Sigríður María Egilsdóttir, 22 ára lögfræðinemi, mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi kosningar. Þetta staðfestir Sigríður María í samtali við Vísi.
Sigríður María hefur vakið mikla athygli sem ræðumaður, en hún hefur meðal annars haldið fyrirlestur á TEDx ráðstefnu í Reykjavík og síðar ræðu á ráðstefnu BBC, 100 Women, um kvenréttindi.
„Ég ætla
ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María við Vísi. Í Viðreisn sjái hún flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi.