Undirbúa ákæru á hendur stofnanda Wikileaks

Bandarískir saksóknarar hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Upplýsingar um ákæruna birtust óvart í ótengdum dómsskjölum en leynd er yfir ákærunni svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan frá London.

Julian Paul Assange
Julian Paul Assange
Auglýsing

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið vinnur að ákæru gegn Juli­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks. ­Mögu­legt er að hann hafi þegar verið ákærður en leynd hvílir yfir ákærunni ef og þar til hann verður hand­tek­inn, svo Banda­ríkin geti reynt að fá hann fram­seldan frá London. New York Ti­mes ­greinir frá þessu í dag. 

Nafn Assange birt­ist í ótengdum dóm­skjölum frá því í ágúst, sem upp­götv­uð­ust í gær, þar sem sak­sókn­ari var að reyna að fá dóm­ara til að inn­sigla dóms­skjöl í máli ann­ars manns. Sak­sókn­ar­inn í mál­inu er sá sami og hefur verið með­ Assange til rann­sókn­ar. Jos­hu­a Stu­eve tals­maður alrík­is­sak­sókn­ara í Virgínu, sem hefur verið að rann­saka Assange segir að um mis­tök hafi verið að ræða og að nafn Assange hefði ekki átt að birt­ast í skjöl­un­um.  

Seamus Hug­hes, hryðju­verka­sér­fræð­ing­ur, sem fylgist vel með dóm­skjöl­um, fann nafn Assange í skjöl­unum og birti á Twitt­er-­síðu sinni.



Þyrfti að vera fram­seldur

Julian Paul Assange hefur verið þyrnir í augum banda­rískra sak­sókn­ara í árarað­ir en hann er eft­ir­lýstur þar í landi fyrir margs konar brot. Hann er ástr­alskur for­rit­ari og ­blaða­mað­ur­ ­sem er frægastur fyrir að stofna leka­síð­una Wiki­leaks. Hann til dæmis aðstoð­að­i Chel­sea ­Mannig, fyrr­ver­andi banda­rískan her­mann, að leka leyni­legum gögnum um stríðið í Íran og Afganistan á síð­unn­i Wiki­leaks. Chel­sea Mannig var dæmd í júlí 2013 fyrir meðal ann­­ars að brjóta njósn­­a­lögin og situr nú 35 ára dóm­inn af sér.

Í dóm­skjöl­unum kom fram að vegna aðstæðn­a Assange og hver hann væri þyrftu skjölin að vera inn­sigl­uð þar til­ Assange verður hand­tek­inn í tengslum við ákær­urnar og hann gæti þar af leið­andi ekki lengur forð­ast hand­töku og fram­sal. Assange hefur búið í sendi­ráði Ekvador í London í rúm sex ár en og hann flúði þangað vegna ákæru um nauðgun í Sví­þjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn hand­töku yfir höfði sér í Bret­landi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dóm­ara. Assange ­þyrfti því að vera hand­tek­inn í London og fram­seldur úr landi ef hann verður kærður fyr­ir­ al­rík­is­dóms­stóli ­banda­ríkj­anna.  

Jeff ­Sessions, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði í fyrra að Banda­ríkin ætl­uðu sér að hand­sama Assange og þar að auki hef­ur Ro­bert Mu­ell­er verið að rann­saka Assange ­vegna Rússa­rann­sókn­ar­innar svokölluðu. 

Auglýsing

Rússa­rann­sóknin

Sam­kvæmt New York Times hefur dóms­mála­ráðu­neytið í Banda­ríkj­unum lengi reynt að finna hvernig og hvort þeir geti dregið Assange ­fyrir dóm frá því að fyrstu skjölin voru birt á Wiki­leaks ­síð­unni. En jafn­vel í for­seta­tíð Barack Obama þegar mesti fjöldi upp­ljóstr­ara var ákærðir í Banda­ríkjum þá var Assange ekki kærð­ur.

Það sem hefur staðið í vegi fyrir sak­sóknur­unum er spurn­ingin um hvort að það sé laga­legur munur á því sem Wiki­leaks ­gerði og það sem aðrir fjöl­miðlar gerðu með því að fjalla um upp­lýs­ing­arnar sem komu fram á Wiki­leaks-­síð­unni. Sam­kvæmt ­New York Ti­mes hef­ur Assange ekki verið kærður hingað til vegna ótta um að slík kæra myndi senda þau skila­boð að ólög­legt sé að birta upp­lýs­ingar er varða þjóðar­ör­yggi og það gæti leitt til kuln­unar í rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

Það við­horf breytt­ist síðan eftir að Wiki­leaks birti þús­und­ir­ ­tölvu­pósta frá demókrötum sem stolnir voru frá rúss­neskum ­tölvu­hökk­urum árið 2016 en talið er að sá gagna­leki hafi skaðað fram­boð Hill­ar­y Clint­on í ­for­seta­kosn­ing­un­um. F­BI ­stað­festi að óyggj­andi sann­anir voru fyrir því að tölvu­árásir í að­drag­ana ­for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum árið 2016 hafi verið tengdar Rúss­um. ­Mi­ke Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði að með þessum aðgerðum væri Assange að standa með ein­ræð­is­herr­um. Sam­kvæmt ­New York Times þykir grund­vall­ar­munur á tölvu­pósta­lek­anum og fyrri lekum Assange vegna þess fyrr­nefndir tölvu­póstar demókrata voru ekki rík­is­skjöl eða þjóðar­ör­ygg­is­leynd­ar­mál. 

Í umfjöll­un ­New York Ti­mes kemur fram að ákæran er afger­andi yfir­lýs­ing af hálfu banda­rískra stjórn­valda, þar sem ákæra af þessu tagi getur skapað laga­legt for­dæmi með djúp­stæðum afleið­ingum fyrir frelsi fjöl­miðla. 

Íslend­ingur nú rit­stjóri Wiki­leaks

Krist­inn Hrafns­­son var skip­aður rit­­stjóri Wiki­Leaks í sept­em­ber á þessu ári. Ju­li­an Assange steig þá til hliðar sem rit­stjóri en hélt áfram sem útgef­andi vegna. Krist­inn er marg­­reyndur blaða­­maður sem starf­aði meðal ann­­ars hjá Stöð 2, við frétta­­skýr­inga­þátt­inn Kompás og hjá RÚV. Árið 2010 tók hann þátt í vinnslu frétta sem byggðu á gögnum frá­ Wiki­Leaks ­sem köll­uð­ust „Colla­ter­al M­urder“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent