Af hverju verðum við oftar veik á veturna?

Flensur ýmis konar fylgja gjarnan vetrinum, það þekkjum við flest, og vitum að það tengist inniveru og samkomum ýmis konar yfir hátíðirnar. En nú hefur ný rannsókn bent á enn einn þáttinn sem hefur áhrif og gerir kalda vetur að flensutíð mikilli.

Veikindi að vetri eru algeng enda þrífast og dafna margar veirur vel í kulda.
Veikindi að vetri eru algeng enda þrífast og dafna margar veirur vel í kulda.
Auglýsing

Haustið gengur í garð og eins og hendi sé veifað leggj­ast margir í bælið. Jú, þetta teng­ist auk­inni inni­veru, sam­komum í skólum og á vinnu­stöðum og svo fram eftir göt­un­um. Og svo kemur vetur og jóla­há­tíð með hefð­bundnum faðm­lögum og kossum og fólk leggst aftur í bælið.

Þennan vet­ur­inn er inflú­ensan fyrr á ferð­inni en venju­lega og kór­ónu­veiran sem veldur COVID-19 og RS-veiran einnig á ferð og flugi milli fólks, líkt og Kjarn­inn fjall­aði um nýver­ið. Þetta er sem sagt nokkuð óvenju­leg flensu­tíð.

Auglýsing

Það er nokkuð víst að breytt hegðun okkar að hausti og vetri, þegar við þjöppum okkur sam­an, lokum gluggum til að halda hit­anum inni, skapar aðstæður sem eru kjör­lendi fyrir bakt­er­íur og veir­ur. Kjör­lendið er auð­vitað sem flestir lík­amar – hýslar – svo þær geti fjölgað sér. Og þegar stökkið milli lík­amana er stutt, eins og t.d. í vinnu­staða­par­tíi eða söng­stund á leik­skól­an­um, þá er hátíð veira og bakt­ería sann­ar­lega runnin upp.

En nú hefur verið bent á aðra skýr­ingu og hana er að finna beint fyrir framan á nefið á okkur – eða rétt­ara sagt uppi í nef­inu á okk­ur.

­Nef okkar er gáttin að umhverf­inu, ef svo má segja, og það er snilld­ar­lega hannað til þess að stöðva inn­rás óvina á borð við bakt­er­íur og veir­ur. Árið 2018 birti hópur banda­rískra vís­inda­manna nið­ur­stöður rann­sóknar þar sem sýnt var fram á að þegar bakt­er­íur ber­ast í nef losnar mergð örlít­illa og vökva­fylltra sekkja sem hafa það hlut­verk að ráð­ast á bakt­er­í­urnar og afvopna þær.

„Þegar þú sparkar í geit­ungabú þá ryðj­ast geit­ung­arnir út og reyna að drepa það sem er að ráð­ast á búið – áður en búið er eyði­lag­t,“ segir Benja­min Bleier, pró­fessor við Northe­astern-há­skóla í Massachu­setts, sem var með­höf­undur þeirrar rann­sókn­ar. „Það er það sem lík­am­inn er að ger­a,“ segir hann um inn­rás bakt­er­í­anna og varnir nefs­ins.

Nefið verst veirum

Bleier er aðal­höf­undur hinnar nýju rann­sóknar þar sem kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að nefnið grípur til sam­bæri­legra varna gegn að minnsta kosti nokkrum algengum veirum sem leggj­ast á önd­un­ar­fær­in.

Rann­sókn­arteymið vildi svo einnig svara annarri spurn­ingu: Dregur kalt veður úr þessum varn­ar­við­brögðum nefs­ins?

Rann­sóknir hafa sýnt að veirur sem valda t.d. almennu kvefi þríf­ast vel við lágt hita­stig. Þannig sýndi t.d. ein rann­sókn frá árinu 2015 fram á að kvef­veirur fjölga sér hraðar í kulda því þá er ónæm­is­við­bragðið (hjá músum í þessu til­felli) ekki eins sterkt. Einnig hafa rann­sóknir sýnt að inflú­ensu­veirur kunna vel við sig í kald­ara lofti.

Nefið er merkilegt verkfæri. Mynd: Pexels

Nýja rann­sóknin byggir á þessum fyrri nið­ur­stöðum og gefur „sanna og líf­fræði­lega skýr­ingu á því af hverju lík­am­inn er mót­tæki­legri fyrir veiru­sýk­ingum þegar kalt er í veðri, segir Bleier.

Nef­hiti sjálf­boða­liða var mældur til rann­sókn­ar­inn­ar, ann­ars vegar við 23 gráðu umhverf­is­hita og hins vegar 4 gráðu hita. Í ljós kom að hiti í nef­koki þeirra féll um meira en 10 gráður sam­hliða því að fara úr hlýrra loft­inu í það kald­ara.

Næsta skref rann­sókn­ar­innar fór fram á rann­sókn­ar­stofu og gekk út á það að láta neffrumur verða fyrir sam­bæri­legum hita­breyt­ingum til að líkja eftir því hvað ger­ist í nefi í köldu veðri. Nið­ur­staðan var sú að ónæm­is­við­bragð sljóvg­að­ist veru­lega við lægra hita­stig.

Nið­ur­staðan er enn eitt púslið í þá mynd sem blasir við á hverjum vetri er flensur herja sem mest á fólk. Hún gæti líka gagn­ast við þróun nýrra með­ferða við sjúk­dómum að sögn vís­inda­mann­anna. Ef hægt yrði að finna leið til að örva varn­ar­við­bragð nefs­ins í kulda­tíð þá væri mögu­lega hægt að koma í veg fyrir eða draga úr veik­indum af völdum veiru­sýk­inga.

Munið hand­þvott­inn

En þangað til er best að stunda hinar per­sónu­bundnu sótt­varnir sem okkur voru kenndar í heims­far­aldr­in­um: Reglu­bund­inn hand­þvott­ur, að halda sig til hlés ef ein­kenni gera vart við sig, sýna nær­gætni í nánd við aldr­aða og aðra við­kvæma hópa og að nota grímu í miklu fjöl­menni og á sjúkra­stofn­un­um. Þá má einnig minna á mik­il­vægi góðs svefns fyrir ónæm­is­kerf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent