Jóhannes Kr. hlaut Blaðamannaverðlaun ársins

Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður.
Auglýsing

Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, blaða­maður hjá Reykja­vík Media, fékk í dag Blaða­manna­verð­laun árs­ins fyrir umfjöllun sína um Panama­skjöl­in, í sam­starfi við aðra miðla. Í umsögn dóm­nefndar seg­ir: „Birt­ing Pana­ma-skjal­anna á síð­asta ári olli gíf­ur­legu umróti hér á landi. Hér urðu ein mestu mót­mæli sem um get­ur, for­sæt­is¬ráð­herr­ann varð að segja af sér, efnt var til þing­kosn­inga fyrr en áætlað var og ný stjórn tók við völd­um.

Jóhannes vann einn í marga mán­uði í sam­vinnu við erlenda rann-­sókn­ar­blaða­menn að rann­sókn á Pana­ma-skjöl­unum sem margir helstu fjöl­miðlar heims birtu fréttir upp úr á sama tíma. Við úrvinnslu frétt­anna naut hann sam­vinnu við sænska sjón­varp­ið, RÚV, Kast­ljós, Stund­ina, Kjarn­ann og Frétta­tím­ann, sem birtu fjöl­margar fréttir byggðar á Pana­ma-skjöl­unum og frum­vinnu Jóhann­es­ar. Auk þess fékk hann Aðal­steinn Kjart­ans­son til liðs við sig stuttu fyrir Kast­ljós-þátt­inn fræga. Allt þetta byggði á vand­aðri blaða­mennsku, sam­vinnu margra fjöl­miðla og fyrst og fremst mik­illi und­ir­bún­ings­vinn­u,“ segir í umsögn­inni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í viðtalinu fræga.



Aðrir sem fengu verð­laun voru Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir Stund­inni, Tryggvi Aðal­björns­son RÚV og Sig­rún Ósk Krist­jáns­dóttir Stöð 2.



Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, var til­efndur til verð­launa í flokknum rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins fyrir umfjöllun um skipt­ingu auðs og gæða á Íslandi.



Rök­stuðn­ing­ur­inn, eins og hann kom fram dóm­nefnd­inni, er hér að neð­an.

Auglýsing

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, Stund­inni,  fékk verð­laun í flokknum Við­tal árs­ins 2016  fyrir við­talið Eng­ill­inn sem villt­ist af leið. Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir: 

„Við­mæl­and­inn, Berg­lind Ósk Guð­munds­dótt­ur, rekur örlög systur sinn­ar, Krist­ínar Gerð­ar, sem svipti sig lífi eftir langa og harða bar­áttu við eit­ur­lyfjafíkn og geð­sjúk­dóma. Í kjöl­far mis­notk­unar í æsku leidd­ist Kristín Gerður út í vændi og árum saman glímdi hún við afleið­ingar þess; yfir­þyrm­andi ang­ist, von­leysi og hræðslu.

Ingi­björg Dögg nálg­ast vand­með­far­inn efni­við af nær­gætni og fag­mennsku. Hún nær góðu sam­bandi við við­mæl­anda sinn og dýpkar frá­sögn­ina með heim­ilda­vinnu. Þannig styðst Ingi­björg Dögg meðal ann­ars við dag­bók­ar­færslur hinnar látnu systur og nafn­laus við­töl sem Kristín Gerður veitti í lif­anda lífi.

Eng­ill­inn sem villt­ist af leið er áminn­ing um hversu erfitt það er að kom­ast út úr svo erf­iðum aðstæð­um, hve litla aðstoð er að fá og hvernig kerfið brást Krist­ínu Gerði á ögur­stund­u.“



Tryggvi Aðal­björns­son, RÚV, fékk verð­launin í flokknum Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins 2016 fyrir umfjöllun sína um Brú­negg. Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir:

„Tryggvi fletti ofan af einu stærsta neyt­enda- og dýra­vel­ferð­ar­máli und­an­far­inna ára með umfjöllun sinni um illa með­ferð á varp­hænsnum hjá Brú­neggj­um. Mán­uðum saman safn­aði Tryggvi miklum upp­lýs­ingum frá Mat­væla­stofnun sem sýndu marg ítrekuð brot Brú­neggja á lögum um vel­ferð dýra og reglu­gerð um vel­ferð ali­fugla. Einnig sýndu gögnin hvernig neyt­endur hafa verið blekktir árum saman með merk­ingum Brú­neggja um vist­væna fram­leiðslu, þrátt fyrir að hafa aldrei upp­fyllt reglur um slíkt. Af þessu vissi Mat­væla­stofn­un, en upp­lýsti ekki.

