Öllum stofnunum og fyrirtækjum í ríkiseigu gert að kolefnisjafna starfsemi sína

Allar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og Stjórnarráðinu er skylt að setja sér loftlagsstefnu og markvisst vinna að því að kolefnisjafna starfsemi sína í nýju frumvarpi umhverfisráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, mælti í gær á Alþingi fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um loft­lags­mál. Í frum­varp­inu er lögð sú skylda á Stjórn­ar­ráð Íslands, stofn­anir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eig­u ­rík­is­ins skuli að setja sér lofts­lags­stefnu.

Verði frum­varpið að lögum þurfa rík­is­að­ilar að setja fram skil­greind mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­jöfn­un við­kom­andi starf­semi í loft­lags­stefn­unni, auk aðgerða svo þeim mark­miðum verði náð. Í loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins, sem verið er að leggja loka­hönd á, er meðal ann­ars gert ráð fyrir kolefn­is­jöfnun flug­ferða starfs­manna.

Loks­ins hafa loft­lags­málin fengið þann sess sem þeim ber 

Í fram­sög­u Guð­mund­ar Ingi á Alþingi í gær kom fram að frá því að lög um loft­lags­mál voru sett fyrir sjö árum hafi loft­lags­vand­inn vaxið og með­vit­und um hann stór­auk­ist. Aukin krafa sé nú gerð um við­brögð og aðgerðir á alþjóða­vísu, sem og í íslensku sam­fé­lag­i. „ Margt hefur breyst og rík þörf er á að upp­færa lög­in. Rík­is­stjórnin hefur sett lofts­lags­málin á odd­inn og mikil vinna á sér nú stað varð­andi þennan mála­flokk. Loks­ins hafa lofts­lags­málin fengið þann sess sem þeim ber,“ sagði Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Í frum­varp­inu eru lagðar fram ýms­ar breyt­ing­ar ­sem miða því að að ná mark­miðum Ísland í loft­lags­mál­u­m, þar á meðal um sam­drátt í losun til 2030 sam­kvæmt ákvæðum Par­ís­ar­samn­ings­ins, um kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040 og um aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum og efldar rann­sóknir og vökt­un.

Kolefn­is­jafna flug­ferðir starfs­manna 

Guð­mund­ur Ingi sagði að það að skylda rík­is­að­ila til að setja sér lofts­lags­stefnu, líkt og gert er í frum­varp­inu, marki ákveðin þátta­skil og að sú skyldi muni hafa marg­feld­is­á­hrif hér á landi ef frum­varpið verði sam­þykkt. Hann telur að þetta muni ekki ein­ung­is ­draga úr losun heldur felst gildið ekki síst í því for­dæmi sem Stjórn­ar­ráðið og aðrir opin­berir aðilar sýni með þessu. 

Mynd: PexelsÍ loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins, sem verið er að leggja loka­hönd á, er gert ráð fyrir því að ráð­ið   kolefn­is­jafni starf­semi sína. Þar með talið er sú losun sem verður vegna flug­ferða starfs­manna Stjórna­ráðs­ins, jafnt innan lands sem utan­. Í stefn­unni er auk þess gerð krafa á rík­is­stofn­anir um slík­a kolefn­is­jöfn­un. Þetta kemur fram í svari Guð­mund­ar Inga við fyr­ir­spurn Ara Trausta Guð­munds­son­ar, þing­manns Vinstri Grænna um sam­göngu­samn­inga og kolefn­is­jöfn­un ­vegna flug­ferða. 

Í svari Guð­mund­ar kemur einnig fram að eitt þeirra ­mark­miða sem rík­is­að­ilar geta sett sér  í lofts­lags­stefnum sínum sé að auka hlut­fall starfs­manna sem eru með sam­göngu­samn­inga, þar sem starfs­menn nýta sér almenn­ings­sam­göngur eða vist­vænan ferða­máta til að ferð­ast til og frá vinnu. Hann segir að það sé aftur á móti í höndum hvers og eins rík­is­að­ila að ákveða hvort boðið sé upp á slíka samn­inga fyrir starfs­menn en margir rík­is­að­ilar bjóða þegar upp á sam­göngu­samn­inga fyrir starfs­menn sína. Stjórn­ar­ráðið hyggst með sinni eigin lofts­lags­stefnu efla sam­göngu­samn­inga allra ráðu­neyta og sam­ræma þá. 

Þá er gert ráð fyrir því í frum­vapr­inu að Umhverf­is­stofnun leið­beini rík­is­stofn­unum um gerð og fram­kvæmd lofts­lags­stefnu og að hún nái til starf­semi við­kom­andi aðila og los­unar sem teng­ist henni. Árlega skili síðan Umhverf­is­stofnun skýrslu til ráð­herra um árangur stofn­ana rík­is­ins og fyr­ir­tækja í meiri­hluta­eigu rík­is­ins. 

Loft­lags­ráð fest í lög 

Í frum­varp­inu er jafn­framt í fyrsta skipti kveðið á um Lofts­lags­ráð í lögum og tekið fram að ráðið sé sjálf­stætt og óhlut­drægt í störfum sín­um. ­Lofts­lags­ráð hefur þegar hafið störf og er skipað full­trúum atvinnu­lífs, sveit­ar­fé­laga, umhverf­is­sam­taka og háskóla­sam­fé­lags­ins. Ráðið á að leið­beina stjórn­völdum um gerð áætl­unar um hvernig megi aðlaga íslenskt sam­fé­lag óum­flýj­an­legum lofts­lags­breyt­ing­um. 

Jafn­framt er lagt til nýtt ákvæði í frum­varp­inu sem fjallar um aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um. Verði frum­varpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráð­herra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um, á grund­velli bestu vís­inda­legrar þekk­ing­ar. Í frum­varp­inu er einnig ákvæði um skýrslu sem ráð­herra lætur vinna um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag á Íslandi. Slíkar skýrslur hafa áður verið unnar að beiðni ráð­herra, en í ljósi fyr­ir­sjá­an­legra áhrifa og breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag verður slík skýrslu­gerð nú lög­fest.  

Önnur ákvæði frum­varps­ins varða breyt­ingar á gild­andi ákvæðum lag­anna, til dæmis varð­andi lofts­lags­sjóð. ­Sam­kvæmt frum­varp­inu munu fjár­veit­ingar til lofts­lags­mála munu ekki ein­göngu koma í gegn um lofts­lags­sjóð. Sjóð­ur­inn mun hins vegar gegna mik­il­vægu hlut­verki þar og fær skýr­ari leið­sögn varð­andi verk­efni sín með þeim til­lögum sem hér eru sett­ar fram. ­Gert er ráð fyrir að sjóð­ur­inn taki til starfa innan skamm­s. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent