Einkafyrirtæki á fræðslumarkaði vilja aðild að sumarúrræðum stjórnvalda fyrir námsmenn

Námskeið á vegum endurmenntunardeilda háskólanna eru endurgreidd í sumar vegna sumarúrræða stjórnvalda. Forsvarsmenn tveggja einkafyrirtækja sem starfa í sama geira segjast ekki hafa tök á að keppa við verðin sem háskólarnir geta nú boðið upp á.

Fjölbreytt námskeið standa fólki til boða í sumar og haust í endurmenntunardeildum háskólanna.
Fjölbreytt námskeið standa fólki til boða í sumar og haust í endurmenntunardeildum háskólanna.
Auglýsing

Algjör­lega er horft fram hjá einka­fyr­ir­tækjum sem sér­hæfa sig í nám­skeiða­haldi og fræðslu­miðlun í sum­ar­úr­ræðum stjórn­valda er lúta að námi. Þetta er mat tveggja fram­kvæmda­stjóra slíkra fyr­ir­tækja. 



Háskól­arnir fá um 500 millj­ónir króna vegna sér­stakra sum­ar­úr­ræða fyrir náms­menn. Hluti þess fjár­magns fer svo til end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna.. Vegna þessa geta skól­arnir boðið upp á nám­skeið fyrir þrjú þús­und krón­ur, nám­skeið sem áður gátu kostað tugi þús­unda. Nám­skeiðin eru sér­stak­lega ætluð ungum náms­mönnum sem og þeim sem hafa misst atvinnu sína í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum en í raun og veru getur hver sem er sótt nám­skeið­in. Meðal skól­anna sem bjóða upp á nám­skeiðin eru Háskóli Íslands, Háskól­inn í Reykja­vík, Háskól­inn á Akur­eyri, Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands og Lista­há­skóli Íslands.

End­ur­mennt­un­ar­deildir í sam­keppni við einka­mark­að­inn

„Okkur finnst þetta dálítið sér­stakt, að það sé í raun og veru verið að halda þessu innan rík­is­ins. Eins og við horfum á þetta þá er auð­vitað nógu erfitt að reka einka­fyr­ir­tæki með öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir síð­ustu mán­uði. Okkar rekstur hér í mars og apr­íl, við stöðv­uðum hann út af til­mælum stjórn­valda,“ segir Jón Jósa­fat Björns­son fram­kvæmda­stjóri Dale Carnegie á Íslandi.

Auglýsing


Hann seg­ist vera orð­inn dálítið óþreyju­fullur í bið sinni eftir aðgerðum stjórn­valda sem gætu nýst í rekstr­in­um, brú­ar­lán eða lok­un­ar­styrki. „Svo kemur að því að mennta ungt fólk og aðra yfir sum­arið og þá ger­ast hlut­irnir mjög hratt. Menn færa fé inn í ráðu­neytið og snúa sér ein­göngu að háskól­anum sem aftur lætur fjár­magnið flæða inn í end­ur­mennt­un­ar­deildir sínar til að keppa beint við einka­mark­að­inn, það er auð­vitað sér­stök staða.“



Hann segir að stuðn­ingur við menntun sé af hinu góða en að sam­ráð við þá sem þekkja til í geir­anum hafi vant­að: „Það sem er klár­lega grát­legt í þessu fyrst að menn fóru af stað í þetta sem er auð­vitað frá­bært, hvers vegna var ekki sest niður með öllum aðil­um? Hvers vegna treysta menn ekki öðrum til að koma fram með fram­boð sem vant­ar?“

Getur ekki keppt við verð end­ur­mennt­unar

Ingrid Kuhlman fram­kvæmda­stjóri hjá Þekk­ing­ar­miðlun tekur í sama streng. „Auð­vitað styð ég það að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að styrkja atvinnu­leit­endur og fólk sem vill bæta við sig þekk­ingu. Vanda­málin við þessi úrræði er að þau standa bara háskól­unum til boða,“ segir Ingrid. 

End­ur­mennt­un­ar­deild­irnar bjóða upp á fjöl­breytt nám­skeið og fram­boð þeirra skar­ast að ein­hverju leyti við fram­boð einka­fyr­ir­tækj­anna, líkt og Ingrid bendir á: „Þetta eru meðal ann­ars nám­skeið um jákvæða sál­fræði, um breyt­inga­stjórnun og um árang­urs­ríka fram­komu. Þetta eru allt nám­skeið sem einka­að­ilar bjóða líka upp á. Nú er ég með fram­kom­unám­skeið og um teym­is­vinnu. Það er alveg ljóst að við sem einka­að­ilar á fræðslu­mark­aði getum ekki keppt við þessi verð. Það er alveg ljóst að ég mun ekki bjóða upp á nein nám­skeið í jákvæðri sál­fræði í bil­i.“



„Okkur finnst þetta ekki sann­gjarnt og þetta skekkir sam­keppn­ina,“ segir Ingrid sem vonar að  hugs­un­ar­leysi hjá stjórn­völdum hafi ráðið því að einka­fyr­ir­tæki hafi ekki fengið að vera með í ráð­um.

Hugsað fyrir þá sem lenda í atvinnu­vand­ræðum

Kristín Jóns­dóttir Njarð­vík, end­ur­mennt­un­ar­stjóri hjá End­ur­menntun Háskóla Íslands, hefur þetta að segja um fram­boð nám­skeiða hjá End­ur­menntun HÍ: „Þetta eru úrræði stjórn­valda og þau setja 500 millj­ónir í háskóla­stigið eins og komið hefur fram. Þeir setja 500 millj­ónir í háskól­ana til þess að koma með úrræði fyrir háskóla­nema, bæði þá sem eru í háskól­an­um, þá sem hyggj­ast fara í háskóla­nám og þá líka fyrir fólk sem er á kross­götum atvinnu­lega séð og myndi vilja breyta að ein­hverju leyti um starfs­vett­vang.“



Spurð að því hvort þetta sé ekki und­ar­legt í sam­keppn­is­legu til­liti svarar Krist­ín: „Þetta er ákvörðun stjórn­valda, það er ekki mitt að hafa skoðun á því, við tökum bara þátt í þessu með Háskóla Íslands. Í sjálfu sér finnst mér þetta gott fram­tak hjá stjórn­völdum til að koma til móts við þennan hóp.“



Aðspurð um það hvort að nám­skeiðin geti einnig hentað þeim sem eru í hluta­starfi segir Krist­ín: „Þetta er hugsað svona fyrir þá sem eru að lenda í vand­ræðum í vinnu, geta verið í hluta­starfi eða verið búin að missa vinn­una eða sjá fram á að missa hana.“

Nám­skeiðin standa öllum til boða

Þrátt fyrir að nám­skeiðin sem falla undir sum­ar­úr­ræði stjórn­valda séu sér­stak­lega ætluð „ungum námsönnum og þeim sem misstu atvinnu sína í Covid-19 far­aldr­in­um,“ þá standa þau hverjum sem er til boða. Til dæmis stendur í nám­skeiðs­lýs­ingu fyrir nám­skeiðið Gagna­söfn og SQL hjá End­ur­menntun Háskóla Íslands­ að það sé „Til­valið fyrir starfs­menn hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækja eða –deilda sem ekki eru tölv­un­ar­fræð­ing­ar. Hentar t.d. einnig við­skipta­fræð­ingum sem vinna með mikið gagna­magn og vilja kanna kosti þess að færa gögnin og vinnslu þeirra yfir í „al­vöru“ ­gagna­safns­kerf­i.“



Hinir skól­arnir bjóða líka upp á nám­skeið sem höfðað gætu sér­stak­lega til fag­fólks. Hjá Opna háskól­anum sem er end­ur­mennt­un­ar­deild Háskól­ans í Reykja­vík er boðið upp á nám­skeið­ið Að leiða mark­aðs­starf í gegnum krefj­andi tíma­bil. Í nám­skeiðs­lýs­ingu segir um nám­skeið­ið: „­Nám­skeiðið hentar ein­stak­lingum sem vilja styrkja stöðu sína. Einnig þeim stjórn­endum sem þurfa að takast á við áskor­anir á eft­ir­spurna­hlið fyr­ir­tækja. Fyrir sér­fræð­inga í mark­aðs­málum og/eða stjórn­endur og starfs­menn fyr­ir­tækja sem eru undir áhrifum Covid-krís­unn­ar.“ 

Þessi nám­skeið eru ein­ingis hluti þeirra nám­skeiða sem í boði eru hjá end­ur­mennt­un­ar­deildum háskól­anna. Einnig eru í boði nám­skeið sem sér­stak­lega munu nýt­ast náms­fólki í und­ir­bún­ingi fyrir háskóla­nám svo dæmi séu tek­in. Öll nám­skeið sem eru hluti af fram­boði end­ur­mennt­un­ar­deilda vegna sum­ar­úr­ræða stjórn­valda kosta, líkt og áður seg­ir, þrjú þús­und krón­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent