Stökk í dauðsföllum af völdum nýju veirunnar

565 hafa látist, þar af 73 í gær. Yfir 28 þúsund manns hafa smitast síðan í desember, þar af er ástand 3.800 alvarlegt. Ungbarn er meðal smitaðra.

Kínverjar reistu sjúkrahús fyrir hundruð sjúklinga á aðeins tíu dögum. Hvert rúm er nú upptekið.
Kínverjar reistu sjúkrahús fyrir hundruð sjúklinga á aðeins tíu dögum. Hvert rúm er nú upptekið.
Auglýsing

565 hafa lát­ist, þar af 73 í gær. Yfir 28 þús­und manns hafa smit­ast síðan í des­em­ber, þar af er ástand 3.800 alvar­legt. Hin nýja kór­óna­veira, sem fyrst var greind í kín­versku borg­inni Wuhan, á margt sam­eig­in­legt með hinni skæðu SAR­S-veiru sem dró 774 af þeim rúm­lega átta þús­und sem smit­uð­ust til dauða á árunum 2002-2003. Þó að mun fleiri hafi smit­ast af nýju veirunni er hún þó ekki talin eins lífs­hættu­leg.

Nýja veiru­sýk­ingin hefur þegar greinst í að minnsta kosti 25 lönd­um. Lang­flest dauðs­föll­in hafa verið í Kína, aðeins tvö utan þess; annað í Hong Kong og hitt á Fil­ipps­eyj­um.

SAR­S-far­ald­ur­inn, ­kall­aður HABL á íslensku, hefur verið kall­aður fyrsti heims­far­aldur 21. ald­ar­inn­ar enda breidd­ist hann út til 29 landa. SAR­S-veiran greind­ist fyrst í Guang­dong í Kína og er líkt og sú nýja rakin til mark­aðar þar sem seld voru lif­andi og dauð ­dýr. Á átta mán­uðum veikt­ust 8.098 af völdum hennar og af þeim lét­ust 774. Nýja kór­óna­veiran sýkti jafn marga á aðeins einum mán­uði og á þeim tíma tíma höfð­u fleiri lát­ist í Kína en í SAR­S-far­aldr­in­um.

Auglýsing

„Kjarn­inn er sá að þetta er til­brigði af SARS sem dreif­ist auð­veldar en veldur minni skaða,“ var haft eftir Ian Jones, veiru­fræð­ingi við Háskól­ann í Rea­d­ing á Bret­landseyj­um, í nýrri sam­an­burð­ar­rann­sókn á veir­unum tveimur og áhrif­um þeirra.

Veikj­ast seinna eftir smit

Veir­urn­ar haga sér sem sagt ekki með sam­bæri­legum hætti. Til að mynda getur fólk smitast af nýju veirunni og ekki fundið nokkur ein­kenni fyrr en að tveimur vik­um liðn­um. Þeir sem sýkt­ust af SARS fóru að finna ein­kenni á innan við viku.

Fyrst­u ­rann­sóknir á alvar­leika nýju veirunnar benda til að dán­ar­tíðni þeirra sem veikj­ast sé um 2%. Það hlut­fall var mun hærra í SAR­S-far­aldr­inum fyrir sautján ár­um. Af þeim sem sýkt­ust þá lét­ust 9,6%. Þetta kann að vera van­mat á nýju veirunni. Ný rann­sókn sem birt­ist í lækna­blað­inu Lancet, þar sem könnuð vor­u af­drif 99 sjúk­linga, sýndi að 11% þeirra lét­ust.

Er S­AR­S-far­ald­ur­inn hafði geisað í mánuð höfðu fimm manns lát­ist. Á þeim mán­uð­i ­sem leið frá því að nýja kór­óna­veiran upp­götv­að­ist lét­ust hins vegar að minnsta ­kosti 213 þeirra sem höfðu sýkst.

Ung­barn sýkt

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin segir að 50% þeirra sem sýkt­ust af SAR­S-veirunni hafi verið 65 ára eða eldri. Rann­sóknir nú benda til að með­al­aldur þeirra sem látast af völdum nýju veirunnar sé enn hærri.

Á því eru þó und­an­tekn­ing­ar.Í dag var sagt frá því að ung­barn, aðeins 30 klukku­stunda ­gam­alt, hefði greinst með veiruna. Barnið var fætt á sjúkra­húsi í Wuh­an. ­Móð­irin hafði áður en barnið fædd­ist smit­ast af veirunni. Ekki er enn ljóst hvort að barnið smit­að­ist í móð­ur­kviði eða eftir fæð­ingu.

Vís­inda­menn hafa reynt að leggja mat á hversu smit­andi nýja veiran er. Ein rann­sókn sem ­gerð var af kín­verskum vís­inda­mönnum leiddi í ljós að hver sá sem sýk­ist get­i smitað 3-5 til við­bót­ar. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin telur að það sé ofmat, ­stuð­ull­inn sé 1,4-2,5.

Ein ástæða þess að SAR­S-veiran breidd­ist út til svo margra landa á sínum tíma var sú að kín­versk yfir­völd héldu upp­lýs­ingum um far­ald­ur­inn vís­vit­andi frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni. Stofn­unin fékk ekki veður af mál­inu fyrr en 88 ­dögum eftir að fyrsta til­fellið greind­ist í Kína. Heil­brigð­is­yf­ir­völd voru ekki þau einu sem vissu ekki hvað var í gangi, almenn­ingur fékk heldur eng­ar ­upp­lýs­ing­ar.

Kín­versk ­yf­ir­völd segj­ast hafa brugð­ist strax við í þetta skipt­ið. Þau vildu ekki verða ­upp­vís að ban­vænum felu­leik í þetta skipt­ið. Það er ekki síst vís­inda­mönnum í Kína að þakka. Þeir dreifðu upp­lýs­ingum um sýk­ing­una strax til kollega sinna um allan heim.

Borg í sótt­kví

Til að hefta út­breiðslu veirunnar var gripið til ýmissa ráð­staf­anna í borg­inni Wuh­an. Mið­bænum var lokað fyrir allri umferð og ferða­lög til og frá henni voru mjög ­tak­mörk­uð. Borgin hefur í raun verið í ein­angrun í rúm­lega tvær vik­ur. Aðr­ar kín­verskar borgir hafa brugð­ist við með sama hætti.

Margir læknar telja að fleiri hafi sýkst en gefið hefur verið upp. Þeir segja öng­þveitið á sjúkra­húsum í Wuhan og víðar í sama hér­aði það mikið að ómögu­leg­t sé að leggja nákvæmt mat á stöð­una. Fjöl­mörg dæmi eru um að fólk leiti ekki til­ ­sjúkra­húsa, þeim sé vísað frá vegna álags.

Bráða­brigða­búð­ir ­fyrir fólk með mild ein­kenni veiru­sýk­ing­ar­innar hafa verið settar upp um allt, m.a. á íþrótta­leik­vöng­um, sýn­ing­ar­sölum og víð­ar.

Nú stend­ur til, að því er fram kemur í frétta­skýr­ingu New York Times, að safna sýkt­u­m ­saman í ein­angr­un­ar­búðir þar sem hægt verði að veita þeim aðstoð og koma í veg ­fyrir enn frekara smit.

Wuhan er eins og drauga­bær. Þar sjást flæk­ings­hundar hlaupa um götur sem áður vor­u ­troð­fullar af bílum og fólki. Heyra má fugla­söng á fjöl­förnum stöðum sem áður­ drukkn­aði í skvaldri og umferð­arn­ið.

Í glugg­um ­apó­teka stendur stórum stöfum að and­lits­grím­ur, hita­mælar og fleira sé upp­selt.

Frá dýrum í menn

Talið er lík­leg­ast á þess­ari stundu að veiran hafi borist í menn úr leð­ur­blök­um. Það er ­sam­bæri­leg smit­leið og SAR­S-veiran fór árið 2002. Ekki er þó hægt að full­yrða að smitið hafi beint borist á milli leð­ur­blöku og manns. Leð­ur­blökur geta sýkt önnur dýr með munn­vatni og skít og því er mögu­legt að menn hafi smit­ast af öðrum ­dýrum, mögu­lega svín­um.  

Ekk­ert ­bólu­efni er til við nýju kór­óna­veirunni og ólík­legt er að það verði fáan­legt á næst­unni, mögu­lega ekki áður en far­ald­ur­inn  fjarar út.

Sótt­varna­lækn­ir í sam­ráði við stjórn­völd hefur vald til að beita ýmsum harka­legum ráðum til að ­sporna við útbreiðslu far­sótta, sam­kvæmt sótt­varna­lög­um. Á heima­síðu emb­ættis land­læknis um kór­óna­veiruna segir að afar mik­il­vægt sé að sótt­varna­við­brögð séu í sam­ræmi við alvar­leika ógnar og vega þarf áhrif við­bragða á móti áhrif­um far­sótt­ar­inn­ar.

 Við­bragðs­á­ætl­anir sótt­varna­læknis lýsa þessu ­sam­hengi ágæt­lega en þar er mögu­leg lokun eða tak­mörkun sam­gangna tekin fyrir á hættu- og neyð­ar­stig­um. Eins og staðan er núna er unnið á óvissu­stigi og hafa ­sótt­varna­lækn­ir, almanna­varnir og heil­brigð­is­ráð­herra ákveðið að ekki sé ástæða til að loka land­inu nú. Mögu­legt er að smit ber­ist hingað með ferða­mönnum en ­mik­ill meiri­hluti ferða­manna sem hingað kemur hefur ekki verið á sýktum svæð­u­m, ­segir í leið­bein­ing­un­um. 

Ef land­inu er lokað kom­ast Íslend­ingar sem staddir eru er­lendis ekki heim og öll aðföng og útflutn­ingur stöðvast. „Ef tekin væri á­kvörðun um lokun lands­ins núna er úti­lokað að segja til um hversu lengi slík­ar ráð­staf­anir yrðu í gildi. Mögu­leik­inn á þessu úrræði er í stöðugri end­ur­skoð­un í sam­ræmi við áhættu­mat á hverjum tíma.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent