Aldrei neinn grundvöllur til að ráðast í allsherjar upptöku eigna slitabúa

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri gefur lítið fyrir gagn­rýni um að stjórn­völd hafi samið af sér í samn­ingum sínum við kröfu­hafa föllnu bank­anna, sem hefur meðal ann­ars komið frá Kára Stef­áns­syni og InDefence-hópnum

Í við­tali við DV í dag segir Már að hann muni ekki eftir neinum samn­ingi þar sem ein­hverjir hafi ekki ­stigið fram og gagn­rýnt hann. „Við höfðum aldrei neinn grund­völl til að ráðast í alls­herjar upp­töku á eignum slita­bú­anna. Ef við hefðum farið að nálg­ast los­un hafta með þeim hætti þá hefði það vænt­an­lega skemmt fyrir okkur varð­and­i láns­hæf­is­mat og orð­spor íslenska rík­is­ins. En við gátum hins vegar gengið eins langt í aðgerðum okkar og nauð­syn­legt var svo lengi sem þær voru grund­vall­að­ar á til­lögum sem fólu í sér lausn á greiðslu­jafn­að­ar­vand­anum sem upp­gjör slita­bú­anna skap­aði. Á þessu hömruðum við í allri vinn­unni og mót­að­ilar okk­ar ­gátu aldrei þrætt fyrir þessi rök. En ef við hefðum farið að ganga eitt­hvað ­lengra en þá þá hefðu þeir getað gert það.“

Skriður komst á með erlendu ráð­gjöf­unum

Í við­tal­inu ræðir Már ítar­lega hafta­los­un­ar­ferlið og segir að skriður hafi kom­ist á það þegar erlend­u ráð­gjaf­arnir komu að mál­inu sum­arið 2014 og menn fóru að vinna með raun­hæf­ar ­til­lög­ur. „Ég hafði alltaf gert mér grein fyrir því að þetta yrði að lokum að vera mála­miðlun og ég lagði mikla áherslu á að það væri mik­il­vægt að allir yrð­u á sama báti þegar nið­ur­staða kæmi. Ég var mjög ánægður með að það hafi orð­ið ­reynd­in. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það ánægju­legt að ­nið­ur­staðan sem náð­ist var svona nálægt því sem ég hafði almennt talið að ­þyrft­i.[...]Ég er mjög ánægður með hvernig þetta leyst­ist og ég held að sá fram­kvæmda­hópur um losun hafta sem skip­aður var í jan­úar hafi skipt sköp­un ­fyrir þessa vinnu enda vann hóp­ur­inn vel og var mjög lausn­a­mið­að­ur. Erlendur ráð­gjaf­arn­ir hjálp­uðu einnig mikið til auk þess sem það var unnin heil­mikil vinna í Seðla­bank­anum og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Það voru allir að róa í söm­u átt og það skilaði sér í þess­ari góðu nið­ur­stöð­u.“

Auglýsing

Mögu­legt hægt að losa höft í einu skrefi á næsta ári

Már segir við DV að eitt af þeim meg­in­við­miðum sem sett hefðu ver­ið í vinn­unni við losun hafta hefði verið að leysa vand­ann eins fljótt og mögu­legt var með eins ­lít­illi laga­á­hættu og áhættu fyrir láns­hæf­is­mat og orð­spor íslenska rík­is­ins og hægt var. 

Auk þess var reynt eftir fremsta megni að finna lausn sem væri í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar. „Þá var það lyk­il­at­riði að stjórn­völd höfðu lofað þjóð­inni að upp­gjör gömlu ­bank­anna myndi ekki fela í sér lækkun á gengi krón­unn­ar. Þegar okkur hafð­i ­tek­ist að kom­ast á þennan stað þá höfðun við engan grund­völl til að ganga ­lengra. Þeir sem tala fyrir því að þessi slitabú eigi að borga skaða­bætur fyr­ir­ það tjón sem bank­arnir eiga að hafa valdið Íslend­ingum verða þá að leita til­ lög­gjafans. Það yrði þá gert á allt öðrum grund­velli en að leysa höft­in. Það ­sem eftir situr er að okkur tókst að koma með lausn sem jafn­framt felur í sér­ hækkun á láns­hæf­is­mati rík­is­sjóðs og almenna við­ur­kenn­ingu á áætl­un­inni um losun hafta á alþjóð­legum vett­vangi. Það verður að telj­ast góð nið­ur­staða.“

Hann segir að stefnt sé að því að halda upp­boð á 250 millj­arða króna aflandskrónu­eign­um, sem að mestu eru í eigu nokk­urra sjóða, á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs . Í kjöl­farið muni vera hægt að losa höft á heim­ili og fyr­ir­tæki. „Ég úti­loka því ekki að það verði hægt að gera það mjög hratt og jafn­vel í einu skrefi ein­hvern tíma á næsta ári.“

Segir Davíð alveg mega gagn­rýna sig

Már hefur oft verið harð­lega gagn­rýndur fyrir störf sín og sú gagn­rýni hefur oftar en ekki komið frá aðilum sem tengj­ast Sjálf­stæð­is­flokknum eða Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann segir þó að sam­starf hans við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son ­for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi ­gengið vel að hans viti. „Ég held að það hafi að sumu leyti verið lyk­ill­inn að því af hverju svona vel tokst til við losun fjár­magns­haft­anna. Ég á ágæt­is ­sam­töl við bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um hin ýmsu mál en það breytir því ekki að það þarf að vera skap­andi spenna í slíku sam­starf­i. ­Seðla­bank­inn kemur úr sinni átt og hann er ekki að sinna hlut­verki sínu nema hann sé sjálf­stæður og skýr í sínum hugs­unum en geti samt engu að síður gert ­mála­miðl­anir þegar á því þarf að halda.“ 

Aðspurður um harða gagn­rýni sem sett hefur verið fram á Má í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, þar sem fyrrum ­seðla­banka­stjór­inn Davíð Odds­son heldur um penna, seg­ist Már ekk­ert hafa um hana að segja. Davíð megi gagn­rýna hann eins og hver ann­ar. Hann segir þó að sumum kol­legum hans erlendis finn­ist þessi staða dálítið skrýt­in. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None