Mengandi agnir úr dekkjum og bremsuklossum enda á afskekktum svæðum jarðar

Meira en 200 þúsund tonn af plastögnum fjúka af vegum og út í hafið ár hvert að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem leidd var af norsku loftgæðastofnuninni.

Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Auglýsing

Nið­ur­staða nýrrar rann­sóknar á upp­runa plasts í haf­inu er sú að örsmáar plast­agn­ir, svo­kallað örplast, berst í meira mæli með vindi út í sjó en með ám, ólíkt því sem áður var talið. Í rann­sókn­inni var sjónum beint að örsmáum ögn­um, svifryki, sem verða til þegar dekk og bremsuklossar eyð­ast. Sam­kvæmt mati vís­inda­mann­anna verða um 550 þús­und tonn af ögnum sem eru minni en 0,01 mm til með þessu móti á hverju ári. Um helm­ing­ur­inn eða um 200 þús­und tonn endar í haf­inu. Þá er það nið­ur­staða vís­inda­mann­anna að um 80 þús­und tonn falli árlega á afskekktum svæðum og á snævi þöktu landi og jökl­um. Agn­irnar eru svartar og draga því í sig hita frá sól­inni og því gætu þær hraðað bráðnun jökla .



Í umfjöllun Guar­dian um rann­sókn­ina segir að örplast hafi fund­ist um alla jörð­ina allt frá heim­skauta­svæðum til tinda hæstu fjalla. Þá er þær einnig að finna á botni dýpstu haf­svæða. Þessar agnir geta inni­haldið skað­leg efni og þær hafa valdið skaða á líf­rík­inu í sjón­um. Þá er einnig vitað að þær enda í ýmsum mat­vælum og drykkj­ar­vatni og þannig kom­ast þær inn í lík­ama fólks.  



Fyrri rann­sóknir höfðu gefið vís­bend­ingar um að örplast færi um heim­inn með vindum en sú norska er sú fyrsta sem leggur mat á magn efn­anna sem ferð­ast með þeim hætti.

Auglýsing


Vís­inda­menn­irnir ein­beittu sér að ögnum úr bíldekkjum og bremsuklossum þar sem þegar er að finna góð gögn um hvernig þær verða til. „Vegir eru veiga­mikil upp­spretta örplasts sem endar á afskekktum svæð­um, þar á meðal í haf­in­u,“ hefur Guar­dian eftir Andr­eas Stohl hjá Loft­gæða­stofnun Nor­egs sem leiddi rann­sókn­ina. Hann segir að með­al­dekk tapi um fjórum kílóum af þyngd sinni á líf­tíma sín­um. Stohl segir dekkin því mun stærri upp­sprettu örplasts en til dæmis föt.



Skýr­ingin á því að útbreiðsla örplasts í and­rúms­loft­inu hefur verið van­metin til þessa er sú að það er mjög erfitt að rann­saka hana af því að agnir sem geta borist með lofti eru svo gríð­ar­lega smáar og erfitt að bera kennsl á upp­runa þeirra. En þessar allra minnstu agnir eru að mati Stohl þær skað­leg­ustu þegar kemur að áhrifum á heilsu og vist­kerfi. Þær eru svo litlar að lík­leg­ast geta þær kom­ist inn í blóð­rás fólks og dýra.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var nýverið birt í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications.

Á notkunartíma dekkja losna um fjögur kíló af ögnum út í andrúmsloftið. Mynd: Ellie Burgin - Pixels



Stohl segir að þar sem nið­ur­staðan sé fengin með lík­ind­um, m.a. út frá áætl­uðu magni agna úr dekkjum og bremsuklossum og hermi­lík­önum á vinda­kerfi heims­ins ríki tölu­verð óvissa um hvert agn­irnar dreifast. Þær gætu t.d. fallið fyrr til jarðar eða í hafið ef það rignir en hermi­líkanið áætl­ar.



Ef ekk­ert slíkt truflar ferð hinna örsmáu agna geta þær borist með loft­inu jafn­vel í heilan mán­uð.



Ekki hefur hingað til mikið verið rætt um dekk og bremsuklossa sem upp­sprettu örplasts. Hingað til hefur aðal­lega verið rætt um notkun bíla í tengslum við umhverf­is­mál vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Raf­magns­bílar eiga að margra mati að draga úr þeim vanda en eftir situr að raf­magns­bíll er að jafn­aði þyngri en bíll að svip­aðri stærð sem gengur fyrir jarð­efna­elds­neyti. Það þýðir meira álag á dekk og brems­ur, bendir Stohl á.

„Þessi rann­sókn sýnir hversu sam­tengd afskekkt­ustu svæði heims eru við athafnir okkar í borgum og á veg­um,“ segir Erik van Sebille sem kennir við háskól­ann í Utrecht og er í teymi Stohls.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent