1. Elísabet Kristín Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík þann 16. apríl 1958. Hún ólst upp á Seltjarnarnesi og í Reykjavík og dvaldi í eitt ár á Grikklandi sem barn.
2. Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989. Síðan hefur hún skrifað fjölda verka; ljóða, sagna, leikrita og gjörninga sem sett hafa verið upp og gefin út bæði hér á landi og erlendis.
3. Elísabet á þrjá syni og býr í Reykjavík. Hún er dóttir Jökuls Jakobssonar leikritaskálds og Jóhönnu Kristjánsdóttur, rithöfundar og blaðamanns.
4. Elísabet er rithöfundur en hefur líka meðal annars starfað sem módel, blaðamaður, háseti, dagskrárgerðarmaður í útvarpi, kennari og ráðskona.
5. Elísabet hefur ekki drukkið áfengi í 23 ár.
6. Hún er í þjóðkirkjunni.
7. Henni finnst málskotsréttur forseta óþarfur, nema „þegar um landráð eða geðveiki“ sé að ræða, er fram kemur á kosningavef RÚV.
8. Elísabet hefur mælst með mest 1,5 prósenta fylgi í skoðanakönnunum.
9. Henni finnst að sami forseti eigi ekki að geta setið lengur á Bessastöðum en í fjögur ár í senn.
10. Elísabet var sú fyrsta af núverandi forsetaframbjóðendum til að tilkynna framboð sitt. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hafði sagst á undan henni verið að íhuga framboð alvarlega, en hann tók aldrei slaginn. Hún opnaði framboðsvef sinn á nýársdag 2016.