Óttinn við Rússa

Svíar ætla að auka framlög sín til varnarmála um marga milljarða króna á næstu árum. Ástæðan er síaukið hernaðarbrölt Rússa sem Svíum stendur stuggur af. Jafnframt stefna Svíar að auknu varnarsamstarfi við aðrar þjóðir, ekki síst Dani og Norðmenn.

Sænskur hermaður við æfingar í Boden.
Sænskur hermaður við æfingar í Boden.
Auglýsing

Árið 2017, eftir margra ára nið­ur­skurð í fjár­veit­ingum til­ varn­ar­mála, ákvað sænska rík­is­stjórnin að snúa við blað­inu. Þá hafði skyndi­lega runnið upp fyrir sænskum stjórn­mála­mönnum að stór­felldur nið­ur­skurður um lang­t ára­bil hafði gert sænska her­inn að „hálf­gerðum sýnd­ar­her“ eins og einn sænskur ­stjórn­mála­maður komst að orði. Reyndar höfðu margir sér­fræð­ingar á svið­i hern­aðar árum saman reynt að vekja athygli stjórn­mála­manna á ástand­inu en ætíð ­talað fyrir daufum eyr­um. En nú  var ­stjórn­mála­mönn­unum ljóst að grípa yrði til aðgerða.

Ótt­inn við Rússa

Auglýsing

Ástæða þess að Svíum varð ljóst að nauð­syn­legt væri að efla varnir lands­ins og  veita auknu fjár­magn­i til her­mála voru stór­aukin umsvif Rússa. Ekki þarf að fjöl­yrða um hernað þeirra í Úkra­ínu en íbúar Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna, ásamt Bretum höfðu um langt skeið fylgst með síauknum umsvifum rúss­neska flug­hers­ins.  

Her­flug­vélar Rússa sáust nú æ oftar á ferð­inni yfir Eystra­salti og á fleiri svæðum þar sem flug­um­ferð er mik­il. Rúss­arnir eru oftar en ekki með slökkt á rat­sjár­vara vél­anna , en það get­ur ­skapað mikla hættu. Kvart­anir vegna þessa láta Rússar ætíð sem vind um eyr­u ­þjóta. 

Þriggja ára áætlun og her­skylda

Þegar sænski varn­ar­mála­ráð­herrann, Peter Hultqvist, til­kynnti um aukin fram­lög til varn­ar­mála greindi hann frá því að í fyrstu væri um eins­konar „þriggja ára áætl­un“ að ræða. Fjár­veit­ingin skyldi á þessum þrem­ur árum nema sam­tals 8.1 millj­arði sænskra króna (105 millj­arðar íslenskir) en „það er bara byrj­un­in,“ sagði ráð­herr­ann. Hann sagð­i  ­jafn­framt að sænska stjórnin hefði ákveðið að end­ur­vekja her­skyld­una, en hún hafði verið „sett í hlé“ árið 2010. Ekki þurfti laga­breyt­ingu til, því her­skyldan hafði ein­ungis verið felld úr gildi, tíma­bund­ið, eins og áður sagð­i. 

Ástæða þess að nauð­syn­legt var talið að end­ur­vekja her­skyld­una, sem hafði ver­ið í gildi í 110 ár, var sú að of fáir höfðu valið að ger­ast her­menn og her­inn orð­inn alltof fámennur til að hann gæti sinnt þeim verk­efnum sem honum vor­u ætl­uð. Sam­kvæmt áætl­unum hers­ins var þörf á um það bil 4 þús­und nýjum her­mönn­um ár­lega en að jafn­aði höfðu aðeins 1500 nýliðar árlega gengið til liðs við her­inn. 

Sænsk herþyrla á sýningu nýverið. Mynd: EPA

Rétt er að geta þess að þessi „nýja“ herkvaðn­ing var fyrst og fremst end­ur­vakn­ing heima­varn­ar­liðs­ins, sem er eins­konar stuðn­ingur við her­inn, þeg­ar, og ef, á þarf að halda. 

5. júní árið 2018 fengu 22 þús­und Svíar orð­send­ingu þar sem þeim var gert að mæta á stóra æfingu með hernum morg­un­inn eft­ir, á þjóð­há­tíð­ar­degi Sví­þjóð­ar. Ugg­laust hafa ein­hverjir klórað sér í koll­inum yfir­ þess­ari orð­send­ingu, enda ekki dag­legt brauð. Heima­varn­ar­liðið var síð­ast ­kallað út til æfinga árið 1975, síðan voru liðin 43 ár.

 Stór­auknar fjár­veit­ing­ar  og ný tæki 

Skömmu fyrir síð­ustu ára­mót til­kynnti sænski varn­ar­mála­ráð­herr­ann að frá árinu 2021 verði árleg fram­lög til varn­ar­mála auk­in um 5 millj­arða (65 millj­arða íslenska) til árs­ins 2025. „Og við látum þar ekki ­staðar numið, áætl­anir okkar gera ráð fyrir stór­auknum fjár­veit­ingum fram til­ árs­ins 2030.“ 

­Sænski her­inn hefur pantað 60  ­Gripen E orustu­þot­ur, þessar þot­ur, sem eru sænskar, eiga að leysa af hólmi eldri þotur frá  sama fram­leið­anda. Þær nýju sagðar full­komn­ari í alla staði. Sænski flot­inn hefur sömu­leiðis haf­ið ­smíði tveggja kaf­báta sem að sögn verða mjög full­komn­ir. Þeir bæt­ast við þá fimm sem flot­inn á fyr­ir. Sænski her­inn hefur einnig pantað nýjan banda­rískan eld­flauga­varna­búnað af gerð­inni Pat­riot.

Aukin varn­ar­sam­vinna við aðrar þjóðir

Þótt Svíar hafi um langt skeið fyrst og fremst treyst á eigin hern­að­ar­mátt, og hlut­leys­is­stefnu, hafa þeir þó á síð­ustu árum í aukn­um ­mæli horft til sam­vinnu við aðrar þjóð­ir. Sænski her­inn hefur tekið þátt í her­æf­ing­um, meðal ann­ars með Banda­ríkja­mönnum og skipu­lagt slíkar æfingar á sænskri jörð. 

Svíar eru aðilar að Nor­defco sem er sam­starfs­vett­vang­ur Norð­ur­land­anna á sviði varn­ar- og örygg­is­mála. Auk Sví­þjóðar eiga Ísland, Nor­eg­ur, Finn­land og Dan­mörk aðild að þessum sam­tök­um, sem voru stofnuð árið 2009. Þegar sænski varn­ar­mála­ráð­herr­ann kynnti ákvarð­anir stjórn­ar­innar um ­aukin fram­lög til her­mála, og áður var á minnst, gat hann þess jafn­framt að Svíar stefndu að enn nán­ari sam­vinnu við Eystra­salts­löndin þrjú og fleiri lönd.

Þótt ráð­herr­ann nefndi ekki NATO fór ekki milli mála hvað hann átti við. Til marks um þessa auknu sam­vinnu má nefna að í nóv­em­ber árið 2018 fór fram í Nor­egi ein stærsta  her­æf­ing sem haldin hefur verið í Norð­ur­-­Evr­ópu, Trident Junct­ure. Um 50 ­þús­und manns tóku þátt í þess­ari æfingu, þar á meðal bæði Svíar og Finn­ar.

Skoð­ana­kann­anir sýna að meiri­hluti Svía styður ákvarð­an­ir ­stjórn­valda um upp­bygg­ingu hers­ins. Einni mik­il­vægri spurn­ingu varð­andi þessa ­upp­bygg­ingu hers­ins er þó ósvar­að: hvaðan eiga pen­ing­arnir að koma. Þeg­ar varn­ar­mála­ráð­herr­ann var spurður um þetta á frétta­manna­fundi svar­aði hann því til að „við tökum upp banka­skatt, það fleytir okkur lang­t“. Hvort fjár­munir frá­ slíkum skatti  dugi til að fjár­magna stór­aukin hern­að­ar­um­svif er svo önn­ur, og ósögð, saga.     

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar