Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur

Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.

Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Auglýsing

Íbúar Þýska­lands sem og ferða­menn sem sækja landið heim gefst nú kostur á að kaupa hinn svo­kall­aða níu evru miða sem gildir í nán­ast allar teg­undir svæð­is­bund­inna almenn­ings­sam­gangna þar í landi, og það í heilan mán­uð. Níu evrur jafn­gilda tæpum 1300 krón­um. Mið­inn í almenn­ings­sam­göngur innan þýskra borga, svo sem í neð­an­jarð­ar­lest­ir, spor­vagna og stræt­is­vagna sem og í lestum sem ganga á milli borga innan sama sam­bands­rík­is. Níu evru mið­inn hefur staðið fólki til boða frá upp­hafi júní­mán­aðar og gildir út ágúst. Þannig gefst fólki kostur á að ferð­ast með almenn­ings­sam­göngum innan Þýska­lands í alls þrjá mán­uði fyrir ekki nema 27 evr­ur, eða tæpar 3800 krón­ur.

Stjórn­völd hafa eyrna­merkt þessu sam­göngu­átaki 2,5 millj­arða evra, upp­hæð sem sam­svarar 350 millj­örðum króna en níu evru mið­inn var sam­þykktur á þýska sam­bands­þing­inu í síð­ari hluta maí. Níu evru mið­inn er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda sem ætlað er að styðja við bakið á þýskum almenn­ingi á tímum hækk­andi verð­bólgu. Með þessu vilja stjórn­völd stuðla að umhverf­is­vænni sam­göngu­venjum og draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis en verð þess hefur hækkað umtals­vert frá því inn­rás Rússa inn í Úkra­ínu.

Auglýsing

Vitnað er til orða sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, Vol­ker Wiss­ing, í umfjöllun Deutsche Welle um sam­göngu­átak­ið, en í maí­mán­uði sagði hann: „Allir sem nota almenn­ings­sam­göngur hjálpa til við að venja okkur af orku sem keypt er frá Rúss­landi sem og færa okkur nær kolefn­is­hlut­leysi.“

Gildir ekki í hrað­lestir

Líkt og áður seg­ir, gildir mið­inn aðeins í svæð­is­bundnar almenn­ings­sam­göng­ur. Tölu­verða útsjón­ar­semi þarf því ef fólk ætlar að leggja af stað í lang­ferð með svæð­is­bundnu lest­unum en mið­inn gildir ekki í hrað­lestum Þýska­lands. Þrátt fyrir það geta hand­hafar skot­ist til nokk­urra borga sem ekki eru í Þýska­landi. Þannig má ferð­ast með svæð­is­lest Bæj­ara­lands til Salz­burg og Kuf­stein í Aust­ur­ríki. Sömu­leiðis geta hand­hafar mið­ans tekið lest frá Aachen, vest­ustu borgar Þýska­lands, til nokk­urra áfanga­staða í Hollandi og Belg­íu.

Mið­inn gildir frá fyrsta degi hvers mán­aðar til loka hans, þar af leið­andi gildir níu evru miði sem keyptur er í dag ein­ungis fram á fimmtu­dag, 30. júní. Það eru samt sem áður kosta­kjör, stök ferð frá Brand­en­borg­ar­flug­velli á aðal­lest­ar­stöð­ina í Berlín kostar 3 evrur og 80 sent, um 530 krón­ur, og stök ferð í neð­an­jarð­ar­lest Berlín­ar, U-Ba­hn, kostar þrjár evrur eða um 420 krón­ur.

Betri sam­göngur frekar en ódýr­ari

Skiptar skoð­anir eru uppi í Þýska­landi um þetta útspil stjórn­valda. Tals­kona sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í Þýska­landi, Huberta Sasse, segir í sam­tali við Deutsche Welle að ódýr far­gjöld muni ekki hafa langvar­andi áhrif á notkun almenn­ings­sam­gangna í Þýska­landi. Betra væri að styrkja inn­viði almenn­ings­sam­gangna, koma á betri teng­ingum á milli borga og fjölga ferð­um. Nú nota um þrettán millj­ónir Þjóð­verja svæð­is­bundnar lestir á leið sinni í og úr vinnu eða skóla á degi hverj­um. Þessir not­endur hafa reglu­lega kvartað yfir troð­fullum lest­um, lélegri þjón­ustu, sein­k­unum og nið­ur­fell­ingu ferða.

Þá er útlit fyrir að níu evru mið­inn muni helst nýt­ast íbúum borga en ekki þeim íbúum strjál­býlli svæða sem hafa litla mögu­leika á að nota almenn­ings­sam­göng­ur.

Gengið vonum framar

Að sögn sam­göngu­ráð­herr­ans Wiss­ing hefur níu evru mið­inn gengið vonum fram­ar. Í sam­tali við Der Spi­egel í vik­unni sagði hann stjórn­völd í mörgum sam­bands­ríkjum hafa verið hik­andi í upp­hafi og jafn­vel ekki viljað taka mið­ann í gagnið en nú sé komið annað hljóð í strokk­inn og flestir vilja halda verð­inu í sama horfi.

Þrátt fyrir stuðn­ing Græn­ingja og Jafn­að­ar­manna við fram­leng­ingu níu evru mið­ans verða þessi kosta­kjör ekki fram­lengd. Það er fyrst og fremst vegna mik­ils kostn­aðar sem fylgir sam­göngu­átak­inu en hann nemur yfir millj­arði evra á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent