Faraldurinn í hámarki í Ísrael

Þrátt fyrir að beita „ofurvopnunum“ tveimur; hraðri bólusetningu og hörðum aðgerðum, hefur þriðja bylgja faraldursins í Ísrael nú náð miklum hæðum. Fjórðungur dauðsfalla vegna COVID-19 frá upphafi hafa orðið í janúar.

Tæpleag þrjár milljónir Ísraela hafa þegar fengið fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer.
Tæpleag þrjár milljónir Ísraela hafa þegar fengið fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer.
Auglýsing

Smit af kór­ónu­veirunni eru nú mun útbreidd­ara í Ísr­ael en áður en bólu­setn­ingar hófust í land­inu fyrir fimm vik­um. Viku eftir að bólu­setn­ing­ar­her­ferðin hófst voru sam­komu- og ferða­tak­mark­anir hert­ar. Staðan í Ísr­ael er til marks um þá löngu og ströngu veg­ferð sem heims­byggðin á fyrir höndum áður en hjarð­ó­næmi næst og hægt verður að láta af þeim fjöl­þættu aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna far­ald­urs­ins.



Allra augu bein­ast nú að Ísr­ael því vegna sér­staks samn­ings við lyfja­fram­leið­and­ann Pfizer hafa þegar yfir þrjá­tíu pró­sent þjóð­ar­innar fengið fyrri skammt bólu­efnis fyr­ir­tæk­is­ins gegn COVID-19 og meira en 15 pró­sent báða skammt­ana.

Auglýsing



Heil­brigð­is­ráð­herra lands­ins greindi fyrr í vik­unni frá inni­haldi samn­ings­ins sem felur í grunn­inn í sér bólu­efni í skiptum fyrir rann­sókn­ar­gögn. Kostir þess að fram­kvæma rann­sókn sem þessa í Ísr­ael eru m.a. sagðir þeir að heil­brigð­is­kerfið er háþró­að, þjóðin nokkuð fámenn og skipu­lag bólu­setn­inga, með aðstoð hers­ins, ítar­legt.



Greint var frá fyrstu nið­ur­stöðum úr for­rann­sóknum tengdum bólu­setn­ingum í Ísr­ael á mánu­dag og sam­kvæmt þeim minnkar hættan af sýk­ingu af völdum kór­ónu­veirunnar mikið þegar eftir fyrri skammt bólu­efn­is­ins og báðir skammt­arn­ir, þ.e. full bólu­setn­ing, veitir betri vörn en búist hafði verið við. Af þeim 428 þús­und manns sem fengið höfðu báða skammt­ana höfðu 63 sýkst af veirunni viku síðar eða 0,014 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um.



Daglegur fjöldi smita hefur aldrei verið meiri í Ísrael en undanfarna daga.

En þrátt fyrir yfir­burða­stöðu Ísra­ela í bólu­setn­ingum á heims­vísu hefur þriðja bylgja far­ald­urs­ins skollið á af krafti. 8. jan­ú­ar, aðeins viku eftir að her­ferðin hóf­st, voru því settar á harðar tak­mark­anir á ferða­lög og sam­komur fólks.



„Of­ur­vopn­ið“ í bar­átt­unni við COVID-19, eins og hin umfangs­mikla bólu­setn­inga­her­ferð Ísra­ela hefur verið köll­uð, á að tryggja hjarð­ó­næmið eft­ir­sótta á met­tíma og von­ast stjórn­völd til að jákvæð áhrif á efna­hags­lífið verði farin að sýna sig þegar í byrjun mars.

Fleiri alvar­lega veikir



Enn sem komið er hafa þó ofur­vopnin tvö, bólu­efni og harðar aðgerð­ir, ekki dugað til að sveigja þriðju bylgj­una niður og staðan á far­aldr­inum er verri en stjórn­völd höfðu von­ast til. Í fyrra­dag greindust tæp­lega 8.000 manns með veiruna, um 9,6 pró­sent allra sem fóru í sýna­töku þann dag­inn. Margir mán­uðir eru síðan slíkur fjöldi smita greind­ist dag­lega í land­inu. Fólki með virkt smit hefur því haldið áfram að fjölga síð­ustu daga og álagið á sjúkra­hús er einnig mjög mik­ið. Fjöldi alvar­lega veikra er að nálg­ast 1.200 og deildir á sumum sjúkra­húsum orðnar full­ar.



Í gær voru 393 á gjör­gæslu með COVID-19, þar af 311 í önd­un­ar­vél. Rúm­lega 4.500 manns hafa lát­ist vegna sjúk­dóms­ins í Ísr­ael frá upp­hafi far­ald­urs­ins og hefur fjórð­ungur dauðs­falla verið nú í jan­ú­ar.

Það eru fáir á ferli á flugvöllum Ísraels þessar vikurnar. Mynd: EPA



Hinar hörðu tak­mark­anir í land­inu sem fel­ast m.a. í lokun allra skóla og versl­un­ar- og þjón­ustu sem ekki er talin nauð­syn­leg, áttu að vera í gildi fram á sunnu­dag. Stjórn­völd vilja nú hins vegar fram­lengja þeim og segja ísra­elskir fjöl­miðlar að eng­inn hafi átt von á því að staða far­ald­urs­ins væri jafn slæm á þessum tíma­punkti og hún er.



Er hinar hörðu aðgerðir voru kynntar á fyrstu dögum jan­úar var talað um að þær væru „brú­in“ inn í fram­tíð­ina – þær síð­ustu sem þyrfti að fara í til að hafa betur gegn kór­ónu­veirunni. En svo kom breska afbrigð­ið. Af­brigði veirunnar sem er meira smit­andi en önnur og er þegar orðið það sem oft­ast grein­ist í Ísr­ael þessa dag­ana.

Far­sótt­ar­þreyta í bland við bjart­sýni?



En skýr­ing­arnar á upp­sveifl­unni í far­aldr­inum eru fleiri. Talið er að hin svo­kall­aða far­sótt­ar­þreyta sem margir jarð­ar­búar finna fyrir hafi orðið til þess að Ísra­elar fylgja ekki sótt­varna­reglum jafn ítar­lega og áður. Aðrir þættir gætu einnig spilað inn í, svo sem mikil bjart­sýni í tengslum við bólu­setn­inga­her­ferð­ina miklu. Enn fleira gæti mögu­lega skýrt hina snörpu þriðju bylgju í Ísra­el, atriði sem spálíkön tóku ekki til­lit til.



Lík­legt er talið að far­ald­ur­inn væri á enn verri stað í land­inu ef bólu­setn­ing væri ekki hafin af krafti. Sömu­leiðis má leiða líkum að því að bylgjan væri enn svæsnari ef ekki hefði verið gripið til hinna hörðu aðgerða í byrjun jan­ú­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent