Víðir: Verum heima með fjölskyldunni

„Þetta er auðvitað hundfúlt en samt að einhverju leyti það sem við gátum búist við,“ sagði Víðir Reynisson á blaðamannafundi dagsins. Þar með orðaði hann hugsanir okkar flestra: Frelsið var yndislegt en nú þurfum við að stíga skref aftur.

Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Auglýsing

Góðan og bless­aðan dag­inn.



Þannig hóf Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, ávarp sitt á blaða­manna­fundi í Safna­hús­inu í dag. Fund­ur­inn var hald­inn til að til­kynna að nú hefði verið stigið skref til baka í aðgerðum stjórn­valda – aðeins 100 mega koma saman í stað 500 eins og verið hefur síð­ustu vik­ur. Tveggja metra reglan er orðin að sann­kall­aðri reglu en ekki til­mælum og ef henni verður ekki við­komið skal fólk bera and­lits­grím­ur. Það er nýtt. Alveg nýtt. 



Víðir hefur ítrekað ávarpað okkur með þessum upp­hafs­orðum síð­ustu mán­uði. Það gerði hann á öllum upp­lýs­inga­fundum vetr­ar­ins og fram á sum­ar. Með sínu ákveðna en hlý­lega fasi var það jú hann sem sagði okkur að ferð­ast inn­an­húss um pásk­ana og var sá sem slag­orðið „Ég hlýði Víði“ sner­ist um.



Nú biður Víðir okkur aftur að hlýða sér. Eftir að hafa verið í fríi – vissu­lega verð­skuld­uðu  – var hann mættur á ný til að stappa í okkur stál­inu. Biðja okkur að standa sam­an.

Auglýsing



„Ein af stóru ástæð­unum fyrir því að þetta gekk vel hjá okkur í vetur var að við gripum til aðgerða, við gripum til alvar­legra aðgerða og við gripum til þeirra snemma,“ sagði Víð­ir. „Þess vegna þurftum við ekki að fara í lok­anir og harka­legar aðgerðir eins og mörg önnur lönd þurftu síð­ar.“



Hann sagði að enn værum við ekki komin á þann stað að neyð­ar­á­stand ríkti „og með sam­eig­in­legum aðgerðum þá ætlum við að koma í veg fyrir að við lendum þar,“ sagði hann með áherslu.



Og svo sagði hann það sem við öll sem hlust­uðum á heil­brigð­is­ráð­herra boða hertar aðgerðir vorum að hugs­a:  „Þetta er auð­vitað hund­fúlt en samt að ein­hverju leyti það sem við gátum búist við.“



Að aðeins hund­rað manns megi koma saman í stað 500 síð­ustu vikur er ekki eitt skref til baka heldur nær tveim­ur. Yfir­völdum er alvara.



„Nú er málið að standa saman og tækla þetta af ábyrgð. Látum þetta ekki hræða okkur eða pirra okkur en það eru samt sem áður eðli­leg við­brögð. Verum ekki reið – verum umburð­ar­lynd.“



Hann, líkt og allir sem voru á fund­in­um, sagði að nú giltu „sem aldrei fyrr“ hinar ein­stak­lings­bundnu smit­varn­ir. „Ef þú ert með ein­kenni – vertu heima, jafn­vel þó að þau séu smá­vægi­leg. Láttu taka hjá þér sýn­i.“



Svo kom að því sem ekki má:



„Ekki heils­ast með handa­bandi. Ekki faðm­ast. Ekki vera að fara í hópa með fólki sem þú þekkir ekki ef þú ert í áhættu­hópi. [...] Hand­þvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.“



Og með ákveðni bætti hann við: „Ef þú færð boð í skimun­ina sem er í gangi: Mætt­u!“



Hinar hertu aðgerðir taka gildi á hádegi á morg­un, föstu­dag. Dag­inn fyrir þá helgi sem und­an­farna ára­tugi hefur verið kölluð mesta ferða­helgi árs­ins. „Þetta er stuttur tími til und­ir­bún­ings en við kunnum þetta. Við vorum að gera þetta í maí, þurfum að rifja þetta upp og virkja aftur verk­lag og leið­bein­ing­ar.“



Víðir benti svo á að ekki stæði til að „loka öllu“ en í far­aldr­inum í vetur var allri þjón­ustu sem krafð­ist nándar hætt tíma­bund­ið. „Við ætlum að setja þetta í hendur rekstr­ar­að­ila, að vera ábyrgir og taka sjálf­stæðar ákvarð­an­ir. Við­miðið er hund­rað manns á sama stað. Og það er mik­il­vægt að við lítum á þetta sem sótt­varna­ráð­stöfun og förum ekki að leita leiða í kringum þetta. Hættum að búa til enda­laus sótt­varna­hólf og slíkt.“



Svo var komið að loka­orðum Víðis sem voru alltaf full af vina­legum boð­skap á upp­lýs­inga­fundum vetr­ar­ins. Þannig var það einnig nú. 

„Við höfum gert þetta. Við höfum getað þetta og við getum þetta núna. Við gerum þetta sam­an. Ég vil beina orðum mínum sér­stak­lega til unga fólks­ins sem hefur verið spennt mjög lengi að fara í úti­legu og skemmta sér með vinum og kunn­ingjum núna um helg­ina. Við verðum að láta þetta bíða. Við höfum margoft sagt það að sum­arið 2020 er hið skrítn­asta sum­ar. Búum til öðru­vísi minn­ing­ar, verum heima með fjöl­skyld­unni, látum lífið halda áfram og verum góð hvert við ann­að.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent