Vilja einungis ríka og heilbrigða innflytjendur til Bandaríkjanna

Innflytjendur sem þurfa á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda, notast við matarmiða eða búa við bága fjárhagsstöðu verður neitað um fasta búsetu í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld vilja ekki að innflytjendur verði „byrði á skattgreiðendur.“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Ný banda­rísk inn­flytj­enda­reglu­gerð kveður á að inn­flytj­endur sem búi við bága fjár­hags­stöðu og inn­flytj­endur sem þurfi á opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu að halda mun vera neitað um græna kortið í Banda­ríkj­un­um. Búi inn­flytj­andi í nið­ur­greiddu hús­næði af rík­inu, eða talið er að hann muni þurfa á opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu að halda í fram­tíð­inni, verður nær ómögu­legt fyrir hann að sækja um græna kort­ið. Græna kortið veitir inn­flytj­endum stöðu sem ein­stak­lingar með fasta búsetu í Banda­ríkj­un­um.

Reglu­gerðin sem skrifuð er af rík­is­stjórn Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, bein­ist ekki gegn ólög­legum inn­flytj­endum heldur að inn­flytj­endum sem koma til lands­ins lög­lega og vilja halda áfram að vera í Banda­ríkj­un­um. Búi inn­flytj­end­urnir við bága fjár­hags­stöðu verður hægt að flokka þá sem „byrði á skatt­greið­end­ur“ og þeim því neitað um græna kort­ið. Þetta kemur fram í frétt the New York Times.

Auglýsing
Hin nýja reglu­gerð mun taka gildi í októ­ber og munu þeir inn­flytj­endur sem sækja um græna kortið þurfa að gang­ast undir ítar­lega skoðun á fjár­málum þeirra. Fátækum inn­flytj­endum verður neitað um græna kortið ef talið er lík­legt að þeir muni not­ast við ein­hvers konar bæt­ur, mat­ar­miða (food stamp) eða nið­ur­greitt hús­næði. Rík­ari inn­flytj­end­um, sem talið er að muni þurfa á minni aðstoð að halda, mun verða veitt græna kort­ið. 

Inn­flytj­endur reiði sig ekki á vel­ferð­ar­kerfið

Í gær til­kynnti Kenn­eth T. Cuccin­elli II, yfir­maður banda­ríska rík­is­borg­ara­rétt­ar­ins og inn­flytj­enda­mála, fyrir hönd banda­rísku rík­is­stjórn­ar­innar að reglu­gerð um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­unum yrði hert. Hann sagði að áhersla yrði lögð á að inn­flytj­endur væru „sjálfum sér nægir og beri per­sónu­lega ábyrgð.“ Jafn­framt sem nýja reglu­gerðin „gerir inn­flytj­endum kleyft að sjá fyrir sjálfum sér og ná árangri.“

Cuccin­elli sagði að nýja reglu­gerðin myndi tryggja að inn­flytj­endur geti staðið á eigin fótum og muni ekki reiða sig á vel­ferð­ar­kerfi Banda­ríkj­anna.

Reglu­gerðin mun þó ekki gilda um fólk sem hafi þegar hlotið græna kort­ið, fólk í hern­um, flótta­menn og hæl­is­leit­endur eða óléttar konur og börn. Bar­áttu­menn fyrir rétt­indum inn­flytj­enda hafa varað við því að reglu­gerðin gætu fælt inn­flytj­endur frá því að sækja um græna kort­ið, jafn­vel þótt þeir stand­ist kröfur henn­ar. 

Jákvæðir og nei­kvæðir þættir inn­flytj­enda metnir

Sam­kvæmt nýju reglu­gerð­inni munu opin­berir starfs­menn útlend­inga­stofn­unar Banda­ríkj­anna líta til ald­urs, heilsu, eigna, inn­komu, mennt­unar og fjöl­skyldu­haga, þegar kemur að því að meta hvort inn­flytj­endur ættu að fá græna kort­ið. Fátæk­ari inn­flytj­endum verður gert að sanna að þeir muni ekki þurfa bætur eða hjálp rík­is­ins í fram­tíð­inni. Reglu­gerð­ina má lesa hér.

Í reglu­gerð­inni stendur að nei­kvæðir þættir sem hafi áhrif á umsókn inn­flytj­enda séu atvinnu­leysi, að vera þiggj­andi opin­berrar aðstoð­ar, að hafa þegið opin­bera aðstoð 36 mán­uðum áður en sótt var um græna kortið og að geta ekki greitt fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu.

Jákvæðir þættir telj­ast fjöl­skyldu­tengsl, að vera ensku­mæl­andi, vera mennt­að­ur, hafa heil­brigð­is­trygg­ingu, hafa unnið innan Banda­ríkj­anna, hafa hlotið styrki, vera for­eldri og geta að vinna í fram­tíð­inn­i. 

Heil­brigði stór þáttur

Hafi inn­flytj­andi hlotið opin­bera heil­brigð­is­þjón­ustu og sé án heil­brigð­is­trygg­ingar ann­arrar en opin­berrar mun það bitna á umsókn­inni. Inn­flytj­endur sem geta borgað fyrir sína eigin heil­brigð­is­þjón­ustu án aðstoðar rík­is­ins munu frekar fá græna kort­ið. 

Ákvæðin gilda þó ekki um heil­brigð­is­þjón­ustu fatl­aðra, barna, óléttra kvenna, heil­brigð­is­þjón­ustu veitta í skólum og heil­brigð­is­þjón­ustu kvenna 60 dögum eftir barns­burð. Einnig á reglu­gerðin ekki við um börn sem ætt­leidd verða af banda­rískum borg­ur­um.

Yfir­völd í Banda­ríkj­unum munu jafn­framt hafa rétt að skoða skýrslur um heil­brigði inn­flytj­enda til að meta hvort mögu­lega þurfi inn­flytj­and­inn á opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu að halda í fram­tíð­inn­i. Því er ljóst að inn­flytj­endur sem eru með trygg­ingu og við góða heilsu eiga meiri líkur á að hljóta græna kort­ið. 

Vopn­væða kerfi sem á að hjálpa fólki

„Þetta er grimmi­legt skref í átt að vopn­væða kerfi sem ætlað er til að hjálpa fólki og í stað­inn nota það til að stía fjöl­skyldum í sundur og senda inn­flytj­endum og lit­uðum sam­fé­lög­um  skila­boð­in: Þið eruð ekki vel­kom­in,“ sagði Mari­el­ena Hincapié, fram­kvæmda­stjóri mið­stöðvar inn­flytj­enda­laga í Banda­ríkj­unum í sam­tali við the New York Times. 

„Þetta mun hafa alvar­leg áhrif á fólk, mun neyða sumar fjöl­skyldur að sleppa heil­brigð­is­þjón­ustu og nær­ingu. Skað­inn mun vara í ára­tug­i,“ bætti hún við.

Trump hefur lengi kraf­ist þess að inn­flytj­endur ættu ein­ungis að fá græna kortið byggt á „verð­leika“ sín­um. Í jan­úar 2018 lét hann til að mynda þau frægu orð falla að Banda­ríkin ættu ekki að taka við inn­flytj­endum frá „skíta­löndum.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent