Skiptar skoðanir um fæðingarorlof

Umsagnaraðilar eru flestir jákvæðir gagnvart frumvarpi um lengingu fæðingarorlofs. Sumir vilja leggja áherslu á að hækka greiðslur frekar en að lengja, öðrum finnst forræðishyggja að skilyrða orlofið við hvort foreldri um sig.

barn
Auglýsing

Skiptar skoð­anir eru um það hvort leggja eigi áherslu á að hækka þak á greiðslum til fólks í fæð­ing­ar­or­lofi eða lengja orlof­ið, eða gera bæði. Frum­varp um leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins er nú í umsagn­ar­ferli á Alþingi, en Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, er fyrsti flutn­ings­maður þess. Stjórn­völd hafa lagt áherslu á að hækka greiðsl­urn­ar, og er frum­varp þess efnis frá Þor­steini Víglunds­syni, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, vænt­an­leg­t. 

Jafn­rétt­is­stofa er ein­dregið fylgj­andi því að frum­varpið nái fram að ganga og segir lengra fæð­ing­ar­or­lof verða mikla lífs­gæða­bót fyrir mæð­ur, feður og unga­börn. „Það myndi draga úr streitu og álagi á fjöl­skyld­ur, byggja aftur upp sterkara sam­band barna og for­eldra og gera það væn­legra að bæta við barni eða eign­ast sitt fyrsta barn.“ 

Það er skylda sam­fé­lags­ins að búa sem allra best að börnum og for­eldrum ungra barna, segir Jafn­rétt­is­stofa. „Það er atvinnu­líf­inu í hag að vinnu­aflið hald­ist stöðugt með jafnri fjölgun barna sem með tíð og tíma bæt­ast við mannauð­inn og munu taka við fjöl­breyttum störf­um. Það eru meiri hags­munir að búa vel að ungum börn­um, minni hvað það kost­ar.“ 

Auglýsing

Jafn­rétt­is­stofa bendir einnig á að frjó­sem­is­hlut­fall á Íslandi hefur lækkað veru­lega á síð­ustu árum, eftir að hafa verið nokkuð hátt á Íslandi miðað við önnur Evr­ópu­lönd. „Þetta þýðir að þjóðin fjölgar sér ekki leng­ur, til lengri tíma lit­ið, heldur má búast við fækkun nema að inn­flutn­ingur fólks komi þar á mót­i.“ Þetta sé áhyggju­efni og það sé ekki nokkur vafi á því að nið­ur­skurð­ur­inn í fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu eftir hrun hafi haft mjög slæm áhrif, meðal ann­ars að fólk fækk­aði eða hætti við barn­eign­ir. Frjó­sem­is­töl­urnar sýni það skýrt og skor­in­ort. „Þakið var orðið svo lágt að það kom veru­lega niður á fjár­hag for­eldra og leiddi til þess að feður styttu orlof sitt veru­lega. Því miður er það ennþá þannig að karl­menn hafa almennt hærri laun en konur og því mun­aði meira um þeirra laun í fæð­ing­ar­or­lof­in­u.“ Því þurfi að end­ur­reisa fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­ið, og stofn­unin hefur áður sagt að það verði gert með hærri greiðsl­um, svo feður taki frekar orlof. 

Annað vanda­mál sé hversu stutt fæð­ing­ar­or­lofið sé. Frá árinu 2003, þegar fæð­ing­ar­lof varð níu mán­uð­ir, hafi miklar rann­sóknir verið gerðar á áhrif­unum á fjöl­skyldur og sam­fé­lag­ið. „Nið­ur­stöð­urnar sýna ótví­rætt jákvæð áhrif fæð­ing­ar­or­lofs­ins á sam­bönd/hjóna­bönd, tengsl barna og for­eldra, aukin tengsl feðra sér­stak­lega, jafn­ari verka­skiptigu á heim­il­um, minni áhættu­hegðun karla o.fl,“ segir Kristín Ást­geirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Jafn­rétt­is­stofu, í umsögn­inni. Þá hafi verið gerð alþjóð­leg rann­sókn á skóla­börn­um, sem hafi sýnt sterk­ari tengsl íslenskra barna við föður sinn en í nokkru öðru þátt­töku­landi. „Dr. Ársæll Arn­ars­son sem stýrði könn­un­inni hér á landi var ekki í nokkrum vafa um að skýr­ing­una væri að finna í fæð­ing­ar­or­lofi feðra.“ 

ASÍ og BSRB vilja lengja, BHM hækka 

ASÍ fagnar frum­varp­inu, og seg­ist telja að leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs­ins rúmist vel innan þess hluta trygg­inga­gjalds sem Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóður fékk á árunum 2012 til 2013, það er 1,28 pró­sent af trygg­inga­gjald­inu. Þetta var lækkað um næstum helm­ing árið 2014. Því þurfi ekki að hækka trygg­inga­gjaldið til að lengja fæð­ing­ar­or­lof, heldur ein­göngu færa til líkt og lagt er til í frum­varp­in­u. 

BSRB er sömu skoð­unar og ASÍ, og telur að hægt sé að lengja fæð­ing­ar­or­lofið með til­færslum á trygg­ing­ar­gjald­inu. Kröfur BSRB séu þær sömu og til­lögur starfs­hóps um fram­tíð­ar­skipan fæð­ing­ar­or­lofs­mála, að fæð­ing­ar­or­lof verði tólf mán­uð­ir, greiðslur verði óskertar upp að 300 þús­und krónum en for­eldrar fái 80% af við­mið­un­ar­tekjum umfram það og að hámarks­greiðslur verði 600 þús­und. 

BHM er einnig fylgj­andi því að fæð­ing­ar­or­lof verði lengt, en segir að það sé mik­il­vægt að for­gangs­raða auknum fram­lögum til mála­flokks­ins með þeim hætti að hækkun hámarks­greiðslna gangi fyrir leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs. „Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs­tíma­bils­ins á sama tíma og þak er á greiðslum er aðeins til þess fallið að skekkja enn frekar stöðu kynj­anna á vinnu­mark­að­i.“ Þak á hámarks­greiðslum vinni í raun gegn mark­miðum lag­anna um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof vegna þess að það skekki stöðu kynj­anna. Mark­miðum lag­anna verði best náð með sem minnstri tekju­skerð­ingu og með því að skipta orlof­inu jafnt á milli tveggja for­eldra. „Það hlýtur að vera lang­tíma­mark­mið lög­gjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafn­rétti kynj­anna á vinnu­mark­aði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feð­ur,“ segir í umsögn Þór­unnar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manns BHM. 

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar segja áherslu ekki á vel­ferð barna

Sam­kvæmt frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að hvort for­eldri um sig fái fimm mán­aða ófram­selj­an­legt orlof, og svo verði tveir mán­uðir til við­bótar sem for­eldrar ráði hvort taki. Þetta er gert af jafn­rétt­is­á­stæð­um, til að reyna að tryggja að feður taki sitt orlof og mæður taki ekki allt orlofið og séu frá vinnu­mark­aði allan þennan tíma. 

Félagi íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga þykir með þessu sýnt að frekar sé verið að leggja áherslu á jafn­rétt­is­sjón­ar­mið varð­andi atvinnu­þátt­töku for­eldra „fremur en að tryggja barn­inu lengri sam­vistir við for­eldra sína. Til­gang­ur­inn verður því ekki fyrst og fremst vel­ferð barns­ins heldur er þörfum þess fórnað fyrir að reyna að jafna stöðu kynj­anna á vinnu­mark­að­i.“ Félagið vill að hægt sé að fram­selja allt að þrjá mán­uði til við­bótar milli for­eldra, því ann­ars muni börn tapa fimm mán­uðum í sam­vistum við for­eldra sína ef annað for­eldrið af ein­hverjum orsökum getur ekki tekið fæð­ing­ar­or­lof. 

Land­spít­al­inn segir einnig að æski­legt væri að for­eldrar hefðu sjálf­dæmi um ráð­stöfun fæð­ing­ar­or­lofs­tíma með barn­inu frekar en að skipt­ingin milli for­eldra sé bundin í lög. Spít­al­inn bendir á í þessu sam­hengi að það sé mis­ræmi milli rétt­inda barns sem á tvo for­eldra sem taka jafnan þátt í umönn­un, og þeirra barna sem eiga aðeins eitt virkt for­eldri. Börn sem eiga bara eitt for­eldri fái styttri tíma með for­eldr­inu en önnur börn. Félags­ráð­gjafar við spít­al­ann segja að frum­varpið feli í sér for­ræð­is­hyggju, þar sem for­eldrum sé ekki frjálst að velja með hvaða hætti fæð­ing­ar­or­lofs­tíma með barn­inu sé ráð­staf­að. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None