Þeir sem njóta efnislegra gæða freistist til að sýna ósanngjarnt oflæti og skilningsleysi

Forseti Íslands fjallaði meðal annars um orðræðu á netinu, áskoranir lands og heims, bætt lífskjör og betri stöðu mannkyns, í nýársávarpi sínu.

guðni th. jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, segir að þeir sem njóti efn­is­legra gæða, eins og hann sjálf­ur, freist­ist stundum til þess að segja öðrum að þau skipti ekki sköpum í líf­inu. „Þannig oflæti og skiln­ings­leysi er ósann­gjarnt. Hinu vil ég þó bæta við að á mínum æsku­stöðvum sást ríki­dæmi víða. Barns­hug­ur­inn greindi samt stundum að ham­ingja er ekki endi­lega mæld í fer­metr­um. Síðar hefur mér sýnst sem orð nóbels­skálds­ins séu sígild: „því hvað er auður og afl og hús / ef ein­gin jurt vex í þinni krús.““

Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársávarpi for­set­ans sem flutt var í dag. Þar fór for­set­inn um víðan völl og fjall­aði um full­veld­is­af­mæli þjóð­ar­inn­ar, kulnun og streitu, fíkni­vanda, loft­lags­breyt­ing­ar, örbirgð, ófrið, flótta­manna­vand­ann, vax­andi spennu í sam­skiptum ríkja, mis­skipt­ingar heims­ins gæða og aðrar skæðar ógnir nútím­ans, svo fátt eitt sé nefnt.

En hann rakti líka að lífs­kjör hér­lendis hafa verið stór­bætt og að stað­hæfa megi að mann­kyn­inu í heild farn­ist nú betur en nokkru sinni fyrr, þótt sann­ar­lega geti brugðið til beggja vona og ein­faldar lausnir dugi skammt í flóknum veru­leika. „En fram­tíðin er í okkar höndum ‒ far­sæl ef við hrekj­umst ekki af braut mann­gæsku og hyggju­vits, vís­inda og rök­hyggju.“

Auglýsing

For­set­inn ræddi einnig um netið og miðla þess, sem farnir eru að skipa rík­ari sess í sam­fé­lagi manna, og hvernig þessi breyt­ing hefur aukið frelsi fólks til að tjá láta rödd sína heyr­ast. Guðni sagði það vel en að þessir kostir væru ekki alltaf nýttir til góðs. „Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti for­veri minn í emb­ætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóð­gáttir nei­kvæðni, ill­mælgi og jafn­vel hat­ur­s“. Þau orð Ólafs Ragn­ars eiga enn við og einnig er við hæfi að rifja upp ummæli ann­ars manns sem bjó um skeið hér á Álfta­nesi, að vísu fyrir um þremur öld­um. „En sá sem reiður er, hann er vit­laus,“ þrum­aði Jón biskup Vídalín, í frægri stól­ræðu sem orðið „reiði­lest­ur“ er dregið af: „Heiftin ... afmyndar alla manns­ins limi og liði, hún kveikir bál í aug­un­um, hún hleypir blóði í nas­irn­ar, bólgu í kinn­arn­ar, æði og stjórn­leysi í tung­una … Hún skekur og hristir allan lík­amann, svo sem þegar hafið er upp blásið af stór­viðri. Og í einu orði að segja: Hún gjörir mann­inn að ófreskju.“ Þannig mess­aði meist­ari Jón þegar hann steig í stól­inn sunnu­dag milli nýárs­dags og þrett­ánd­ans. Vissu­lega er það svo að reiði getur verið rétt­mæt. Meira að segja má vera að hún efli fólk til dáða en hams­laus heift skilar engu, og fúk­yrði því síð­ur. Og hér gilda sömu­leiðis þau ritn­ing­ar­orð að sá yðar, sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um.“

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent