­un­ar. Í kjöl­far­ið tók með­al­verðið í raf­orku­sölu Lands­virkj­unar til stór­iðju aftur að skríða upp á við í átt að með­al­verði í heim­in­um.

Þarna skiptir reyndar líka máli að umrætt með­al­verð í heim­inum hefur und­an­farið verið að lækka og þar með koma til móts við með­al­verð Lands­virkj­unar (þarna hafa alls­konar breytur mikil áhrif, t.d. geng­is­fall rúss­nesku rúblunnar sem hefur snar­lækkað orku­verð til margra álvera í Rúss­land­i). Ennþá er þó með­al­verð Lands­virkj­un­ar til stór­iðju tals­vert langt undir með­al­verði til álvera í heim­in­um.

Sá munur gæti auk­ist á ný ef orku­verð í heim­inum fer upp á við. Fyrst og fremst er al­gert grund­vall­ar­at­riði fyrir Lands­virkjun og Ísland að ná fram samn­ingum sem skila veru­legri aukn­ingu í arð­semi af orku­söl­unni - ekki síst þegar stór­iðju­samn­ingar losna. Þá gæti hið ótrú­lega jafn­vel ger­st; að með­al­verð Lands­virkj­unar til iðn­aðar næði heims­með­al­tali raf­orku­verðs til álvera. Von­andi hefur þó Lands­virkjun ennþá metn­að­ar­fyllri mark­mið.

Strönduð íslensk orka



Okkur Ágústi hefur orðið tíð­rætt um með­al­verð á raf­orku til stór­iðju. Úr því þetta er hér til umræðu er til­efni til að vekja athygli á því, að það vill svo til að jafn­vel þó svo raf­orku­verð til álvera á Íslandi væri ­yfir með­al­verði álvera í heim­in­um eða jafn­vel yfir með­al­verði til álvera í Evr­ópu - sem það þó er vel að merkja ekki eins og hér hefur áður verið nefnt - þá væri Ísland engu að síður í ein­hverri allra slök­ustu stöð­unni í sam­an­burði á orku­sölu þjóða.

Þetta er um margt dap­ur­leg stað­reynd. En stafar af því að íslensk orka hefur ekki átt og á ekki aðgang að mörk­uðum þar sem hátt raf­orku­verð býðst. Orkan er strönd­uð.

Áliðn­aður leitar þangað sem hann fær ódýrust­u ork­una. Það er ekki til­viljun að Ísland er stærsti álf­ram­leið­andi heims (miðað við stærð þjóða). Ástæðan er lágt verð á raf­orku; verð sem í ára­tugi hefur verið lægra en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um. Með þessu er ekk­ert verið að rægja áliðn­að­inn, heldur bara benda á hið eðli­lega sam­band álvera og orku­verðs (þetta eðli­lega sam­band stafar af því hversu óskap­lega mikla raf­orku þarf til að vinna álið úr súrál­in­u).

Með­al­verð til álver­a á Íslandi er tákn­mynd fyrir lítt arð­saman raf­orku­geira



Það eru vissu­lega til lönd þar sem með­al­verð á raf­orku til álvera er ennþá lægra en hér á landi (þar er Kanada besta dæm­ið). En þegar svo háttar til, þá er það ávallt svo að miklu lægra hlut­fall af raf­orku­söl­unni í við­kom­andi landi fer til álvera en er hér á landi. Hér er þetta hlut­fall alveg geysi­lega hátt; um eða yfir 70% (stór­iðjan öll fékk hér um 77% af raf­orkunni 2014).

Það er sem sagt svo að sum lönd eiga auð­velt með að bjóða álverum raf­orku á mjög lágu verði, en njóta samt mjög góðrar með­alarð­semi af raf­orku­vinnsl­unni (því hlut­fall álvera í orku­söl­unni er ekki nærri því eins yfir­gengi­lega hátt eins og hér á land­i). Nor­egur er ágætt dæmi um slíkt land, auk Kanada og fleiri landa.

Hér á landi er aftur á móti arð­semin í raf­orku­vinnsl­unni nán­ast dæmd til að verða kaf­færð vegna hins mikla umfangs áliðn­að­ar­ins. Nema að það tak­ist að hækka raf­orku­verðið hér til álver­anna veru­lega -og/eða minnka hlut­fall áliðn­aðar í heild­ar­notkun á íslenskri raf­orku. Af fréttum und­an­farin miss­eri og ár er aug­ljóst að þetta er Lands­virkjun einmitt með að mark­miði (þ.e. að auka arð­sem­ina). Það mark­mið er bæði skyn­sam­legt og eðli­legt og líka hag­kvæmt fyrir þjóð­ina.

Hið geysi­háa hlut­fall áliðn­aðar hér á Íslandi er tákn­mynd um lítt arð­saman raf­orku­geira. Þess vegna er svo áríð­andi að við skoðum af opnum huga öll tæki­færi til fjöl­breytt­ari raforku­sölu. Og að við skiljum mik­il­vægi þess að nota tæki­færið þegar raf­orku­samn­ingar álvera renna út, til að beina orkunni í sem arð­samastan far­veg. Þetta er afar mik­il­vægt að við höf­um í huga, þegar við ­lesum full­yrð­ingar um að ­með­al­verð á raf­orku til álvera á Íslandi sé hærra en í ein­hverjum öðrum lönd­um. Í slíkum sam­an­burði má ekki gleym­ast hversu óvenju hátt hlut­fall af raf­orkunni fer hér til álvera.

Óró­leiki hjá Norð­ur­áli vegna fram­tíð­ar­inn­ar?



Eitt af því jákvæð­asta sem gerst hefur í íslensku efna­hags­lífi síð­ustu árin er að raf­orku­verð Lands­virkj­unar til stór­iðju og iðn­aðar sem hlut­fall af álverði hefur farið hækk­andi. En það er mik­il­vægt að muna að sú jákvæða þróun er mest­öll til komin vegna nýja raf­orku­samn­ings­ins við Straums­vík. Að auki skipta nýlegir samn­ingar við önnur iðn- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki þarna líka máli, s­br. gagna­ver, en þó fremur litlu enn sem komið er því hlut­falls­lega er þar ennþá um lítið orku­magn að ræða. Það hlut­fall mun von­andi vaxa hratt.

Álverið í Straums­vík er sem sagt farið að greiða veru­lega hærra raf­orku­verð. Ál­ver Fjarða­áls og Norð­ur­áls eru aftur á móti ennþá bæði að njóta raf­orku­verðs sem er með því lægsta í heimi. Þess vegna er Norð­ur­áli / Cent­ury Alu­m­inum nú afar mikið í mun að ástandið breyt­ist ekki og að álverið á Grund­ar­tanga verði áfram sú dásam­lega mjólk­urkú hagn­aðar sem verið hef­ur. Alcoa þarf aftur á móti ekki að vera að stressa sig yfir þessu í bili - því hinn risa­vaxni og álverðstengdi raf­orku­samn­ingur Fjarða­áls gildir til 2048!

Gíf­ur­leg­ir hags­munir Norð­ur­áls og Cent­ury Alu­m­inum



Þarna eru geysi­legur fjár­hags­legir hags­munir í húfi. Bæði fyrir Lands­virkjun og fyrir við­kom­andi stór­iðju­fyr­ir­tæki. Þegar raf­orku­samn­ingur Cent­ury vegna Norð­ur­áls rennur út, sér fyr­ir­tækið fram á mjög mikla hækkun á raf­orku­verði (senni­lega á bil­inu 50-100%). Þess vegna kom mér ekk­ert á óvart að grein­ar­skrif mín um þetta mál legð­ust illa í stjórn­endur Norð­ur­áls - því þau skrif kynnu að leiða fólki í ljós hið svaka­lega lága orku­verð sem Norð­urál greiðir fyrir ork­una frá Lands­virkj­un.

Almenn­ingur á Íslandi gerir sér því miður enn­þá litla grein fyrir þeim hags­munum sem þarna er um að ræða. Hér verður þetta ekki rakið ítar­lega, heldur látið nægja að minna á að hags­mun­irnir þarna vegna mögu­legrar hækk­unar raf­orku­verðs­ins, ef Norð­urál ætlar að við­halda sinni fram­leiðslu, jafn­gilda nokkrum millj­örðum ISK árlega og tugum millj­arða ISK yfir samn­ings­tíma svona orku­samn­inga.

Þarna er í reynd um að ræða auð­lindaarð­inn af íslensku orku­lind­un­um. Stóra spurn­ingin er hvert þessir tugir millj­arða, sem orku­auð­lindin getur þarna skilað auka­lega í formi auð­lindaarðs, munu renna. Norð­urál og Lands­virkjun munu takast á um þetta í við­ræðum um mögu­lega áfram­hald­andi orku­sölu - í aðdrag­anda þess þegar orku­samn­ing­ur­inn rennur út. Stóra spurn­ingin er hvort þessi geysi­legu verð­mæti renna í vasa eig­enda Norð­ur­áls (þar sem stærsti hlut­haf­inn gegnum Cent­ury er hrá­vöruris­inn Glencore) eða til Lands­virkj­unar og þar með til íslenska rík­is­ins og íslensks almenn­ings.

Norð­urál talar gegn Cent­ury Alu­m­inum



Þá er að snúa sér að því sem Ágúst segir um samn­ings­tíma raf­orku­samn­ings Norð­ur­áls og Lands­virkj­un­ar:

Ágúst skrif­ar: Ket­ill segir að orka sé að losna frá Norð­ur­áli árið 2019. Það er ekki rétt. Þessi orka er samn­ings­bundin með sér­stöku fram­leng­ing­ar­á­kvæði í samn­ing­un­um. Norð­urál er að nota þessa orku í dag og ætlar að nota hana áfram um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Hún er því ekk­ert að losna – það er mis­skiln­ingur Ket­ils.

Þessi full­yrð­ing Ágústs er mjög athygl­is­verð. Því hún er bein­línis í and­stöðu við þær opin­beru upp­lýs­ingar sem liggja fyrir um raf­orku­samn­ing Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls. Í þessu sam­bandi má nefna að þann 30. apríl s.l. (2015) var eft­ir­far­andi haft eftir Mich­ael Bless, for­stjóra Cent­ury Alu­m­inum, í tengslum við upp­gjör Cent­ury á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins:

At Grund­ar­tangi, the contract with the national power company expires in 2019. This […] repres­ents just about 30% of the plants power requirem­ent. […] The contract says that the two parties should be talking now even at this early time.

Ég leyfði mér að taka mark á þessum orðum for­stjóra Cent­ury um að samn­ing­ur­inn rynni út 2019 (expires in 2019). En ef þetta voru rangar upp­lýs­ingar eða rangt eftir for­stjór­anum haft, væri vissu­lega gott ef Ágúst eða for­stjóri Norð­ur­áls eða for­stjóri Cent­ury leið­rétti það. Og ekki síður gott ef þeir myndu upp­lýsa um það til hversu margra ári samn­ing­ur­inn hafi fram­lengst – að þeirra mati. Ég hef ekki séð neina frétta­til­kynn­ingu þess efn­is; hvorki frá Norð­ur­áli eða Cent­ury, né frá Lands­virkj­un.

Að auki má svo vísa til heima­síðu Cent­ury Alu­m­inum, þar sem nú segir orð­réttPower is supp­lied from geothermal and hydro sources under vari­ous long-term contracts expir­ing between 2019 and 2036. Þarna er aftur vísað til samn­ings­ins sem rennur út 2019 og ekk­ert minnst á fram­leng­ing­ar­mögu­leika. Samt held­ur Ágúst því fram að orku­samn­ing­ur­inn við Lands­virkj­un sé ekki að renna út 2019; slíkt sé bara tómur mis­skiln­ingur og bull. Sem kann að vera rétt hjá honum en er þá mjög und­ar­legt í ljósi upp­lýs­ing­anna frá Cent­ury.

Norð­urál talar gegn öðrum fyr­ir­liggj­andi gögnum



Það er líka til­efni til að vekja hér athygli á öðrum upp­lýs­ingum um lengd raf­orku­samn­ings­ins. Þar er um að ræða skýrslu sem iðn­að­ar­ráð­herra lagði fyrir Alþingi í nóv­em­ber 2011. Sú skýrsla ber tit­il­inn Heild­stæð orku­stefna fyrir Ísland. Þar er m.a. birt yfir­lit um það hvenær orku­samn­ingar við stór­iðj­una hér renna út (sjá bls. 56-57 í skýrsl­unn­i).

Í þeirri skýrslu segir að orku­samn­ingur við Norð­ur­ál, sem nemi um 186 MW, renni út 2019. Þetta er sama orkan og ég vís­aði til í grein minni. Tekið skal fram að umrædd skýrsla var unnin af sér­stökum stýri­hópi sem í sat m.a. Orku­mál­stjóri lands­ins; Guðni A. Jóhann­es­son. M.a. í því ljósi taldi ég mega treysta að umræddar upp­lýs­ingar um gild­is­tíma raf­orku­samn­ing­anna væru rétt­ar. Og að samn­ing­ur Norð­ur­áls við Lands­virkjun renni í reynd út 2019.

Einnig studd­ist ég við skýrslu sem Hatch vann vegna Norð­ur­áls árið 2003. Þar er raf­orku­samn­ingi Norð­ur­áls við Lands­virkjun lýst af veru­legri nákvæmni. Enda var þessi skýrsla Hatch gagn í tengslum við fjár­mögnun Norð­ur­áls vegna stækk­unar álvers­ins og því mik­il­vægt að í henni væri bæði nákvæmt og rétt farið með stað­reynd­ir. Í þeirri skýrslu er ekk­ert minnst á tæki­færi til fram­leng­ingar eft­ir 2019, heldur segir þar orð­rétt (bls. 25-26 í skýrsl­unn­i):

The orig­inal Power Contract between Lands­virkjun and Norð­urál was signed on 7 Aug­ust 1997 and is valid until 31 Oct­o­ber 2018. This contract provides suffici­ent power for Norð­urál Phase I prod­uct­ion of 60,000t­pa. An amend­ment to the orig­inal contract was signed on 29 Oct­o­ber 1999 and extends the vali­dity of the orig­inal contract to 31 Oct­o­ber 2019. This amend­ment ena­bles the incr­e­ase in toll con­version rate to 90,000 tpa alu­minium from the 60,000 tpa of Phase I.

Enn og aftur er þarna talað um að raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls renni út árið 2019 (vali­dity of the orig­inal contract to 31 Oct­o­ber 2019).

Birtir Norð­ur­ál raforku­samn­ing­inn?



Af ofan­greind­u ættu allir að sjá að ég var í marg­faldri góðri trú þegar ég áleit að raf­orku­samn­ing­ur­inn rynni út 2019. Það virð­ist líka aug­ljóst að býsna margt þurfi að leið­rétta í fyrri upp­lýs­inga­gjöf Cent­ury. Það hlýtur t.d. að skipta marga hlut­hafa í Cent­ury Alu­m­inum, sem er skráð í kaup­höll vestra, tals­verðu máli hvort helsta hagn­að­ar­ein­ing fyr­ir­tæk­is­ins kann að missa þriðj­ung­inn af raf­orku sinni 2019 eða ein­hverjum árum síð­ar.

Eft­ir um­rædda full­yrð­ingu Águsts um að Norð­urál hafi fullan aðgang að orkunni skv. samn­ingnum við Lands­virkjun eftir 2019, er áríð­andi að Cent­ury útskýri und­an­bragða­laust öll atrið­i ­sem lúta að gild­is­tíma raf­orku­samn­ings­ins. Þetta kann vissu­lega að hafa verið gert nýver­ið, en ég hef þó enga slíka frétta­til­kynn­ingu séð og fyrr­nefndar upp­lýs­ing­arnar á vef­síðu Cent­ury segja sitt.

Loka­orð



Með ofan­greindum athuga­semdum mínum tel ég mig hafa hrakið alla gagn­rýni Ágústs á skrif mín. Ég vil svo líka vekja athygli á því að í allri sinni gagn­rýni forð­ast Ágúst það eins og heitan eld­inn að upp­lýsa um það hvaða raf­orku­verð Norð­urál er að greiða miðað við álverð á hverjum tíma. Ef Norð­urál vill áfram malda í móinn um raf­orku­verð og með­al­verð og CRU, vil ég hvetja fyr­ir­tækið til að koma hrein­lega fram við þjóð­ina og birta samn­ing sinn við Lands­virkj­un. Strax og und­an­bragða­laust.

Þá gætum við öll orðið betur upp­lýst og hætt að velta vöngum um bæði raf­orku­verðið og samn­ings­tím­ann. Ég efast um að Lands­virkjun hafi eitt­hvað á móti því að umræddur samn­ingur yrði birtur - þó ég geti vissu­lega ekki full­yrt neitt um það. En ég fæ ekki séð að þessi gamli samn­ingur geymi nein við­kvæm við­skipta­leynd­ar­mál í huga Lands­virkj­un­ar. Og hver er það þá sem þarf að halda í leynd­ina?

Álfyr­ir­tækin á Íslandi eru í þægi­legri stöðu. Þau starfa hér í bómull­ar­um­hverfi þar sem þau hafa t.a.m. aldrei þurft að birta neinar upp­lýs­ingar um hvað þau greiða fyrir risa­vaxna nýt­ingu á orku­auð­lindum Íslend­inga; orku­auð­lindir hvers nýt­ing hefur óhjá­kvæmi­lega oft kallað á tölu­verð og jafn­vel umfangs­mikil umhverf­is­spjöll. En svo hika þessi sömu stór­iðju­fyr­ir­tæki, í eig­u er­lendra stór­fyr­ir­tækja, ekki við að kalla það bull ef fram koma upp­lýs­ingar sem sýna að raf­orku­verðið til þeirra er mjög lágt.

Nú reynir á hvort Norð­ur­ál taki áskor­un minni og horf­ist í augu við þjóð­ina með þær upp­lýs­ingar uppi á borðum hvenær samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins rennur út og hvert raf­orku­verðið nákvæm­lega er - með raf­orku­flutn­ingi og án raf­orku­flutn­ings­ins. Þar með yrði þá óum­deilt hvert verðið er. Kannski ætti ég ein­fald­lega að birta þessar upp­lýs­ingar - því ég veit þetta. Ég held samt að það væri mun þrifa­legra að Norð­urál sjálft stigi það skref.

Um gild­is­tíma raf­orku­samn­ings­ins vil ég að lokum nefna það aft­ur að þar ber upp­lýs­ingum Ágústs ekki saman við það sem áður hefur komið fram um gild­is­tíma samn­ings­ins. En ef það er rétt, sem Ágúst seg­ir, að Cent­ury geti fram­lengt samn­ing­inn ein­hliða - og hafi eða hygg­ist gera það - þá eru það sann­ar­lega slæm tíð­indi fyrir íslensku þjóð­ina. Því það mun draga það ennþá meira á lang­inn að hér náist eðli­leg og sann­gjörn arð­semi af raf­orku­vinnslu Lands­virkj­un­ar.

Að síð­ustu vil ég hvetja les­endur þess­arar greinar til að lesa einnig vand­lega mína upp­haf­legu grein, sem skrif Ágústs eru sprottin af, svo og grein hans. Og ef ein­hver les­andi telur þá ennþá eitt­hvað óljóst í mínum skrifum hvet ég við­kom­andi til að hafa sam­band við mig og óska nán­ari skýr­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None