Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu

Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.

Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Auglýsing

Sér­fræð­inga­nefnd Lyfja­stofn­unar Evr­ópu (EMA) um lyf fyrir menn hefur hafið áfanga­mat á bólu­efn­inu Spútnik V, sem hefur verið þróað af Gam­aleya-­rann­sókn­ar­stofn­un­inni í Rúss­landi. Þetta var til­kynnt á vef EMA í dag og sömu­leiðis er sagt frá þessu á vef Lyfja­stofn­unar.

Á vef Lyfja­stofn­unar segir að EMA komi til með það meta gögn eftir því sem þau verði til­tæk með til­liti til þess hvort ávinn­ingur af notkun Spútnik-­bólu­efn­is­ins vegi þyngra en áhættan af notk­un­inni, en áfangamati er beitt til þess að flýta fyrir mats­ferli væn­legra lyfja eða bólu­efna þegar alvar­leg heilsuvá er komin upp.

„Alla jafna þurfa lyfja­fyr­ir­tæki að senda inn öll gögn um virkni, öryggi og gæði lyfja áður en mat hefst, en í áfangamati eru gögnin metin eftir því sem þau verða til­tæk,“ segir á vef Lyfja­stofn­un­ar. Þar segir einnig að EMA muni meta bólu­efnið út frá evr­ópskum stöðlum um virkni, öryggi og gæð­i. Á­fangamatið heldur áfram þar til nægj­an­leg gögn liggja fyrir til að sækja form­lega um mark­aðs­leyfi.

Spútnik-­bólu­efnið er rétt eins og bólu­efni Astr­aZeneca bólu­efni með svo­nefndum aden­óv­eir­um. „Þegar bólu­efnið hefur verið gefið fara gena­upp­lýs­ing­arnar úr aden­óv­eir­unum inn í frumur lík­am­ans sem hefja fram­leiðslu á gadda­prótein­um. Ónæm­is­kerfið lítur á þau sem fram­andi fyr­ir­bæri og hefur varnir með því að fram­leiða mótefni og T-frumur gegn gadda­prótein­inu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja við­kom­andi ein­stak­ling gegn sýk­ingu af völdum SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunn­ar, þar sem ónæm­is­kerfið kemur til með að þekkja gadda­prótein­in, ráð­ast gegn veirunni, og þar með verja ein­stak­ling­inn gegn COVID-19,“ segir á vef Lyfja­stofn­un­ar.

Aden­óv­eir­urnar geta hvorki fjölgað sér né valdið sjúk­dómi. Aden­óv­eiran Ad26 er í fyrri skammti bólu­setn­ing­ar­innnar en aden­óv­eiran Ad5 í þeim seinni til að auka ónæm­is­svar af bólu­efn­inu.

Yfir 91 pró­sent vörn gegn COVID-19

Rúss­nesk yfir­völd voru gagn­rýnd af sér­fræð­ingum á Vest­ur­löndum fyrir að hefja notkun á bólu­efn­inu áður en klínískum rann­sóknum væri lokið með full­nægj­andi hætt­i. ­Nið­ur­stöður um virkni bólu­efn­is­ins úr um það bil 20 þús­und manna úrtaki sem birtar voru í rit­rýndri grein í lækna­tíma­rit­inu Lancet 20. febr­úar hafa þó sefað þær áhyggj­ur.

Auglýsing

Bólu­efnið veitir sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum 91,6 pró­sent vörn gegn COVID-19 og kemur algjör­lega í veg fyrir alvar­leg veik­indi af völdum sjúk­dóms­ins. Engar alvar­legar auka­verk­anir komu fram hjá þáttak­endum sem taldar voru tengj­ast bólu­setn­ingu þeirra. Lesa má umfjöllun New York Times um grein­ina í Lancet hér

Ung­verjar þegar byrj­aðir að nota Spútnik

Ung­verja­land varð fyrsta ríkið innan Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að hefja notkun Spútnik-­bólu­efn­is­ins í jan­ú­ar­mán­uði, en til við­bótar hafa Slóvakar pantað skammta frá Rúss­landi og for­sæt­is­ráð­herra Tékk­lands hefur sagst jákvæður gagn­vart því að hefja notkun á Spútnik V. Fleiri ríki hafa þegar byrjað að nota bólu­efn­ið, til dæmis Argent­ína og Serbía.

Niðurstöður sem birtar voru í Lancet nýlega sýndu að Spútnik V veitti mjög góða vörn gegn COVID-19. Mynd: Gamaleya-stofnunin

Í frétt Reuters um áfanga­mat EMA á rúss­neska bólu­efn­inu er haft eftir Kirill Dmitri­ev, for­stjóra sjóðs í eigu rúss­neska rík­is­ins sem hefur umsjón með sölu og dreif­ingu bólu­efn­is­ins á erlendri grundu, að hann búist við að fleiri ríki Evr­ópu­sam­bands­ins muni sam­þykkja notkun Spútnik V innan sinna landamæra áður en mars­mán­uður er á enda. Hann gaf þó ekki upp hvaða lönd það væru.

Til þessa hefur EMA sam­þykkt til notk­unar bólu­efnin frá Pfiz­er/BioNTech, Moderna og Astr­aZeneca. Að auki er búist er við að nið­ur­staða EMA um bólu­efni John­son & John­son liggi fyrir þann 11. mars, en auk þess eru bólu­efni frá CureVac og Nova­vax í mats­ferli hjá stofn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent