Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei mælst lægra

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 20,6 prósent í síðustu könnun MMR og hefur það aldrei verið lægra. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar milli kannanna. Píratar tróna enn á toppnum með 35 prósenta fylgi.

Ritstjórn Kjarnans

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks minnkar tölu­vert milli síð­ustu kann­anna MMR. Fylgi Fram­sóknar mælist 11,5 pró­sent, en var 12,9 pró­sent áður. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks féll úr 22,9 pró­sentum niður í 20,6 pró­sent og hefur fylgi flokks­ins aldrei mælst lægra. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks mæld­ist 24,9 pró­sent hjá MMR í jan­úar 2009, þremur mán­uðum eftir efna­hags­hrun­ið, og 23,7 pró­sent í kosn­ing­unum í apríl sama ár. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæld­ist líka með 20,6 pró­sent í könnun Gallup 30. nóv­em­ber 2008. 

Könnun MMR var gerð 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn, en næsta á undan var gerð 11 dögum áður, 7. des­em­ber. Fylgið hefur því breyst tölu­vert á skömmum tíma.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina minnkar milli kann­anna MMR og lækkar úr 35,6 pró­sentum í 31,2 pró­sent. 

Auglýsing

Fylgi Pírata heldur áfram að vera lang­mest meðal flokk­anna sex sem eru mæld­ir, en þeir mæld­ust með 34,9 pró­senta fylgi og minnkar fylgið úr 35,5 pró­sentum milli kann­anna, um 0,6 pró­sent.Sam­fylk­ing og Vinstri græn mæld­ust bæði með 9,4 pró­senta fylgi í könnun MMR frá 7. des­em­ber er sam­kvæmt nýj­ustu könnun hækkar fylgi Sam­fylk­ingar um 3,5 pró­sentu­stig og mælist nú 12,9 pró­sent, sem er sama fylgi og flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. 

Vinstri græn bæta einnig við sig tveimur pró­sentu­stigum og mæl­ast nú með 11,4 pró­senta fylg­i. 

Fylgi Bjartar fram­tíðar breyt­ist lítið milli kann­anna, en flokk­ur­inn bætir við sig fylgi úr 4,6 pró­sentum í 5,3 pró­sent.

Meira úr Kjarnanum
Innri endurskoðun borgarinnar vegna Panamaskjala í fullum gangi
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar vinnur nú að skoðun á siðareglum, reglum um hagmunatengslaskráningu og aukastörfum borgarfulltrúa í kjölfar Panamaskjalanna. Einnig verður upplýsingagjöf í innherjaskráningu skoðuð. Enginn tímarammi er á verkefninu.
Innlent 30. maí 2016 kl. 16:00
Útflutningur sjávarafurða til ESB-ríkja jókst um fimmtung
Innflutningur íslenskra sjávarafurða til ESB-ríkja jókst meira en frá nokkru öðru landi í fyrra. Ástæðan er að hluta til innflutningsbann Rússa á íslensk matvæli.
Innlent 30. maí 2016 kl. 14:55
Vilja kínverska sendiherrann á teppið
Fréttaskýringar 30. maí 2016 kl. 13:30
Sigmundur Davíð einn flokksformanna sem talar ekki í eldhúsdagsumræðum
Formaður Framsóknarflokksins mun ekki tala fyrir hönd hans í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Allir aðrir formenn flokka munu taka þátt.
Innlent 30. maí 2016 kl. 11:33
Er Davíð Oddsson besti knattspyrnumaður þjóðarinnar?
Aðsendar greinar 30. maí 2016 kl. 10:05
Er ennþá bit í Icesave-sverðinu?
Pæling dagsins 30. maí 2016 kl. 9:00
Opnað á rannsókn á allri einkavæðingu bankanna
Innlent 30. maí 2016 kl. 7:47
Vilja aðgerðir í verðtryggingarmálum fyrir kosningar
Þingmenn Framsóknarflokksins segja nú að þeir vilji aðgerðir í verðtryggingarmálum áður en samþykkt verði að ganga til kosninga. Verðtryggingin er þó ekki á meðal þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram sem forgangsmál sín.
Innlent 29. maí 2016 kl. 20:00