Hvalárvirkjun muni rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um tæpan helming

Samkvæmt niðurstöðum Wildland Research Institute myndi Hvalárvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á heildstæða víðernaupplifun Ófeigsfjarðarheiðar og næsta nágrennis.

Hvalárvirkjun
Auglýsing

Nákvæm kort­lagn­ing vís­inda­manna við Háskól­ann í Leeds á óbyggðum víð­ernum Ófeigs­fjarð­ar­heiðar sýnir að mann­virki Hval­ár­virkj­unar myndu rýra víð­ernin um 45 til 48,5 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­unum ÓFEIGU í dag.

Sam­tökin fengu rann­sókn­ar­setrið Wild­land Res­e­arch Institute (WRi) við Háskól­ann í Leeds til að ráð­ast í kort­lagn­ing­una síð­ast­liðið sum­ar. WRi hefur þróað nákvæmar staf­rænar aðferðir til að kort­leggja og skil­greina víð­erni, mun nákvæm­ari en beitt hefur verið víð­ast hvar, sam­kvæmt ÓFEIGU.

Dr. Stephen Car­ver og Oli­ver Kenyon hjá WRi kynntu nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­innar á fundi sam­tak­anna í dag. Fram kom hjá þeim að kort­lagn­ing víð­ern­anna byggð­ist á grein­ingu á staf­rænum þrí­víðum landupp­lýs­inga­gögn­um, land­notk­un, fjar­lægð frá mann­virkjum og aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja.

Auglýsing

„Gögnin eru notuð til að greina með mik­illi nákvæmni sýni­leika mann­virkja sem geta haft áhrif á víð­er­na­upp­lif­un. WRi hefur þróað for­rit til þess­arar grein­ingar sem byggir á svip­uðum aðferðum og for­rit tölvu­leikja,“ segir í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Mark­mið kort­lagn­ingar WRi er að meta heild­ar­á­hrif fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar á víð­er­na­upp­lifun á Ófeigs­fjarð­ar­heiði og nágrenni. Sam­kvæmt ÓFEIGU er með Hval­ár­virkjun fyr­ir­séð að mann­virki muni skerða þessa upp­lifun og hafi því verið ákveðið að fá WRi til að kort­leggja víð­ernin og greina áhrif virkj­un­ar­inn­ar.

Svæðið sem tekið var til athugunar markast af rauðu línunum, allt frá Hornströndum til Steingrímsfjarðar.

Hval­ár­virkjun hefði veru­lega nei­kvæð áhrif á heild­stæða víð­er­na­upp­lifun

„Skerð­ing víð­erna af völdum Hval­ár­virkj­unar felst í aðkomu­vegum fyrir þunga­vinnu­vél­ar, öðrum nýjum veg­um, stífl­um, yfir­föll­um, lón­stæð­um, skurð­um, raf­línum og stöðv­ar­húsi. Enn fremur minnk­andi rennsli í Rjúkandi, Hvalá og Eyvind­ar­fjarð­ará ásamt sam­svar­andi áhrifum á fossa á svæð­inu. Áhrifin á foss­ana eru hins vegar ekki tekin með í mæl­ingum WRi,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá taki nið­ur­staða grein­ing­ar­innar af öll tví­mæli um að áform um Hval­ár­virkjun hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á heild­stæða víð­er­na­upp­lifun Ófeigs­fjarð­ar­heiðar og næsta nágrenn­is.

Kort­lagði öll sjón­ræn áhrif mann­virkj­anna á svæð­inu

Fyrr­nefnd stofnun WRi hefur unnið að þróun ítar­legrar kort­lagn­ingar á víð­ernum í sam­ráði við skosk stjórn­völd, meðal ann­ars í þjóð­görðum og óbyggðum víð­ern­um, sam­kvæmt ÓFEIGU. Byggt sé á landupp­lýs­ingum í hárri upp­lausn til að meta land­fræði­legt umfang áhrifa og sé meðal ann­ars metið hvort áhrif eru mikil eða lítil með til­liti til fjar­lægð­ar. „Sem dæmi má nefna að hús er ekki aðeins metið út frá stað­setn­ingu, heldur hefur hæð þess áhrif á hversu langt sjón­rænu áhrifin ná. Lágt hús eða hús sem stendur í dæld hefur þannig minni sjón­ræn skerð­ing­ar­á­hrif en hátt hús eða hús sem stendur á hæð.“

Til við­bótar við kort­lagn­ingu á víð­erna­skerð­ingu af völdum Hval­ár­virkj­unar kort­lagði WRi öll sjón­ræn áhrif mann­virkj­anna á svæð­inu, það er hvaðan sést til þeirra. Þau áhrif eru mun umfangs­meiri en aðeins skerð­ing óbyggðra víð­erna, sam­kvæmt nið­ur­stöð­un­um.

Heildar sjónræn áhrif mannvirkja fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar, þ.e. hvaðan sést til þeirra, jafnt af láglendi, heiðum og tindum. Þau áhrif eru mun umfangsmeiri en aðeins skerðing óbyggðra víðerna, samkvæmt kortlagningunni.

Wild­land Res­e­arch Institute er sjálf­stæð fræða­stofnun með sér­þekk­ingu á víð­ern­um, stefnu­mót­un, kort­lagn­ingu og lands­lags­mati. Aðferða­fræði og for­rit WRi hefur einkum verið þróuð í tengslum við kort­lagn­ingu í skoskum þjóð­görðum og ann­ast WRi ráð­gjöf til skosku rík­is­stjórn­ar­innar á þessu sviði. Að auki er WRi með­höf­undur víð­erna­kort­lagn­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins og aðstoðar Alþjóða ­nátt­úru­vernd­ar­stofn­un­ina (IUCN) við kort­lagn­ingu víð­erna­gæða í Frakk­landi. WRi hefur einnig unnið með þjóð­garða­stofnun Banda­ríkj­anna og unnið að mati á víð­erna­gæðum í Kína, sam­kvæmt ÓFEIG­U. 

Hægt að skil­greina óbyggð víð­erni út frá raun­veru­legum aðstæð­um 

Í til­kynn­ingu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna kemur fram að í nátt­úru­vernd­ar­lögum sé svohljóð­andi skil­grein­ing á óbyggðum víð­ern­um: „Óbyggt víð­erni: Svæði í óbyggðum sem er að jafn­aði a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar ein­veru og nátt­úr­unnar án trufl­unar af mann­virkjum eða umferð vél­knú­inna far­ar­tækja og í a.m.k. 5 km fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um.“

Tölu­legu við­miðin séu fyrst og fremst til leið­bein­ingar og nálgun þeirra skili fremur grófum nið­ur­stöð­um. Með nákvæmum kort­lagn­ing­ar­að­ferðum á borð við þær sem WRi fram­kvæmir sé hægt að skil­greina óbyggð víð­erni út frá raun­veru­legum aðstæðum á hverjum stað.

„Víð­erna­grein­ingar í Evr­ópu hafa sýnt að 1 pró­sent af „villtustu“ óbyggðum víð­ernum Evr­ópu ná yfir tæpa 57 þús­und fer­kíló­metra. Þar af eru 24 þús­und fer­kíló­metrar þessa eina pró­sents á Íslandi, eða 42% af „villtustu“ víð­ernum álf­unn­ar. Með skil­grein­ing­unni „villtustu“ er átt við víð­erni sem eru hvað lengst frá öllum mann­virkjum eða aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent