Árið 2014: Fréttir af erlendri grund

ukraina2.jpg
Auglýsing

Átök hafa sett svip sinn á árið 2014 á erlendri grund. Gríð­ar­lega harka­leg átök hófust í aust­ur­hluta Úkra­ínu eftir mikil mót­mæli þar í landi í lok árs 2013. Átök Palest­ínu­mann og Ísra­ela héldu áfram þegar Ísra­els­her hóf 50 daga linnu­lausar árásir á Gasa-­svæð­ið. Þá náðu hryðju­verka­sam­tök sem kenna sig við íslamskt ríki miklum land­svæðum í norð­ur­hluta Írak og Sýr­landi.

Í Afr­íku breidd­ist ebola-smit­sóttin hratt út vegna lélegra inn­viða þar. Það var ekki fyrr en að ótti sló vest­ur­lönd sem virki­legt átak var gert til að hefta útbreiðslu sjúk­dóms­ins. Hér að neðan má sjá helstu svip­myndir frá árinu 2014.

Jan­úar



- Hörð átök brut­ust út í aust­ur­hluta Úkra­ínu í byrjun árs í kjöl­far mót­mæla sem hófust þar í nóv­em­ber 2013. Stjórn­völd í Úkra­ínu voru hlið­holl Rússum, gegn aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, og beittu örygg­is­sveitum sínum harð­lega gegn mót­mæl­endum sem höfðu komið sér ræki­lega fyrir í Kænu­garði. Viktor Janúkó­vít­sj, for­seti Úkra­ínu, sat enn en átti síðar eftir að flýja til Rúss­lands­.

Febr­úar



Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Sotsíj í Rússlandi í ár. Rússar eyddu gríðarlegum fjármunum í að byggja ólympíuþorpið í þessum vinsæla sumardvalarstað Rússa við Svartahaf. Heimamenn voru sigursælastir á mótinu með 13 gullveðlaun, 11 silfur og 9 brons. Vetr­ar­ólymp­íu­leik­arnir fóru fram í Sot­síj í Rúss­landi í ár. Rússar eyddu gríð­ar­legum fjár­munum í að byggja ólymp­íu­þorpið í þessum vin­sæla sum­ar­dval­ar­stað Rússa við Svarta­haf. Heima­menn voru sig­ur­sæl­astir á mót­inu með 13 gull­veð­laun, 11 silfur og 9 brons.

UKRAINE-POLITICS-UNREST Á meðan Rússar héldu ólymp­íu­leika urðu átökin í Úkra­ínu harka­legri. Þann 26. febr­úar inn­lim­uðu Rússar Krím­skaga frá Úkra­ínu sem varð til þess að Vest­ur­lönd hófu að beita Rússum harka­legri við­skipta­þving­un­um. Um mán­að­ar­mót febr­úar og mars lögðu upp­reisn­ar­menn hlið­hollir Rússum undir sig stór land­svæði í Donet­sk-hér­aði í aust­ur­hluta Úkra­ín­u.

Auglýsing

Mars



- Rétt­ar­höld yfir Oscar Pistor­ius hófust í Pretoriu þar sem hann var ákærður fyrir morðið á unn­ustu sinni Reevu Steen­kamp. Í októ­ber var Pistor­ius dæmdur til fimm ára fang­els­is­vistar fyrir mann­dráp af gáleysi.

Apríl



Ættingjar týndra farþega fylgdust með björgunaraðgerðum eftir að ferja sökk við strendur Suður Kóreu um miðjan apríl. 304 farþegar fórust í slysinu, níu þeirra er enn saknað. Skipstjórinn og 14 áhafnarmeðlimir voru dæmd fyrir manndráp, fyrir að yfirgefa skipið og gáleysi. Af 476 farþegum voru meira en 300 ungmenni í skólaferð. Ætt­ingjar týndra far­þega fylgd­ust með björg­un­ar­að­gerðum eftir að ferja sökk við strendur Suður Kóreu um miðjan apr­íl. 304 far­þegar fór­ust í slys­inu, níu þeirra er enn sakn­að. Skip­stjór­inn og 14 áhafn­ar­með­limir voru dæmd fyrir mann­dráp, fyrir að yfir­gefa skipið og gáleysi. Af 476 far­þegum voru meira en 300 ung­menni í skóla­ferð.

Maí



Gengið var til kosninga til Evrópuþingsins í lok maí. Í Bretlandi hlaut UKIP, sjálfstæðisflokkur Breta, mest fylgi allra framboða. Leiðtoginn Nigel Farage var að vonum ánægður, enda hefur umræðan um aðild Breta að Evrópusambandinu aldrei verið eldfimari en einmitt á árinu 2014. Gengið var til kosn­inga til Evr­ópu­þings­ins í lok maí. Í Bret­landi hlaut UKIP, sjálf­stæð­is­flokkur Breta, mest fylgi allra fram­boða. Leið­tog­inn Nigel Farage var að vonum ánægð­ur, enda hefur umræðan um aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­inu aldrei verið eld­fimari en einmitt á árinu 2014.

Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram (ísl. Vestræn menning er syndsamleg) rændu 276 stúlkum úr skóla í apríl og maí. Var óttast að stúlkurnar væru látnar. Bandaríkjamenn hafa sendu sérstakan leitarhóp til Nígeríu til að hafa upp á stúlkunum. Einhverjar stúlnanna sluppu úr haldi en enn er óljóst um afdrif 219 stúlkna. Mannránið vakti að vonum mikla reiði í Nígeríu og voru haldnir fjölmennir útifundir þar sem nígerísk stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. Níger­ísku hryðju­verka­sam­tökin Boko Haram (ísl. Vest­ræn menn­ing er synd­sam­leg) rændu 276 stúlkum úr skóla í apríl og maí. Var ótt­ast að stúlk­urnar væru látn­ar. Banda­ríkja­menn hafa sendu sér­stakan leit­ar­hóp til Nígeríu til að hafa upp á stúlk­un­um. Ein­hverjar stúln­anna sluppu úr haldi en enn er óljóst um afdrif 219 stúlkna. Mann­ránið vakti að vonum mikla reiði í Nígeríu og voru haldnir fjöl­mennir úti­fundir þar sem níger­ísk stjórn­völd voru gagn­rýnd fyrir aðgerða­leysi.

Júní



Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í Brasilíu í júní. Gríðarleg eftirvænting var meðal fótboltaáhugamanna um allan heim og stærstu dagblöð í heimi fluttu ítarlegar fréttir af hverjum einasta leik. Þegar mótið hófst hurfu einnig gagnrýnar fregir af framkvæmd mótsins en Brasilíumenn byggðu mikil mannvirki fyrir mótið. Verkamennirnir hlutu hins vegar léleg kjör og almenningur í landinu fannst sárt að hagnaður af mótshaldinu skyldi að mestu leiti renna til FIFA, en ekki í brasilíska hagkerfið. Heims­meist­ara­mótið í fót­bolta hófst í Bras­ilíu í júní. Gríð­ar­leg eft­ir­vænt­ing var meðal fót­bolta­á­huga­manna um allan heim og stærstu dag­blöð í heimi fluttu ítar­legar fréttir af hverjum ein­asta leik. Þegar mótið hófst hurfu einnig gagn­rýnar fregir af fram­kvæmd móts­ins en Bras­il­íu­menn byggðu mikil mann­virki fyrir mót­ið. Verka­menn­irnir hlutu hins vegar léleg kjör og almenn­ingur í land­inu fannst sárt að hagn­aður af móts­hald­inu skyldi að mestu leiti renna til FIFA, en ekki í brasil­íska hag­kerf­ið.

IRAQ-UNREST-ARMY-EXECUTION Þess­ari mynd, ásamt fjölda ann­arra, var dreift á vefnum í júní og sýndu þær allar fjölda­af­tökur Hins íslamska ríkis Íraks og Aust­ur­landa nær (IS­IS) á örygg­is­­vörðum í Írak. ISIS lagði undir sig stór land­svæði í Írak og Sýr­landi um mitt árið en mark­mið sam­tak­anna er að leggja undir sig löndin fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Til þess hafa þau beitt grimmi­legum árásum á óbreytta borg­ara, ekki síst konur og börn.

TOPSHOTS-PALESTINIAN-ISRAEL-CONFLICT Palest­ínskir lög­reglu­menn drógu fram skildi til að verj­ast sam­löndum sínum sem mót­mæltu á götum Ram­allah á Vest­ur­bakk­an­um. Lög­reglan þar hafði sleg­ist í lið með Ísra­elum sem leit­uðu þriggja ísra­el­skra ung­menna sem hurfu spor­laust í fjall­göngu fyrr í júní. Lík ung­menn­ana fund­ust 30. júní og voru tveir Ham­a­s-liðar grun­aðir um morðin. Þessi atburður var liður stig­vax­andi hörku milli Ísr­ael og Palest­ínu í sum­ar, auk þess sem að palest­ínskir skæru­liðar skutu æ fleiri flugsk­eitum yfir landa­mærin til Ísr­a­el. Ísra­elar svör­uðu svo í júlí með því að hefja flug­skeyta­árásir úr lofti á Gasa-­strönd­ina.