Eft­ir­lits­stofn­anir eru mik­il­vægar stofn­anir í nútíma­sam­fé­lagi en til þess að þær virki sem skyldi þurfa þær að hafa bit þegar á þarf að halda. Það er hlut­verk fjöl­miðla að upp­lýsa almenn­ing um brotala­mir fyr­ir­tækja og blekk­ing­ar. Það er ekki síður mik­il­vægt að fjöl­miðlar upp­lýsi um mátt­leysi eft­ir­lits­stofn­ana þegar að þær bregð­ast svo hægt sé að krefj­ast úrbóta.“

Sig­rún Ósk Krist­jáns­dótt­ir, Stöð 2, fékk verð­launin í flokknum Umfjöllun árs­ins 2016 fyrir þátta­röð­ina Leitin að upp­runan­um.  Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir:

„Sig­rún upp­fyllti ósk þriggja ætt­leiddra kvenna um að hitta líf­fræði­legar mæður sín­ar. Um leið gaf hún lands­mönnum ein­stakt tæki­færi til að upp­lifa til­finn­inga­ríka end­ur­fundi eftir ára­tuga aðskiln­að.

Það sýnir metnað að ráð­ast í leit­ina og elju að árangur náð­ist, enda margra mán­aða und­ir­bún­ingur að baki og vinna sem margir hefðu talið óvinn­andi verk. Vandað var til þátt­anna og útsjón­ar­semi sýnd í rann­sókn sem náði til ólíkra landa, þar sem fátækra­hverfi Srí Lanka og fjalla­þorp í Tyrk­landi komu við sögu. Upp­lifun kvenn­anna var reifuð af virð­ingu og náð­ust myndir af ein­stökum augna­blikum í lífi þeirra.

Leit Sig­rúnar Óskar að upp­runa kvenn­anna sýnir að blaða­menn geta af litlum efnum áorkað miklu. Verk­efnið á sér ekki hlið­stæðu hér á landi og er Leitin að upp­runanum besta umfjöllun árs­ins.“



Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, Reykja­vík media,
  fékk verð­launin í flokknum Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2016 fyrir ítar­lega rann­sókn á Pana­ma-skjöl­un­um.  Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir:

„Birt­ing Pana­ma-skjal­anna á síð­asta ári olli gíf­ur­legu umróti hér á landi. Hér urðu ein mestu mót­mæli sem um get­ur, for­sæt­is¬ráð­herr­ann varð að segja af sér, efnt var til þing­kosn­inga fyrr en áætlað var og ný stjórn tók við völd­um.

Jóhannes vann einn í marga mán­uði í sam­vinnu við erlenda rann-­sókn­ar­blaða­menn að rann­sókn á Pana­ma-skjöl­unum sem margir helstu fjöl­miðlar heims birtu fréttir upp úr á sama tíma. Við úrvinnslu frétt­anna naut hann sam­vinnu við sænska sjón­varp­ið, RÚV, Kast­ljós, Stund­ina, Kjarn­ann og Frétta­tím­ann, sem birtu fjöl­margar fréttir byggðar á Pana­ma-skjöl­unum og frum­vinnu Jóhann­es­ar. Auk þess fékk hann Aðal­steinn Kjart­ans­son til liðs við sig stuttu fyrir Kast­ljós-þátt­inn fræga. Allt þetta byggði á vand­aðri blaða­mennsku, sam­vinnu margra fjöl­miðla og fyrst og fremst mik­illi und­ir­bún­ings­vinnu.

Jóhannes hefur um áraraðir lagt stund á rann­sókn­ar­blaða­mennsku, sótt fjöl­margar ráð­stefnur og fundi um efnið og byggt upp tengsla­net sem leiddi til þess­ara frétta.“

Einnig voru í dag afhent verð­laun fyrir Myndir árs­ins í ýmsum flokk­um, en verð­laun fyrir Mynd árs­ins 2016 fékk Heiða Helga­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None