Tilraunir á börnum

9144959740_7418339a5b_b.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu dögum hafa orðið miklar deilur um aðferðir við lestr­ar­kennslu yngstu barna í grunn­skóla. Fjöl­miðlar hafa flutt af því fréttir að sam­kvæmt Mennta­mála­stofnun hafi árangur í stærð­fræði, íslensku og lesskiln­ingi versnað í skólum sem inn­leitt hafa verk­efnið „Byrj­enda­læsi“.

Mið­stöð skóla­þró­unar við Háskól­ann á Akur­eyri sem vinnur með mörgum grunn­skólum um land allt að efl­ingu byrj­enda­læsis hefur vísað þessum full­yrð­ingum á bug og áréttar að aðferða­fræðin hafi skilað góðum árangri.

Mennta­mála­stofnun hefur á hinn bóg­inn vísað gagn­rýni Mið­stöðvar skóla­þró­unar á bug og stendur við nið­ur­stöður sín­ar.

Auglýsing

Erfitt er fyrir for­eldra yngstu barna og almenn­ing í land­inu að átta sig á því hvernig þetta mál er vax­ið.

Hvað er byrj­enda­læsi?



Byrj­enda­læsi sam­virk kennslu­að­ferð sem byggð er á alþjóð­legum rann­sóknum og þróuð á vegum Mið­stöðvar skóla­þró­un­ar. Alls hafa um 80 skólar víðs­vegar um landið inn­leitt Byrj­enda­læsi.

Meg­in­mark­mið Byrj­enda­læsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skóla­göng­unni, bæði þau sem eiga eftir að læra staf­ina og hin sem eru farin að lesa sér til skemmt­un­ar. Verk­efnið leggur áherslu á að unnið sé heild­stætt með tal, hlust­un, lestur og rit­un, auk þess sem hljóð­vit­und, rétt­rit­un, skrift, orða­forði, setn­inga­bygg­ing og mál­fræði er hluti af ferl­inu.

Þessi heild­stæða nálgun er þannig nokkuð frá­brugðin eldri aðferðum sem leggja meiri áherslu á lestr­ar­tækn­ina sem slíka. Vita­skuld er lestr­ar­tækni þó mik­il­vægur hluti byrj­enda­læsis og kenn­arar hafa alla tíð leit­ast við að tengja lestur við aðra þætti íslensku­kennslu.

Hvað segja gögn­in?



Þegar meta á áhrif verk­efna á borð við byrj­enda­læsi er mik­il­vægt að fram fari bæði innra símat þeirra sem starfa að verk­efn­inu og reglu­bundið ytra mat óháðra aðila á lyk­il­mæli­kvörð­um.

Innra símat er inn­byggt í aðferða­fræði byrj­enda­læsis og gögn Mið­stöðvar skóla­þró­unar sýna fram á fram­farir nem­enda og ánægju með verk­efn­ið. Staða nem­enda er metin þrisvar á ári og ítar­legar nið­ur­stöður ligga fyrir um fram­vindu verk­efn­is­ins milli ára, skóla og kynja.

Minn­is­blað Mennta­mála­stofn­unar sýnir að þeir skólar sem lengst hafa unnið sam­kvæmt aðferða­fræði byrj­enda­læsis í 1. og 2. bekk standa sig ekki betur en aðrir skólar í stærð­fræði, íslensku og und­ir­þætt­inum lesskiln­ingi á sam­ræmdum prófum í 4. bekk. Raunar bendir minn­is­blaðið til þess að þessir skólar skori að jafn­aði 1 punkti lægra á sex­tíu punkta skala á átt­unda ári eftir upp­töku byrj­enda­læs­is.

Mið­stöð skóla­þró­unar hefur bent á að staðlar nið­ur­stöður sam­ræmdra prófa nái til afar tak­mark­aðs hluta mark­miða byrj­enda­læs­is, sýni ein­ungis breyt­ingar á inn­byrðis stöðu skóla milli ára og all­margir nem­endur skipti um skóla milli 1. og 4. bekkj­ar. Umtals­verðar sveiflur og fremur lítil fylgni séu á frammi­stöðu ein­stakra skóla yfir tíma og með­al­tal til­tek­ins skóla á fjög­urra ára tíma­bili skýri aðeins 16% frammi­stöðu átta árum síð­ar. Loks séu ýmis tækni­legri vand­kvæði sem ekki verða rakin hér.

Mennta­mála­stofnun hefur ekki gefið álit á nið­ur­stöðum innra mats Mið­stöðvar skóla­þró­un­ar.

Birt­ingar á rit­rýndum fræði­legum vett­vangi eru for­senda þess að nið­ur­stöður geti talist áreið­an­leg vís­inda­leg þekk­ing.  Hvorki nið­ur­stöður Mið­stöðvar skóla­þró­unar né Mennta­mála­stofn­unar hafa verið birtar á slíkum vett­vangi.

Hvaða hags­munir eru í húfi?



Mestu máli skipta að sjálf­sögðu hags­munir íslenskra skóla­barna af því að unnið sé mark­visst að því að vekja áhuga þeirra á lestri, kenna þeim lestr­ar­tækni og auka ánægju þeirra af lestri. Aðrir aðilar hafa jafn­framt hags­muni sem gott er að hafa í huga í umræð­unni.

Mennta­mála­ráð­herra hefur boðað umbylt­ingu í lestr­ar­kennslu sem krefst þess að núver­andi sam­starfi verði hætt og nýtt fyr­ir­komu­lag byggt frá grunni.

Mið­stöð skóla­þró­unar hefur ára­tuga reynslu af sam­starfi við sveit­ar­fé­lög og skóla um þróun í skóla­starfi og fyr­ir­ætl­anir mennta­mála­ráð­herra um að færa þró­un­ar­starf í lestr­ar­kennslu undir Mennta­mála­stofnun myndu gera sam­starfið að engu.

Mennta­mála­stofnun hefur fengið fjár­veit­ingu frá rík­inu til að ráða fjölda starfs­manna til að taka við lestr­ar­ráð­gjöf í öllum skólum lands­ins. Mennta­mála­stofnun er því beggja vegna borðs­ins sem hags­muna­að­ili og óháður mats­að­ili.

Hvað ber að gera?



Síð­ustu daga hefur orðið mik­ill og alvar­legur trún­ar­brestur milli for­eldra, kenn­ara, lestr­ar­ráð­gjafa, emb­ætt­is­manna og stjórn­mála­manna. Við það verður ekki unað.

Þótt upp­lýst umræða á síðum dag­blað­anna sé mik­il­væg í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi er bein og milli­liða­laus sam­skipti sér­fræð­inga for­senda slíkrar umræðu. Þeir aðilar sem eiga að stunda ytra mat verða að kynna sér mark­mið, aðferðir og innra símat þeirra sem starfa á vett­vangi, og skóla­fólk verður að kynna sér nið­ur­stöður ytra mats með opn­um, gagn­rýnum huga.

Deilur um kosti og galla mis­mun­andi aðferða við lestr­ar­kennslu verða aðeins útkljáðar á rit­rýndum vett­vangi mennta­vís­ind­anna.

Umfram allt verður að forð­ast að póli­tískar keilur séu slegnar á kostnað íslenskra skóla­barna.

Kjartan Ólafs­son er lektor við Háskól­ann á Akur­eyri, og Þór­oddur Bjarna­son er pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None