Óvissa um nýorkubíla eykur „gríðarlega áhættuna“ í rekstri bílaleiga

Ferðaþjónustan vill vinna með stjórnvöldum en ekki gegn þeim í umhverfismálum en þá þurfa sjónarmið þeirra þó að fara saman, segir í umsögn SAF um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Auglýsing

Nýorku­gjafar þurfa að vera raun­vegu­l­egt val svo ferða­þjón­ust­an, m.a. bíla­leig­ur, geti tekið þátt í orku­skiptum í sam­göng­um. Einnig þurfa fleiri jákvæðir hvatar að vera fyrir hendi svo nýorku­gjafar verði fyrir val­inu.



Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. „Ferða­þjón­ustan er reiðu­búin að fylgja stjórn­völdum í umhverf­is­málum en til þess þurfa sjón­ar­mið þeirra þó að fara sam­an,“ segja sam­tök­in. SAF vilji vinna með stjórn­völdum en ekki gegn þeim en „stjórn­völd verða þá vera reiðu­búin að láta nýorku­gjafa vera raun­veru­legt val“.



Með aðgerðum í annarri útgáfu aðgerð­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar, sem birt var og óskað eftir umsögnum um í haust, er áætlað að árið 2030 muni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands hafa dreg­ist saman um ríf­lega milljón tonn af CO2-í­gildum miðað við los­un­ina árið 2005. Mikil áhersla er lögð á breytta ferða­máta og að fjölga vist­vænum bíl­um, m.a. bíla­leigu­bíl­um. Mark­miðið er að árið 2030 verði 30-50 pró­sent bíla­leigu­bíla orðnir vist­væn­ir. „Áhrif inn­kaupa bíla­leiga á sam­setn­ingu bíla­flot­ans eru veru­leg þar sem bíla­leigu­bílar eru tæpur helm­ingur allra nýskráðra bif­reiða á Ísland­i,“ segir í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni. „Áhrifin á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru tví­þætt: Ann­ars vegar vegna akst­urs ferða­manna, sem er að minnsta kosti fjórð­ungur af öllum einka­akstri á land­inu, og hins vegar þegar fyrr­ver­andi bíla­leigu­bílar verða að heim­il­is­bílum lands­manna á eft­ir­mark­að­i.“

Auglýsing


Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar segja í sinni umsögn að kaup­verð nýorku­bíla sé í flestum til­fellum hærra en ann­arra sam­bæri­legra bif­reiða. „Hærra verð lækkar hvata ferða­manna og bíla­leig­unnar að velja vist­væna bíla. Úrval nýorku­bif­reiða hefur verið tak­markað og það hefur áhrif á afhend­ing­ar­tíma og afhend­ingar­ör­ygg­i.“



Bíla­leigur kaupa inn mikið magn af bílum og segja sam­tökin óvissu um hvernig tæknin komi til með að þró­ast sem og kaup­verð, drægi, hleðslu­tími og sjálf­virkni­væð­ing, sem auki „gríð­ar­lega áhætt­una í rekstri“.



Land­vernd segir í sinni umsögn að aðgerðir sem varði orku­skipti í sam­göngum séu ekki sann­fær­andi. Þeirri aðferð að setja á hátt kolefn­is­gjald sé ekki verið að beita sem þó hafi sýnt sig að sé árang­urs­rík­ust til að draga úr los­un. OECD og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi sagt hana skjót­virk­ustu leið­ina til þess að Par­ís­ar­sam­komu­lagið náist. Kost­ur­inn við hátt kolefn­is­gjald sé m.a. sá að það nær til lang­flestra geira og hægt sé að tryggja að tekju­lágir hópar beri ekki óeðli­lega háar byrð­ar.



Bann við inn­flutn­ingi bens­ín- og dísil­bíla er enn bundið við 2030 í aðgerð­ar­á­ætl­un­inn­i.  Er þar átt við fólks­bíla. Þetta gagn­rýnir Land­vernd og segir verk­efn­is­stjórn aðgerða­á­ætl­un­ar­innar ítrekað hafa verið bent á gagn­leysið í því að tíma­setja þá aðgerð svo seint. „Á næstu níu árum eiga aðgerðir sem ein­göngu sam­an­standa af hvötum og vel­vilja almenn­ings að snúa við þróun þar sem losun hefur auk­ist fram til þessa. Til þess að ná árangri er nauð­syn­legt að banna nýskrán­ingu bensín og dísil­bíla mun fyrr og hækka kolefn­is­gjald. Þeir bílar sem eru keyptir í dag verða enn á göt­unum eftir 10 ár. Í þessu sam­hengi er áríð­andi að meta nú þegar áhrifin af vist­vænum bíla­leigu­bílum og fara strax í aðgerðir sem tryggja að bíla­leig­urnar kaupi ekki inn bensín og dísil­bíla á næstu árum.“



Fram­leið­endur náð góðum árangri í að minnka útblástur



Bíl­greina­sam­bandið vekur í sinni umsögn athygli á því að íslenski bíla­flot­inn er orð­inn einn sá elsti í Evr­ópu. Á þessu ári sé með­al­aldur farg­aðra öku­tækja 17,45 ár og hefur sú tala farið hækk­andi með hverju árinu.



Sam­bandið bendir einnig á að árangur bíla­fram­leið­enda hafi verið góður í að ná niður útblást­urs­gildum öku­tækja. Þetta leiði af sér að fram­leið­endur eru stöðugt að þróa öku­tæki knúin með jarð­efna­elds­neyti til að ná niður los­un­ar­gildum þeirra. Sam­bandið leggur því til að „ríkt sam­ráð“ verði haft við sam­tökin við frek­ari mótun þeirrar aðgerðar að banna nýskrán­ingu bens­ín- og dísil­bíla árið 2030.  Í því sam­bandi þurfi að huga að fjöl­mörgum þátt­um, s.s. fram­boð öku­tækja, innvið­um, flutn­ings­vega­lengd­um, umsvifum í  efna­hags­líf­inu og ferða­þjón­ust­unn­ar.



Sam­kvæmt aðgerða­á­ætl­un­inni er nú stefnt að því að flýta orku­skiptum í þunga­flutn­ing­um. Losun frá hverri þunga­bif­reið er marg­falt meiri en frá hverjum fólks­bíl auk þess sem þær aka hlut­falls­lega meira. Aðgerðin er enn í mót­un.

Stjórnvöld stefna á að uppfylla sínar skyldur gagnvart Parísarsamkomulaginu og gott betur. Mynd: Pexels



Sam­tök versl­unar og þjón­ustu segja í umsögn sinni að hafa verði í huga að öku­tæki í eigu margra atvinnu­rek­enda séu nýtt í þjón­ustu við lands­byggð­ina og þurfi af þeim sökum jafn­vel að vera vel búin. „Í mörgum til­vikum eru slík öku­tæki nýtt fjarri orku­innviðum og því hafa öku­tæki sem brenna jarð­efna­elds­neyti aðeins komið til greina.“



 Að mati sam­tak­anna þarf að vera svig­rúm til að taka ríkt til­lit til slíkra aðstæðna þegar að mótun und­an­þága kem­ur.



Við­skipta­ráð veltir því upp hvort skyn­sam­legra væri að gera rekstur bens­ín- og dísil­bíla kostn­að­ar­sam­ari með álagn­ingu gjalda frekar en að banna nýskrán­ingu þeirra frá árinu 2030. Þessu til við­bótar kemur til álita hvort slík inn­grip séu yfir höfuð nauð­syn­leg vegna þró­un­ar­innar síð­ustu miss­eri. Þró­unin í átt að vist­vænni bílum er nú þegar gríð­ar­lega hröð og hrað­ari en margir bjugg­ust við. Til marks um það voru 25 pró­sent nýskráðra bif­reiða árið 2019 knúnar með ann­ars­konar orku­gjafa en jarð­efna­elds­neyti að hluta eða öllu leyti, en fyrstu níu mán­uði árs­ins 2020 var hlut­fallið 43 pró­sent. „Verði þró­unin með sama hraða næstu ár, sem auð­veld­lega má færa rök fyr­ir, er stutt í að nær allar inn­fluttar bif­reiðar verði knúnar með öðrum orku­gjöfum en jarð­efna­elds­neyti, óháð boðum og bönn­um.“



Orku­veita Reykja­víkur vonar að bíla­fram­leið­endur taki við sér og svari kalli stjórn­valda um nýorku­bíla mun fyrr en árið 2030. Sam­hliða er að mati fyr­ir­tæk­is­ins mik­il­vægt að bjóða áfram íviln­anir og koma til móts við t.d. barn­margar fjöl­skyldur verði ódýr­ari val­mögu­leikar í hrein­orku­bílum ekki komnir á mark­að.



Í umsögn Lands­virkj­unar segir að aukin hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku sé lyk­il­at­riði í að minnka kolefn­islosun á heims­vísu. Ísland nýti nær 100 pró­sent end­ur­nýj­an­lega orku til raf­orku­vinnslu og varma­öfl­un­ar. Sú orka hafi hverf­andi kolefn­is­spor „og leggur Ísland því þegar mik­il­vægt lóð á vog­ar­skál­arnar í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um“. Á Íslandi er stóra áskor­unin nú að mati Lands­virkj­unar orku­skipti í sam­göngum á landi, láði og lofti. „Þar höfum við tæki­færi til að vera áfram leið­andi sem land end­ur­nýj­an­legrar orku en það þarf að marka sam­eig­in­lega fram­tíð­ar­sýn, útfæra áætlun og fylgja henni eftir af kraft­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent