Trump og Pútín hittast loksins í Helsinki

Yfir stendur fyrsti leiðtogafundur Donalds Trump og Vladimir Pútín í Helsinki. Þrátt fyrir vilja beggja leiðtoga um að vilja bæta samskipti sín á milli er búist við erfiðum fundi þar sem mikið hefur gengið á í samskiptum ríkjanna á undanförnum misserum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti
Auglýsing

Þessa stund­ina stendur yfir leið­toga­fundur Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta og Vla­dimir Pútin for­seta Rúss­lands í Helsinki í Finn­landi. Þetta er fyrsti opin­beri fundur leið­tog­anna tveggja, en Rússar hafa legið undir ásök­unum fyrir að hlut­ast til í banda­rískum stjórn­mál­u­m. 

Fyrir tæpum tveimur tímum síðan lenti Pútín í Helsinki til fundar við Trump, um það bil klukku­tíma á eftir áætl­un. Til stendur að ræða sam­band ríkj­anna tveggja sem Trump sagði aldrei hafa verið verra í Twitt­er-­færslu sinni fyrr í morg­un. Báðir leið­togar virð­ast opnir fyrir vin­sam­legri sam­skiptum ríkj­anna sinna á milli, en að mati stjórn­mála­skýrenda er fund­ur­inn í sjálfu sér ákveð­inn sigur fyrir stjórn­völd í Kreml þar sem með honum verði Rúss­land við­ur­kennt sem stór­veldi sem ekki sé  hægt að hunsa.



Erf­iður fundur

Rúss­nesk stjórn­völd hafa nú þegar gefið til kynna að þau muni búast við erf­iðum fundi. Meðal ann­ars töldu þau að Trump muni þurfa að svara fyrir gagn­rýni sína á lagn­ingu rúss­neskra gasleiðsla til Þýska­lands á leið­toga­fundi NATO í síð­ustu viku, en einnig verði erfitt að finna sam­eig­in­legan grund­völl í mál­efnum Sýr­lands vegna mis­mun­andi sam­skipta ríkj­anna við Íran. „Auð­vitað verður staða Sýr­lands rædd milli tveggja for­set­anna,“ sagði Dmi­try Peskov, tals­maður Kreml­ar, í við­tali við rúss­neska frétta­mið­il­inn RT. „Við vitum öll hvað Was­hington finnst um Íran. En á sama tíma er Íran mik­ill sam­herji okkar í við­skipt­um, sam­vinnu í efna­hags­málum og póli­tískri orð­ræð­u.“

Auglýsing

Hins vegar vona Rússar að fund­ur­inn verði fyrsta skref ríkj­anna í að kom­ast úr lægð í sam­skiptum sín á milli. „Rúss­land og Banda­ríkin bera sér­staka ábyrgð á að við­halda friði og stöð­ug­leika í heim­in­um, sér­stak­lega í okkar tveimur lönd­um,“ bætti Peskov við.

Ákæran „gefin út til að skemma fyr­ir“

Síð­ast­lið­inn föstu­dag gaf emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara í Banda­ríkj­unum út ákæru á hendur 12 rúss­neskra G.R.U. leyni­þjón­ustu­manna vegna tölvu­árásar á flokks­þingi Demókra­ta­flokks­ins og for­seta­fram­boðs Hill­ary Clint­on. Ákæran telur 29 blað­síður og er hún ítar­leg­asta ásökun banda­rískra stjórn­valda gegn yfir­völdum í Kreml vegna íhlut­unar í for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum árið 2016. Meðal þess sem ákært er fyrir er ara­grúi lít­illa aðgerða sem áttu að ala á óreiðu í aðdrag­anda kosn­ing­anna. 

Ákæran, sem er í ell­efu lið­um, telur að sam­særi hafi átt sér stað milli G.R.U. starfs­manna og ann­arra, sem beindu spjótum sínum að Demókra­ta­flokknum og fram­boði Clint­on. Sam­kvæmt New York Times hafa nú nær allar banda­rískar stofn­anir sem komið hafa nálægt rann­sókn á mál­inu haldið því fram að erlend öfl hafi hlut­ast til í síð­ustu for­seta­kosn­ing­un­um. Þrátt fyrir það lýsir yfir­maður stofn­an­anna og for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, enn yfir efa­semdum sínum um að nokkuð grun­sam­legt hafi átt sér stað. 

Trump hefur áður haldið því fram að athygli Banda­ríkja­manna á íhlutun Rússa í for­seta­kosn­ing­unum væri ein­ungis flokkspóli­tískar ásak­anir sem erf­ið­uðu honum að bæta sam­band sitt við Pútín. Í kjöl­far ákærunnar hélt utan­rík­is­ráðu­neyti Rúss­lands því fram að hún væri ein­ungis gefin út á þessum tíma til að skemma fyrir leið­toga­fund­in­um. 

Sama stofnun í Skripal-­mál­inu

Íhlutun rúss­nesku leyni­þjón­ust­unnar G.R.U. á Vest­ur­löndum gæti náð til fleiri landa en  Banda­ríkj­anna, en bresk yfir­völd telja hana líka bera ábyrgð á tauga­eit­ursárás­ina í Bret­landi gegn fyrrum rúss­nesks njó­sn­ara síð­ast­lið­inn mar­s. 

Breskir rann­sókn­ar­menn trúa því að árás­in, sem var gegn fyrrum njósn­ar­anum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu, hafi að öllum lík­indum verið fram­kvæmd af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum G.R.U. Þetta hefur New York Times eftir þremur opin­berum starfs­mönnum sem tengj­ast rann­sókn Breta á árásinn­i. 

Að sögn New York Times eru bresk yfir­völd nálægt því að bera kennsl á ein­stak­ling­ana sem réð­ust á Sergei og Yuliu, en hafa þó ekki úti­lokað mögu­leik­ann að önnur rúss­nesk leyni­þjón­usta eða einka­stofa standi að baki aðgerð­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent