Krakkaveldi – Krakkar stofna stjórnmálaflokk

Klukkan sex í dag ætlar hópur krakka að mótmæla fyrir utan Alþingi og krefjast valda. Kröfugangan er skipulögð af átta krökkum undir handleiðslu Salvarar Gullbrár sviðshöfundar en í desember ætlar hópurinn að stíga á svið og stofna stjórnmálaflokk.

Mynd:Kjarninn
Auglýsing

Í dag þegar klukk­una vantar tíu mín­útur í sex ætla krakkar að safn­­ast saman og ganga kröf­u­­göngu frá Hall­gríms­­kirkju niður á Aust­­ur­­völl og halda í fram­hald­inu á mót­­mæla­fund á Aust­­ur­velli. Krakk­­arnir ætla að krefj­­ast valda en öllum krökkum er boðið að slást í hóp­inn og mæta með mót­­mæla­skilti þar sem fram kemur hverju þau vilja breyta á Íslandi. Mót­­mæla­fund­­ur­inn er skipu­lagður af átta krökkum sem taka nú þátt í gerð sviðs­verks undir stjórn Sal­varar Gull­brár Þór­­ar­ins­dótt­­ur.

Vildi veita börnum vett­vang til að tjá sig um stjórn­­­mál

Sal­vör Gull­brá Þór­­ar­ins­dóttir er á loka­ári sínu á sviðs­höf­und­ar­braut í Lista­há­­skóla Íslands og fyrir ein­stak­l­ings­verk sitt á þess­­ari önn ætlar hún í sam­­starfi við átta krakka á aldr­inum átta til ell­efu ára að setja á svið gjörn­ing og stofna stjórn­­­mála­­flokk krakka. Verkið verður sýnt í Lista­há­­skól­­anum í Laug­­ar­­nesi dag­ana 9. og 10. des­em­ber næst­kom­and­i.

Sal­vör segir í sam­tali við Kjarn­ann að hug­­myndin að verk­inu hafi fæðst út frá því að hún hafi vilja gera verk ­með­ ­börnum en þegar hún vann sem blaða­­maður þá tók hún stundum við­­töl við börn og fannst þau oft hafa mikið til mál­anna að leggja.

Salvör Gullbrá Mynd: Rut Sigurðardóttir

„Ég vissi að ef ég ynni verkið með börnum þá myndi ég vilja gera það á póli­­tískum ­for­­sendum af því börn er hópur sem hefur engin völd í sam­­fé­lag­inu. En all­ar á­kvarð­an­ir ­stjórn­­­valda hafa með ein­hverjum hætt­i á­hrif á börn hvort sem það er núna eða í fram­­tíð­inn­i,“ segir Sal­vör.

Sal­vör bendir á að mörg af stærstu póli­­tísku mál­efnum nútím­ans ­snúa að rétt­indum barna, þar á meðal loft­lags­­mál en ljóst er að það gríð­­ar­stóra vanda­­mál muni verða þeirra í fram­­tíð­inni. Sal­vör segir að í und­ir­­bún­­ings­vinn­unni með börn­unum fyrir verkið hafi komið í ljós í sam­ræðum þeirra að börn séu með­­vituð um allskyns sam­­fé­lags­­leg mál­efni, til dæmis nefndu börnin hung­­ur­sneyð­ina í Jemen.

„Mig lang­aði að heyra hvað þau hefðu að segja, gefa þeim vett­vang til að tjá sig um stjórn­­­mál og eigin stöð­u,“ segir Sal­vör enn frem­­ur.

Auglýsing

Stofna stjórn­mála­flokk fyrir krakka

Í íslensku stjórn­­­ar­­skránni má finna ákvæði um félaga og funda­frelsi. Í því felst að að allir eiga rétt á því að stofna félög í lög­­­legum til­­­gangi, þar með talið stjórn­­­mála­­flokk án þess að sækja um leyfi fyrir því. Það eru engin skil­yrði í lögum sem þarf að upp­­­fylla til að stofna stjórn­­­mála­­flokk, enda er það réttur hvers og eins að stofna flokk eða sam­tök um til­­­tekin mark­mið eða hug­­sjón­­ir. Þetta ákvæði gildir um alla þátt­tak­end­ur ­sam­­fé­lags­ins, líka börn en sér­­stakt ákvæði um funda- og félaga­frelsi er að finna í Barna­sátt­­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Sal­vör bendir á að þó börn megi ekki kjósa þá þurfi það ekki að koma í veg fyrir þau taki þátt í stjórn­­­mál­­um. Stjórn­­­mála­­fé­lög án kosn­­inga­réttar geti til dæmis haldið fundi og sam­­þykkt yfir­­lýs­ingar sem mög­u­­legt sé síðan að senda til fjöl­miðla og þannig megi hafa áhrif á umræð­una í þjóð­­fé­lag­in­u. Einnig geti stjórn­­­mála­­fé­lög staðið fyrir mót­­mælum og öðrum gjörn­ing­um, til þess að koma sjón­­­ar­miðum sínum á fram­­færi. „Mér finnst ekk­ert galið við það athuga hvað börn hafa að segja, að þau hafi fleiri tæki­­færi til að tjá sig og öðlist meiri völd í sam­­fé­lag­in­u,“ segir Sal­vör.

Hvernig væri heim­ur­inn ef börn hefðu meiri völd?

Sal­vör aug­lýsti eftir krökkum fyrir verkið á Face­­book, tal­aði við krakka sem hún þekkti og bað kenn­­ara að láta krakka vita að til boða stæði að taka þátt í stofnun stjórn­mála­flokks. Aðspurð segir hún að mörg börn hafi sótt um en hún ákvað að láta regl­una „fyrstir koma fyrstir fá“ gilda og að lok­um voru átta krakkar á aldr­in­um 8 til 11 ára sem taka þátt í verk­inu. Sam­­kvæmt Sal­vöru taka krakk­­arnir þátt af mis­­mun­andi ástæð­um, sum hafa áhuga á stjórn­­­mál­um, aðrir á leik­list eða frétta­­mennsku. Að sögn Sal­varar hafa krakk­­arnir ólíkar skoð­­anir sem þau eru ekki hrædd við að deila sín á milli. Börnin skipu­lögðu mót­­mæla­­göng­una sjálf og báðu hana um að stofna Face­­book-við­­burð til að aug­lýsa göng­una og bjóða öðrum krökkum að slást í hóp­inn.

Hér er dæmi um eitt skiltið sem var búið til fyrir mótmælafundinn, en sá sem það gerði vill stöðva Fortnite og það strax. Mynd: Salvör Gullbrá

Í sviðs­verk­inu sem sett verður á stokk í des­em­ber munu krakk­­arnir taka völd á svið­inu og stofna sinn eigin stjórn­­­mála­­flokk. Sal­vör segir hug­­mynd­ina vera þá að á­horf­end­ur ­sem og þátt­tak­end­ur ­geti ímyndað sér hver þró­unin gæti orðið ef börn hefðu meiri völd í sam­­fé­lag­inu. „Yrði heim­­ur­inn grimmari eða rétt­lát­­ari?“ Áhuga­vert verður að sjá hvernig atburða­rásin þró­ast á svið­inu og hver áherslu­­mál hins nýja stjórn­­­mála­­flokks krakka verða.

Meðal þeirra bar­áttu­mála sem komið hafa upp í umræðum krakk­anna er jafn­rétti fyrir karla og kon­ur, lengri fang­els­is­dómar og að götur borg­ar­innar verði fylltar af sæl­gæti. Sal­vör segir að ekk­ert virð­ist börn­unum óvið­kom­andi og því virð­ist sem þau hafi að mörg­u ­leyti auð­ugra ímynd­un­ar­afl og fleiri hug­myndir um hvað hægt sé að gera í stjórn­málum en full­orðn­ir.

Hvetur alla til að mæta

Aðspurð segir Sal­vör að það geti vel verið að verk­efnið haldi áfram eftir sýn­ing­una ef áhugi er fyrir því. Hún hvetur alla sem vilja að mæta fyrir framan Hall­gríms­­kirkju klukkan 17:50 í dag og taka þátt í kröf­u­­göngu Krakka­veld­is­ins. Hún segir að öllum sé einnig vel­komið að mæta á sýn­ing­una hennar og krakk­anna þann 9. og 10. des­em­ber í Lista­há­­skól­­anum í Laug­­ar­­nes­i. ­Nán­ari upp­lýs­ingar um mót­mæla­fund­inn má finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent