Auglýsing

Hæ krakkar og nú er ég sér­stak­lega að tala við ykkur sem eruð með mér í því að vera meðal­jón­ar. Og ég veit að ég næ eyrum margra núna því við meðal­jón­arnir erum fleiri en okkur grun­ar. Við bara vitum ekki hvert af öðru því við reynum alltaf að láta lítið á okkur bera og tölum aldrei sam­an. Hingað til höfum við ekki þorað fyrir okkar litla rúm­fatala­gerslíf að láta ræki­lega í okkur heyra því við viljum ekki draga athygl­ina að því hvað við erum í raun miklir lúð­ar­. ­Sem við erum.

En nú er komið nóg af því að læð­ast með­fram veggjum með allt okkar glat­aða dót og glöt­uðu mein­ingar í eft­ir­dragi. Nóg komið af því að þjást í hljóði allan lið­langan dag­inn. Að okkur er sótt úr öllum áttum og nú verðum við að standa saman til að verj­ast. 

Auglýsing


Hvernig er þetta til dæmis þegar við förum út til að viðra okkur rétt aðeins? Hverjum hefði dottið í hug fyrir ekki nema ári síðan að í dag yrði ekki hægt að dratt­ast á hlaupa­gall­anum út í Gróttu án þess að fá hjól­reiða­menn í odda­flugi fram­hjá sér á 60 kíló­metra hraða sem nán­ast klippa af þér útlim ef þú svo mikið sem mis­stígur þig á vit­lausu mómenti? Allir í eins dressum á mjög alvar­legum keppn­is­hjólum sem kosta meira en bíl­skrjóður venju­legrar fjöl­skyldu. Loks­ins þegar maður var orð­inn ánægður með sitt heið­ar­lega fjalla­hjól eða skokk­ara­græjur þá kemur þetta. Því auð­vitað og enn ekki hvað er maður alltaf skrefi á eft­ir. Loks­ins stokk­inn um borð í mara­þon­lest­ina að mynd­ast við að juss­ast eftir stígum og hólum og hæðum og þykj­ast vera að æfa fyrir mara­þon en nei nei, þá er liðið sem hljóp fjögur mara­þon í fjórum heims­álfum fyrir þremur árum hjólandi upp og niður Esj­una í beinni. Löngu búið að láta bræða hlaupa­skóna saman í stóra ljósakrónu sem hangir á Kaffi Vest. Því allt skal nýta. Ann­ars ertu ill­menni.



Loks­ins stokk­inn um borð í mara­þon­lest­ina að mynd­ast við að juss­ast eftir stígum og hólum og hæðum og þykj­ast vera að æfa fyrir mara­þon en nei nei, þá er liðið sem hljóp fjögur mara­þon í fjórum heims­álfum fyrir þremur árum hjólandi upp og niður Esj­una í beinni.



Nán­ast alls­staðar er ein­hver að taka þátt í sam­sær­inu gegn okk­ur. Tökum heildsal­ana sem dæmi. Maður er kannski nýbúin að skella matta blóma­vas­anum með geita­hár­unum frá Zakynt­hos út í glugga og kaupa nýjasta blend­er­inn með réttu hnífs­blöð­unum sem eyða ekki nær­ing­ar­efnum úr græn­met­inu og þá er þetta lið í heilu utan­lands­ferð­unum þar sem það sækir sér­stakar sýn­ingar um hvernig það getur snúið á okkur lúð­ana. Þetta kemur með nýtt djönk „að utan”, helst úr konsept­búð, og alltaf skal passað upp á að láta okkur ekki vita fyrir fram hvað í vændum er. Og svo er maður bara: Fokk. Þetta er eins og þegar allir mættu á bekkj­ar­ballið með spreyjað hárið en létu þig ekki vita. Enn á ný er maður lentur undir hjóla­hjörð­inni.



Og ekki finnur maður frið á sam­fé­lags­miðl­unum ef flótti í netheima átti ein­hvern tím­ann að vera lausn mála. Um dag­inn sil­að­ist ég inn á Twitter og ákvað að „vera þar” af því ég er svo ótrú­lega fyndin og snið­ug, að ég hélt. Næsta dag sá ég svo ein­hverja þrjú­þús­undsinnum sniðugri týpu en mig skrifa: „Ekki lengur hægt að vera hérna, það eru allir komnir hing­að, Twitter er að breyt­ast í Face­book. #ástæð­ur­til­að­hætta­átwitt­er”. Svo, á góðri viku þegar mér finnst ég sjúk­lega hress og kepp­ist við að vera fave-andi og rí-tví­tandi (ég veit ekki einu sinni hvort þetta séu réttir frasar, senni­lega ekki) þá fækkar í foll­ower hópnum mín­um, sem hljóp nú ekki á neinum hund­ruðum fyr­ir.



Um dag­inn sil­að­ist ég inn á Twitter og ákvað að „vera þar” af því ég er svo ótrú­lega fyndin og snið­ug, að ég hélt.



Svo er maður kannski nýbúin að læra að það er snið­ugt að hakka döðlur út í ógeðs­græna djús­inn. En þá er auð­vitað komið eitt­hvað nýtt og „betra” rugl í gang. Já já, eitt­hvað nýtt farið að trenda sem eng­inn segir manni frá­. Ekki fyrr en maður mætir í rækt­ina (ef ég færi í rækt­ina) með döðlu­bit­ana fljót­andi í brús­anum eins og hakk­aðar fiski­fl­ugur á meðan allir hinir eru að sprauta sig með ólífu­olíu beint frá jór­dönskum bónda.



Síðan er það harmsagan um heim­il­ið. Loks­ins þegar maður drull­ast til að mála stof­una í antík­-bein­t-frá-­burð­i-milda-milli­-brúna tón­inum og býður nágrann­anum til að sjá er manni boðið til hans á móti og upp­götvar sér til skelf­ingar að strák­arnir hjá „Veggur og fóð­ur” eru nýbúnir að vegg­fóðra alla veggi grann­ans með neta­grænum lit sem virkar hvítur ef þú ert með rauða áru og nafnið þitt endar á sér­hljóða. Ann­ars virkar þetta gult. Eða bara það sem þú vilt. Þið vit­ið. Auð­vitað vitið þið. Annað en við.



­Nið­ur­staðan í þess­ari vit­leys­is­súpu er sú að maður á ekki séns. Þetta fólk finnur alltaf leið til að snúa á mann.



Nið­ur­staðan í þess­ari vit­leys­is­súpu er sú að maður á ekki séns. Þetta fólk finnur alltaf leið til að snúa á mann. Það er alltaf ein­hver til­bú­inn til að gera dótið manns glat­að. Ein­hver sem bíður handan horn­ins með týpu­gang­inn að vopni. Alltaf einu smart­ara skrefi á und­an.



En auð­vitað verður þetta allt í lagi. Við meðal­jón­arnir höldum bara okkar venju­lega, útreikn­an­lega striki og reynum að vera hress­ir. Reynum að gera okkar besta. Við verðum mættir í góðu stuði á keppn­is­hjólin næsta sumar þegar allir hinir verða farnir á panda­tamn­inga­nám­skeið í Kína til styrktar kór­al­rif­unum í Suð­ur­-­Kyrra­hafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None