Greiningardeild Arion: Móttaka flóttamanna kostnaðarsöm en langtímaáhrifin jákvæð

rsz_h_52200769.jpg
Auglýsing

„Í stuttu máli má segja að mót­taka flótta­manna í stórum stíl væri stórt og ærið verk­efni sem mun verða kostn­að­ar­samt og krefj­ast sam­vinnu margra. Til lengri tíma virð­ast þó áhrifin vera jákvæð fyrir efna­hags­líf­ið.“

Þetta segir í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deildar Arion banka í dag þar sem fjallað er um mót­töku flótta­fólks út frá efnags­legu sjón­ar­horni. Í grein­ing­unni segir að þegar stór hópur fólks komi til lands­ins, eins og líkur hafa auk­ist á að verði, þá hafi hann efna­hags­leg áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. „­Staða flótta­manna er fyrst og fremst mann­úð­ar­mál og þröngt efna­hags­legt sjón­ar­horn verður aldrei ráð­andi þáttur í ákvarð­ana­töku um mót­töku þeirra. Þar munu aðrir og mik­il­væg­ari þættir ráða. Engu að síður er áhuga­vert og mik­il­vægt að skoða hver efna­hags­legu áhrifin geta verið af mót­töku flótta­manna og er það efni þessa mark­aðs­punkt­ar,“ segir grein­ing­ar­deild­in.

Mót­töku flótta­fólks myndi fylgja tals­verður kostn­aður fyrst um sinn og nefnir grein­ing­ar­deildin sem dæmi kostnað við ferða­lagið til Íslands, útvegun húsa­skjóls, koma börnum í skóla og stuðn­ingur af ýmsu tagi. Til lengri tíma sé hins vegar um að ræða nýja íbúa á Íslandi sem eftir atvikum skili verð­mætum til þjóð­ar­bús­ins líkt og aðr­ir.

Auglýsing

Lýð­fræði­legur munur á Sýr­landi og Íslandi



Lýð­fræði­legar aðstæður á Íslandi og í Sýr­landi eru bornar saman í grein­inni, en gert er ráð fyrir að handa­hófs­kenndur hópur Sýr­lend­inga kæmi til lands­ins. Ald­urs­sam­setn­ing hans yrði þá tals­vert önnur en Íslend­inga. „Rúm­lega 30% þeirra væru börn 0-14 ára, en á Íslandi er hlut­fallið 20%. Aftur á móti væri mjög lít­ill hluti flótta­manna 65 ára og eldri, eða 4%. Í sam­an­burði við Ísland er Sýr­land fátækt land og var lands­fram­leiðsla á mann áður en stríðið braust út ein­ungis einn átt­undi af því sem ger­ist á Íslandi. Mennta­stig er einnig tals­vert lægra en á Íslandi og er 80% þjóð­ar­innar læs. Aftur á móti var skóla­sókn almenn fyrir stríð og gátu börn vænst að ganga í skóla í 12 ár. Þó er mennta­stig þjóð­ar­innar frekar lágt miðað við það sem ger­ist á Íslandi. Sam­an­dregið má því segja að hingað kæmi ungt fólk með frekar litla mennt­un.“

Sé gert ráð fyrir að hingað komi til lands flótta­menn sem þegar eru komnir til Evr­ópu, þá má búast við að hóp­ur­inn yrði að jafn­aði mennt­aðri og efn­aðri en meiri­hluti Sýr­lend­inga. Ástæðan er sú að ferða­lag þeirra frá heima­landi sínu til Evr­ópu er afar dýrt og ekki á allra færi.

Á Íslandi mun vanta vinnu­afl



Grein­ing­ar­deildin rifjar upp fyrri grein­ingu sína um þörf á erlendu vinnu­afli á Íslandi á kom­andi árum ef hag­vaxt­ar­spár ræt­ast og ekki hægir veru­lega á straumi ferða­manna til lands­ins. Kjarn­inn fjall­aði um málið í ágúst síð­ast­liðnum.

„Að óbreyttu er því lík­legra að fremur verði skortur á vinnu­afli en störfum á Íslandi í nán­ustu fram­tíð. Aftur á móti gæti það tekið tíma og stuðn­ing að koma fólki á vinnu­mark­að, ekki síst til að hæfi­leikar og menntun hvers og eins nýt­ist. Einnig er ólík­legt að flótta­menn myndu hafa nákvæm­lega þá þekk­ingu og reynslu sem íslenskt atvinnu­líf mun krefj­ast á næstu árum. Fjölgun starfa á næstu árum mun lík­lega að miklu leyti verða í ýmsum störfum tengdum ferða­þjón­ustu, sem eru fjöl­breytt en krefj­ast ekki alltaf sér­þekk­ingar eða reynslu. Þá er einnig kostur að fólkið sem hingað kæmi yrði lík­lega ungt, á meðan íslenska þjóðin er að eldast, sem að óbreyttu mun reyna mjög á líf­eyr­is­kerfið á næstu ára­tugum eins og við höfum bent á. Yngra vinnu­afl myndi vafa­laust hjálpa til við að leysa þann vanda.“

Sér­fræð­ingar grein­ing­ar­deildar Arion banka segja að hægt sé að fara í óend­an­legar vanga­veltur um þýð­ingu þess fyrir efna­hags­lífið ef hingað komi flótta­menn í þús­unda­tali. Slíkar vanga­veltur séu aftur á móti þýð­ing­ar­litlar ef ekki er stuðst við rann­sóknir sem liggja fyr­ir. Bent er á skýrslu Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar, útgefin fyrr í þessum mán­uði, þar sem fram kemur að inn­flytj­endur hafi almennt jákvæð áhrif á efna­hags­líf í þeim löndum sem þeir flytj­ast til. „Inn­flytj­endur greiða almennt skatta og opin­ber gjöld umfram það sem þeir fá frá hinu opin­bera (þetta styðja fleiri rann­sóknir) auk þess að koma með ýmsa færni og þekk­ingu inn í land­ið. Einnig hafa flótta­menn jákvæð áhrif á heima­lönd sín, m.a. með því að senda pen­ing heim og öðl­ast færni í nýju  landi sem ekki er í boði í heima­land­inu. Þá sýnir nýleg rann­sókn frá Ástr­alíu að flótta­menn þar í landi hafi jákvæð efna­hags­leg áhrif, auk þess sem farið er yfir ýmsar aðrar rann­sóknir þar sem nið­ur­staðan er að flótta­menn séu ekki byrði til lengri tíma, ólíkt því sem oft er haldið fram,“ segir í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deild­ar­innar í dag.

Í lok grein­ar­innar er vitnað í nýlegan leið­ara tíma­rits­ins The Economist, þar sem fjallað var um mál­efni flótta­manna. Þar sagði, í þýð­ingu grein­ing­ar­deildar Arion banka: „Fólk sem ferð­ast yfir eyði­merkur og úthöf til að kom­ast til Evr­ópu er ólík­legt til að vera slugs­arar þegar það kem­ur. Þvert á móti hafa rann­sóknir sýnt að inn­flytj­endur um allan heims séu lík­legri til að stofna fyr­ir­tæki heldur en heima­menn og ólík­legri til að fremja alvar­lega glæpi, auk þess að vera nettó greið­endur í rík­is­kass­ann. Ótt­inn um að þeir steli störfum og lækki laun á sér einnig litla stoð. Vegna þess að inn­flytj­endur koma með öðru­vísi færni, hug­myndir og tengsl, reyn­ast þeir jafnan hækka laun heima­manna, þó laun lítið mennt­að­ara heima­manna lækki lít­il­lega.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None