Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf

Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, óskaði eftir því að eiga orða­stað við Brynjar Níels­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um bann við því að afneita hel­för­inni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

„Eins og þing­menn og þjóð þekkja eflaust hefur slíkt mál verið lagt fram á þingi, bann og refs­ing við að segja heimsku­lega og jafn­vel skað­lega hluti. Liggur ekki hund­ur­inn þar graf­inn að slík tján­ing sé mögu­lega skað­leg? Það finnst sumum greini­lega, en ég er hins vegar á þeim sokk­unum að með­alið sé skað­legra, að bann við slíkri tján­ingu sé skað­legra,“ sagði Björn Leví.

Til­efnið var nýtt frum­varp sem lagt hefur verið fram á Alþingi þar sem segir að hver sá sem opin­ber­­lega afneit­i, gróf­­­lega geri lítið úr, eða reyni að rétt­læta eða sam­­þykkja þjóð­­ar­morð sem framin voru á vegum þýska nas­ista­­flokks­ins í síð­­­ari heims­­styrj­­öld­inni skuli sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum.

Auglýsing

„Má sem sagt banna afneitun helfar­ar­innar á þingi en ekki ann­ars stað­ar?“

Vís­aði Björn Leví í orð Brynjars þar sem hann sagði að nú hefðu það ekki ein­ungis verið „þjóð­ern­issós­í­alistar sem stund­uðu þjóð­ar­morð í stríð­inu og á árunum fyrir og eft­ir. Aðrir sós­í­alistar gáfu þeim ekk­ert eft­ir, til að mynda þeir sem stjórn­uðu gömlu Sov­ét­ríkj­un­um.“

Sagði Björn Leví Brynjar ýja að því með kald­hæðn­is­legum tón að frum­varpið ætti kannski að taka ein­hverjum breyt­ingum þannig að öllum yrði refsað fyrir að fara með aug­ljósa þvælu.

„Ég furða mig á þessu frum­varpi eins og hátt­virtur þing­maður Brynjar Níels­son en það vakti með mér enn meiri furðu í gær þegar for­sætis­nefnd afgreiddi breyt­ingar á reglum um með­ferð þinger­inda þar sem bannað verður að birta umsagnir sem kunna að vera í and­stöðu við lög, góða reglu og vel­sæmi, en þær reglur voru settar í kjöl­far þess að umsögn barst alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þar sem sagt var að hel­förin hefði ekki ger­st,“ sagði hann.

Sagð­ist Björn Leví ekki skilja þessa afstöðu vegna þess að Brynjar hefði stutt breyt­ingar á þessum reglum en hefði hins vegar verið and­vígur frum­varpi sem var efn­is­lega sam­bæri­legt. „Má sem sagt banna afneitun helfar­ar­innar á þingi en ekki ann­ars stað­ar? Er það kannski bara umfang refs­ing­ar­innar sem er vanda­mál­ið? Vill hv. þing­maður sem sagt bara beita rit­skoðun til að koma í veg fyrir birt­ingu slíkra ummæla?“ spurði hann.

Segir þetta ekki sam­bæri­legt

Brynjar tók til máls undir sama lið á þingi í dag og svar­aði Birni Leví. „Mér hefði fund­ist eðli­legra að for­seti sjálfur svar­aði um þetta. Í mínum huga er þetta ekki alveg sam­bæri­legt. Ég get haft mínar reglur á mínu heim­ili, hvað er við­haft þar og hvað er í sam­ræmi við við­mið og regl­ur. Það er mik­ill munur í mínum huga þegar rík­is­vald­ið, sem hefur þving­un­ar­vald, ætlar að beita refs­ingum til þess hugs­an­lega að koma í veg fyrir eitt­hvað sem gæti verið skað­legt, ein­hver tján­ing. Það er margs konar tján­ing skað­leg.“

Brynjar Níelsson Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagð­ist enn fremur sjálfur alltaf hafa barist gegn hvers kyns ofstæki og skipti engu máli í hans huga hvort menn kenndu sig við þjóð­ern­issós­í­al­isma eða alþjóða­hyggjusós­í­al­isma eða sós­í­al­isma sem er tengdur ákveðnum mönnum í for­tíð­inni, og ef menn gera lítið úr voða­verkum þeirra, sem margir gerðu í dag.

„Þá er lausnin ekki sú að beita þving­un­ar­valdi rík­is­ins og refs­ingu. Ég vil beita rök­um. Hvað við höfum hér í þing­inu, hvað við ætlum að birta, er í mínum huga gjör­ó­líkt mál. Ég er ekki að mæla með því almennt að við beitum miklum þrýst­ingi eða rit­skoð­unum en við getum samt ákveðið í okkar félagi, í okkar hópi, hvernig við höfum slíka hluti.

En auð­vitað má alveg gagn­rýna þetta. Ég held að for­seti sjálfur gæti miklu betur svarað um þetta. En ég get alveg tekið undir það að við þurfum að hafa ein­hverjar sið­legar við­mið­anir um það hvað við birtum hér á þing­inu í þessum efnum sem öllum öðr­um. Ég ætla ekki að fara að beita refs­ing­um. Ég vil beita rökum almennt og þess vegna er ég í póli­tík, ég er að berj­ast við öfganna alla daga, meira að segja hér á þing­in­u,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent