Íslenskir fjölmiðlar gætu orðið fyrirmynd erlendis

Mikilvægt þykir að auka sýnileika kvenna í ljósvakamiðlum og segist Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, finna fyrir breyttu viðhorfi innan fjölmiðla á síðustu misserum. Tölurnar tali sínu máli.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Kven­við­mæl­endum í ljós­vaka­miðlum fjölgar um 2 pró­sent milli ára og eru konur nú í 35 pró­sent til­fella við­mæl­end­ur. Þetta kemur fram í mæl­ingum Credit­info á stöðu kynj­anna í ljós­vaka­miðlum sem Félag kvenna í atvinnu­rekstri lét fram­kvæma. Konum í ljós­vaka­miðlum hefur fjölgað um 5 pró­sentu­stig á síð­ustu tveimur árum. 

Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, segir að til mik­ils sé að vinna með því að vekja athygli á konum í fjöl­miðl­um. „Við sjáum á tölum að vit­und­ar­vakn­ing er að leiða til breyt­inga. Þær eru að eiga sér stað og þá er mik­il­vægt að halda áfram,“ segir hún og bætir við að nauð­syn­legt sé að hrósa fyrir það sem vel sé gert. 

Íslenskir fjöl­miðlar standi sig vel á heims­vís­u. Íslenskar konur draga upp með­al­talið sem mæld­ist 24 pró­sent árið 2015, sam­kvæmt Global Media Mon­itor­ing Project, það sama og var fimm árum áður. Hún seg­ist einnig gera sér vonir um að Ísland verði fyr­ir­mynd fyrir aðrar þjóðir í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Auglýsing

Færri konur í fréttum en þáttum

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.„Það er einkar ánægju­legt að sjá aukn­ingu í hlut­deild kvenna í fjöl­miðl­um, annað árið í röð. Þótt enn sé nokkuð í land, skiptir miklu máli að íslenskir fjöl­miðlar eru að taka skref í rétta átt,“ segir Rakel. Einnig hvetur hún konur til að stíga fram, ekki aðeins þegar til þeirra er leitað heldur einnig að sýna frum­kvæði þegar það á við og hafa sjálfar sam­band við fjöl­miðla.

Færri konur birt­ast sem við­mæl­endur í fréttum en í þáttum og er hlut­fall þeirra 33 pró­sent sem er einu pró­sentu­stigi betra en árið á und­an. Hlut­fallið er 62 pró­sent körlum í vil í þáttum inn­lendra ljós­vaka­miðla. Þar sækja konur þó í sig veðrið og eru tveimur pró­sentu­stigum fleiri nú en árið á und­an. Kemur fram í könn­un­inni að ekki sé mark­tækur munur á milli útvarps- og sjón­varps­frétta.

Miklar breyt­ingar síð­ustu tvö ár

Þrátt fyrir að mark­mið­unum sé ekki náð þá eru þær samt sem áður ánægðar með breyt­ingu sem orðið hefur síð­ustu fjögur ár. Á síð­ustu tveimur árum hefur pró­sentan hækkað úr 30 í 35, borið saman við óbreytt ástand árin tvö þar á und­an. Þannig að staðan verður að telj­ast nokkuð góð núna, að mati Rakel­ar. 

Hún segir að öll aukn­ing skipti máli, til að mynda hafi staðan hald­ist óbreytt á heims­vísu í sjö ár sem hafi valdið því að hún hafi fundið fyrir áhuga erlendis frá. Til að mynda hafi Jafn­rétt­is­ráð Evr­ópu­þings sýnt verk­efni FKA áhuga og talið athygl­is­vert að draga fjöl­miðla að borð­i. 

Verður að efla konur í fjöl­miðlum

Rakel seg­ist finna fyrir auk­inni vit­und­ar­vakn­ingu hjá fjöl­miðl­um. Nokkrir sam­verk­andi þættir spili þar inn í til að stuðla að frek­ari sýni­leika kvenna í ljós­vaka­miðl­um. Í fyrsta lagi taki fjöl­miðlar nú frekar með­vit­aða ákvörðun um að breikka við­mæl­enda­hóp­inn og í öðru lagi að fjöl­breytni innan rit­stjórna leiði af sér fjöl­breytt­ara efni. Hún segir að til þess að efla konur í sam­fé­lag­inu þá þurfi að efla konur í fjöl­miðl­um.

Einnig end­ur­spegli umfjöll­unin kynja­hlut­fall í stjórn­málum og stjórn fyr­ir­tækja. Hún bendir á að ef halli á konum í valda­stöðum þá komi það niður á kynja­hlut­falli í fjöl­miðl­um. Rakel bendir á að fjöl­miðlar stjórni auð­vitað ekki hvernig jafn­rétti er háttað í sam­fé­lag­inu en þeir hjálpi tví­mæla­laust til. 

Þátt­ur­inn Sam­fé­lagið kom best út

Á fundi í húsa­kynnum Blaða­manna­fé­lags­ins 4. októ­ber kom fram að frétta­tímar RÚV standa sig betur en frétta­tímar 365. Konur eru 37 pró­sent við­mæl­enda þar á móti 63 pró­sent karla. Þær eru fimm pró­sentu­stigum færri hjá 365, eða 32 pró­sent á móti 68 pró­sent.

Þátt­ur­inn Sam­fé­lagið á Rás 1 stendur sig best en þar eru konur 51 pró­sent við­mæl­enda en karlar 49 pró­sent. Reykja­vík Síð­degis stendur sig ver­st, með hlut­fallið 24 pró­sent konur á móti 76 pró­sent karla og dalar hlut­fall kvenna milli ára.

Þrjú pró­sent við­mæl­enda komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljós­vaka­miðlum á tíma­bil­inu 1. sept­em­ber 2016 til 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 kon­ur. Sjö konur eru á topp tutt­ugu vin­sæl­ustu við­mæl­enda. Allar eru þær í stjórn­mál­um; Katrín Jak­obs­dóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir, Björt Ólafs­dótt­ir, Oddný G. Harð­ar­dóttir og Sig­ríður Á. And­er­sen.

Credit­info sá um að mæla frétta- og fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina. Mæl­ing á hlut­föllum kynj­anna í ljós­vaka­miðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgj­unn­ar, Sjón­varps­ins og Stöð 2 á tíma­bil­inu 1. sept­em­ber 2016 til 31. ágúst 2017. Horft var til allra við­mæl­enda frétta í ljós­vaka­miðl­um. Auk frétta voru helstu þættir mæld­ir.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent