Heimilislausum fjölgaði um 95 prósent í Reykjavík á fimm árum

Brýn þörf er á fleiri úrræðum fyrir utangarðsfólk hér á landi en fjöldi heimilislausra nærri tvöfaldaðist á árunum 2012 til 2017. Starfshópur á vegum Félagsmálaráðuneytisins á að skila tillögum um málefni utangarðsfólks í maí á þessu ári.

7DM_3141_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Einn alvar­leg­ast vand­inn í hús­næð­is­málum um þessar mundir er fjölg­un heim­il­is­lausra á Íslandi sam­kvæmt skýrslu Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins og Íbúða­lána­sjóðs frá því októ­ber í fyrra. Fjöldi heim­ils­lausra hefur farið vax­andi en árið 2017 voru 349 manns ­skráð­ir ut­an­­garðs og/ eða heim­il­is­­laus­ir í borg­inn­i, en það eru 95 pró­­sent fleiri en þegar sam­­bæri­­leg mæl­ing var ­síð­ast ­gerð árið 2012. 

Umboðs­maður Alþingis telur að úrræði fyrir hús­næð­is­vanda utan­garðs­fólks séu ekki nægi­leg en umboðs­maður segir að í raun standi félags­leg leigu­hús­næði utan­garðs­fólki sem glímir við áfengis eða vímu­efna­vanda ekki til boða. Auk þess hefur verið vakin athygli á því að í dag er engin dagdvöl í boði fyrir utan­garðs­fólk í Reykja­vík.  Félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra skip­aði stýri­hóp um mál­efni utan­garðs­fólks í des­em­ber 2018 en gert er ráð fyrir að hóp­ur­inn skili til­lögum til ráð­herra í maí 2019.

Flestir heim­il­is­lausir í lengur en tvö ár

Í skýrslu Vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar um hagi utan­garðs­fólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að af þeim 349 sem skráðir eru utan­garðs voru 153 ein­stak­lingar sagðir búa við ótryggðar aðstæð­ur, 118 vor­u ­sagð­ir gista í gisti­skýli og 76 ein­stak­lingar voru sagðir haf­ast við á göt­unni að ein­hverju ­leyti. Jafn­framt vor­u 97 ein­stak­lingar að ljúka stofn­ana­vist og 58 ein­stak­lingar voru skráðir í lang­tíma­bú­setu­úr­ræð­i. 

Tæp­lega helm­ingur þeirra sem skil­grein­ast utan­garðs í Reykja­vík eru á aldr­inum 21 til 40 ára, sam­kvæmt skýrsl­unn­i. Flestir hafa verið heim­il­is­lausir lengur en í 2 ár, eða um 40 pró­sent. Í könn­unni kemur fram að meiri­hluti utan­garðs­fólks er af íslenskum upp­runa eða um 86 pró­sent árið 2017.

Mynd 3: Búsetuaðstæður síðustu þrjá mánuði

Áfeng­is­vandi og mis­notkun ann­arra vímu­efna eru talin helsta orsök þess að ein­stak­lingar lendi utan­garðs en næstal­geng­asta orsökin eru geð­ræn vanda­mál, sam­kvæmt skýrsl­unni. En um átta­tíu pró­sent þeirra 142 utan­garðs­manna sem eru með geð­rænan vanda glíma einnig við áfeng­is- og vímuefnavanda. 

Auglýsing

Vilja að opnuð verði dagdvöl

Í mars árið 2018 lagði Vel­ferð­ar­vakt­in fram til­lögur um bættar aðstæður utan­garðs­fólks. Í til­lög­um vakt­ar­inn­ar er meðal ann­ars kallað eftir því að komið verði upp­ dagdvöl ­fyrir utan­garðs­fólk sem opin yrði allan dag­inn, en ekk­ert slíkt er fyrir hendi í dag. Í dagdvöl væri snyrti­að­staða og sturt­ur, mat­ur, fata­út­hlut­un, hvíld­ar­að­staða, virkni og launuð verk­efni, félags­ráð­gjöf og heil­brigð­is­þjón­usta.  

Á sínum tíma var opið dag­setur fyrir utan­garðs­fólk á Grand­anum á vegum Hjálp­ræð­is­hers­ins en rekstri var hætt í lok ágúst 2015 þegar þau misstu hús­næð­ið. Næt­ur­skýlin eru lokuð milli tíu til fimm á dag­inn og því er nær engin hús að venda á dag­inn. Vel­ferð­ar­vaktin segir að það valdi álagi á ein­stak­ling­ana, heil­brigð­is­kerfið og borg­ar­sam­fé­lag­ið. 

Ábyrgðin liggur hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum

Staða utan­garðs­fólks varð umboðs­manni Alþingis til­efni til frum­kvæð­is­at­hug­unar í fyrra. Í áliti umboðs­manns í máli kemur fram að utan­garðs­fólk sem glímir við áfeng­is- og/eða vímu­efna­vanda kemur í raun ekki til greina við úthlut­un al­menns félags­legs leigu­hús­næð­is. Þau sér­tæku búsetu­úr­ræði sem eru í boði fyrir utan­garðs­fólk eru rekin í anda hinnar svoköll­uðu „Heim­ili fyrst “ hug­mynda­fræð­inni. Sú hug­mynda­fræði byggir á því aðgangur að hús­næði séu grunn­rétt­indi sem setja þarf í skýran for­gang  og að öruggt þak yfir höf­uð­ið, án skil­yrða um að ein­stak­lingur sé vímu­efna­laus, auð­veldi heim­il­is­lausum að ein­beita sér að því að vinna á öðrum vanda sem glímt er við. 

Í dag eru í boði 24 „Heim­ili fyrst“ íbúðir í Reykja­vík. Önnur úrræð­i ­fyrir heim­il­is­lausa og utan­garðs­fólk í Reykja­vík­ur­borg eru eru áfanga­heim­il­ið ­fyrir 37 ein­stak­linga, stuðn­ings­heim­ili fyrir 8 karl­menn og 5 kon­ur. Ásamt því eru til staðar tvö neyð­ar­skýli í Reykja­vík­ur­borg en hið þriðja á að bæt­ast við á þessu ári á Granda­garði. Nið­ur­staða ­um­boðs­manns Alþingis er hins vegar að úrræðin séu ekki nægj­an­leg, borgin tryggi utan­garðs­fólki ekki lausn við bráðum hús­næð­is­vanda.

Mynd: Birgir Þór Harðarson

„Heim­il­is­leysi er alvar­legt lýð­heilsu­vanda­mál og mik­il­vægt að veit­endur hús­næðis og heil­brigð­is­þjón­ust­u vinni saman að úrlausn þessa mála þar sem örugg­t hús­næði getur verið veiga­mik­ill þáttur í end­ur­komu ­fólks inn í sam­fé­lagið eftir veik­indi. Rúmur fjórð­ung­ur þeirra sem eru utan­garðs hér á landi var að ljúka við ­stofn­ana­vist.“ segir í skýrslu Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­insog Íbúða­lána­sjóðs segir að 

Í til­lögum Vel­ferð­ar­vaktin er lagt til að borgin fjölgi tals­vert „Heim­ili fyrst“ íbúð­um. Ásamt því bendir vaktin á að koma þurfi upp fleiri á­fanga­heim­ilum þar sem stutt er við utan­garðs­fólk. Enn fremur þurfi að útvega atvinnu­tæki­færi þ.e. lág­þrösk­ulds­vinnu sem gæti hentað utan­garðs­fólki. Að lokum segir í skýrslu Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar segir að til­lög­urnar séu þess eðlis að bæði rík­i og sveit­ar­fé­lög þurfi að koma að þeim og vinna að lausnum sam­eig­in­lega, ekk­ert sveit­ar­fé­lag sé „stikk­frí“ í því sam­band­i. 

Starfs­hópur um mál­efni utan­garðs­fólks skilar af sér til­lögum í maí á þessu ári

Í des­em­ber 2018 skip­aði Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, stýri­hóp um mál­efni utan­garðs­fólks meðal ann­ars vegna til­lagna Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar. Í skip­un­ar­bréf­inu kemur fram hlut­verk hóps­ins sé að skoða þær ábend­ing­ar, hug­myndir og til­lögur sem borist hafa frá Umboðs­manni Alþing­is, Vel­ferð­ar­vakt­inni og Reykja­vík­ur­borg varð­andi mál­efni utan­garðs­fólks.

 Þar á meðal til­lögur um að koma upp­ dagdvöl, bæta aðgengi að með­ferð við vímu­efna­vanda, fjölga áfanga­heim­il­um, útvega atvinnu­tæki­færi, hjúkr­un­ar­rými fyrir eldra utan­garðs­fólk, hús­næð­is­vanda utan­garðs­fólks og skoða leiðir til að bæta máls­með­ferð­ar­tíma. ­Gert er ráð fyrir að hóp­ur­inn skili til­lögum til ráð­herra í maí 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent