Össur: Handviss um að rikisstjórnin falli í næstu kosningum

VIll að stjórnarandstöðuflokkarnir lýsi því yfir fyrir kosningar að þeir muni mynda ríkisstjórn saman fái þeir umboð til þess.

Össur
Auglýsing

Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­mað­ur­ ­Sam­fylk­ing­ar­innar og þing­maður henn­ar, segir að miðað við póli­tíska stöð­u ­dags­ins í dag sé hann til í að bjóða hverjum sem er upp á veð­mál um að ­rík­is­stjórnin muni falla í næstu kosn­ing­um. Hann seg­ist telja að ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir eigi að lýsa yfir, að vinni þeir meiri­hluta í næstu kosn­ingum muni þeir mynda ­saman rík­is­stjórn. Ekki væri um kosn­inga­banda­lag að ræða heldur breið­fylk­ingu um að breyta stjórn­ar­skránni, kjósa um að­ild­ar­um­sókn og leysa deilur um fisk­veiði­stjórnun og hálendið í eitt skipt­i ­fyrir öll í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Össur seg­ist vel geta hugsað sér „að starfa ­með sjó­ræn­ingja fyrir borð­send­anum í stjórn­ar­ráð­in­u."

Þetta kemur fram í við­tali við Öss­ur í Frétta­blað­inu í dag.  

Þeir sem ekki fiska þurfa að taka pok­ann sinn

Í við­tal­inu ræðir Öss­ur einnig afleita stöðu Sam­fylk­ing­ar­innar í skoð­ana­könn­un­um, en flokk­ur­inn mæld­ist ­með 8,2 pró­sent fylgi í nýrri könnun Frétta­blaðs­ins. Hann hefur stöðugt mæl­st ­með mjög lágt fylgi þorra þessa kjör­tíma­bils eftir að flokk­ur­inn beið afhroð í kosn­ing­inum 2013, þegar hann fékk 12,9 pró­sent atkvæða.

Auglýsing

Aðspurður hvort það þurfi að ­skipta um for­mann í Sam­fylk­ing­unni segir Össur að það sé ekki hægt að setj­a alla stöð­una á herðar Árna Páli Árna­syni. Umbúð­ar­laust sagt vanti kraft og á­ræðni í flokk­inn. „Síð­ustu átján mán­uð­irnir í lífi rík­is­stjórnar Jóhönnu eiga ­mik­inn þátt í núver­andi stöðu. Staða stjórn­ar­skrár­máls­ins þegar Árni Páll tók við á kannski mest­an. Í bak­sýn­is­spegl­inum sýn­ist hún næstum hafa ver­ið ó­við­ráð­an­leg. En langvar­andi erf­ið­leikar hjá flokki vekja spurn­ing­ar. Stað­an ­sem nú er uppi kallar á end­ur­mat á vinnu­að­ferðum for­ystu og þing­flokks en bak við for­mann er stjórn flokks­ins og að auki fram­kvæmda­stjórn. Stjórn­mál í dag eru for­ystu­stjórn­mál. Gam­all og lit­ríkur leið­togi, Jón Bald­vin, hafði þá mön­tru að karl­inn í brúnni yrði að fiska. Ella þyrfti hann taka pok­ann sinn. Ég var ­sjálfur lát­inn taka minn poka og felldur í kosn­ingu af því að stabb­inn í flokkn­um var stór­huga og taldi að 32 pró­sent væri ekki nóg. “

Píratar póli­tískar frænkur og frændur Sam­fylk­ingar

Össur segir núver­and­i ­rík­is­stjórn alls ekki hafa staðið sig illa. Það blasi hins vegar við að það sé að ­skap­ast tæki­færi til að mynda rík­is­stjórn um jafn­ræði, jöfnun tæki­færa, meira ­vald til fólks, breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og breyt­ing­ar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Þessar hug­sjónir njóti í dag fylgis meiri­hluta Ís­lend­inga. Þótt Sam­fylk­ingin hafi tíma­bundið steytt á skeri þá gleðji þessi ­staða hann.

Össur segir Pírata og ­Sam­fylk­ing­ar­fólk í grund­vall­ar­at­riðum sam­mála um flest mál. Hann muni var­la eftir þing­máli frá þeim sem hann gat ekki stutt og að þeir hafi stutt mörg mál ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Vita­skuld þykir mér súrt í broti að minn flokkur sitj­i eftir en í þeirri stöðu get ég ekki annað en glaðst yfir að það skuli ver­a P­írat­ar, sem ég lít á sem póli­tíska frændur og frænkur, en ekki hægri flokk­ur, ­sem rífur til sín fylg­i.[...]Eftir banka­hrunið og svikin lof­orð um verð­trygg­ingu og þjóð­ar­at­kvæði um aðild­ar­um­sókn­ina treysta Íslend­ingar ekki ­lengur stjórn­mál­unum fyrir fram­tíð­inni. Þeir vilja ráða henni sjálf­ir. 

Í dag er ­staðan þannig að í öllum efnum sem varða lýð­ræð­is­legar umbætur og einnig þeim ­sem varða jöfnuð eru allir flokkar stjórn­ar­and­stöð­unnar í meg­in­at­riðum sam­mála. Ég tel að fyrir kosn­ingar eigi þessir flokkar að lýsa yfir, að vinni þeir ­meiri­hluta muni þeir mynda saman rík­is­stjórn, sem leggur höf­uð­á­herslu á að breyta stjórn­ar­skránni þannig að fólkið fái meiri völd. Það er ekki nóg að minni­hluti Alþingis geti vísað umdeildum málum í þjóð­ar­at­kvæði heldur verð­ur­ ­þjóðin sjálf að geta sett mál í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ef til­tek­inn fjöldi lýs­ir við þau stuðn­ingi. Það, ásamt ákvæði um sam­eign á þjóð­ar­auð­lind­um, eru fyr­ir­ mér aðal­at­rið­in. Sú rík­is­stjórn á jafn­framt að lýsa yfir ótví­ræðum vilja um að ­þjóðin fái sjálf að skera úr deil­unum sem hafa slitið hana í sund­ur, um hvern­ig á að haga stjórn fisk­veiða, hvort eigi að halda áfram við­ræðum um aðild að ESB og um fram­tíð hálend­is­ins. Þjóðin velur þá hvort hún vill lýð­ræð­is­stjórn­ ­fólks­ins eða þá stjórn sem er nún­a.“

Mak­ríl­deil­ur komu í veg fyrir að við­ræður klár­uð­ust

Öss­ur, sem var utan­rík­is­ráð­herra í síð­ustu rík­is­stjórn, segir að það hafi fyrst og fremst ­deilur um mak­ríl við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg sem ollu því að ekki tókst að ljúka við­ræðum um aðild Íslands að sam­band­inu á síð­asta kjör­tíma­bili. Hann ­segir einnig að krónan sem gjald­mið­ill sé fallin á próf­inu og geri Ísland að lág­launa­þjóð. „Í krafti krón­unn­ar gyrða bank­arnir sig í belti og axla­bönd sem heita ofur­vextir og verð­trygg­ing. Ég held að það sé ekki hægt að afnema böl verð­trygg­ing­ar­innar og Ís­lands­á­l­ags­ins á vext­ina nema taka upp nýjan gjald­mið­il. Þá eru fjór­ir val­kost­ir. Norð­menn gáfu þeim drag í aft­ur­end­ann sem vildu taka upp norsku krón­una, Seðla­bank­inn sagði afleik að taka upp Kana­da­doll­ar, við höfum lít­il við­skipti við Banda­ríkin þó að Banda­ríkja­dalur sé að standa sig vel, en okk­ar ­stærsta við­skipta­svæði er Evr­ópa. Í mínum augum er það bara evran sem kemur til­ ­greina.“

Hann vill ekki svara því beint hvort hann hafi áhuga á að bjóða sig fram til for­seta. Ó­tíma­bært sé að spek­úlera hvort Ólafur Ragnar Gríms­son hætti. „Sjálfur hef ég ­stutt hann þessi 20 ár, þó stundum hafi verið öldu­rót. Mér finnst í öllu fall­i svo­lítið óvið­kunn­an­legt þegar kvartað er undan því að hann sé ekki búinn að til­kynna um áform sín, jafn­vel þó ein­hverjir menn hafi árum saman gengið með­ ­for­set­ann í mag­an­um. Ég hef ekki verið í þeim hópi svo það sé í gadda sleg­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None