Júlí



000_DV1820206 Þýska­land varð heims­meist­ari í fót­bolta þegar lið þeirra lagði Argent­ínu í úrslita­leik HM 2014 í júlí. Var það í fjórða sinn sem Þjóð­verjar hampa titl­in­um. Brasil­íska liðið var heillum horfið en komst þó í umspil um þriðja sætið (eftir 7-1 tap gegn Þjóð­verj­u­m), þar sem það tap­aði gegn Hol­lend­ing­um.

UKRAINE-RUSSIA-CRISIS-AVIATION-MALAYSIA Átökin í Úkra­ínu voru færð á annað stig þegar upp­reisn­ar­menn hlið­hollir Rússum skutu niður far­þega­þotu Mala­ysia Air­lines 17. júlí. Strax í kjöl­farið fóru báðir aðilar átak­anna að benda fingrum á hvorn ann­an. Nið­ur­staðna hol­lenskra rann­sókn­araðlila er að vænta í ágúst á næsta ári en frum­gögn sem sett hafa verið fram af banda­ríska hernum benda til þess að skotið hafi verið af jörðu niðri frá rúss­neskum skot­palli. Þotan hafði verið á leið frá Amster­dam til Kuala Lumpur og allir 298 far­þeg­arnir fór­ust.

TOPSHOTS-PALESTINIAN-ISRAEL-CONFLICT-GAZA Lof­á­rásir Ísra­els­manna á Gasa-­svæðið hófust í júlí með miklu mann­falli og stóðu í 50 daga (8. júlí til 26. ágúst). Flug­skeyt­in, sem ísra­elski her­inn sagði miðuð að Ham­a­s-­sam­tök­un­um, féllu á þéttar íbúða­byggðir á Gasa með þeim afleið­ingum að rúm­lega 2.000 palest­ínu­menn féllu í stríð­inu, 513 af þeim börn. 66 ísra­elskir her­menn féllu auk eins ísra­elsks borg­ara. Bæði Ísra­elar og Palest­ínu­menn segj­ast hafa unnið stríð­ið, sem var þó aðeins síð­asta lota átaka þjóð­anna.

Ágúst



SLEONE-HEALTH-EBOLA-WEST-AFRICA Viða­mesti far­aldur ebólu-vírus­ins braust út í Vest­ur­-Afr­íku í des­em­ber 2013. Nú í lok árs 2014 (10. des­em­ber) hafa 6.990 lát­ist af völdum ebólu­smits, nán­ast allir voru afrískir rík­is­borg­ar­ar. Einn Banda­ríkja­maður hefur lát­ist. Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin hefur talið 18.232 hugs­an­leg smit en segir þessar tölur þó ekki gefa góða mynd af far­aldr­inum sem kann að vera mun umfangs­meiri. Búið er að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins nokk­urn­veg­inn við löndin þrjú þar sem hann braust út; Líber­íu, Sierra Leone og Gíneu.

robinWilliams „Þú ert bara barn; hefur ekki glóru um hvað þú ert að tala um.“ Gam­an­leik­ar­inn Robin Willi­ams lést 11. ágúst. Yfir­völd í Kali­forníu segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi eftir að hafa glímt lengi við eit­ur­lyfjafíkn og þung­lyndi. Willi­ams var þekktur fyrir æðis­gengna fram­göngu og orku­mikla túlkun á per­sónum sín­um. Hann hlaut þó einu Ósk­arsverð­laun sín fyrir heldur jarð­bundn­ara hlut­verk, þegar hann lék sál­fræð­ing­inn í Good Will Hunt­ing. Hér má sjá Robin Willi­ams í ess­inu sínu í banda­ríska gam­an­þætt­inum Who's line is it anywa­y?

Sept­em­ber



SYRIA-IRAQ-US-CONFLICT-MEDIA Liðs­menn Íslamska rík­is­ins tóku tvo banda­rískaa blaða­menn af lífi á hrotta­feng­inn hátt og vörp­uðu mynd­böndum af því á net­ið. Á mynd­inni sést Steven Sot­loff í skjá­skoti af mynd­bandi af aftöku hans , en honum var rænt í Sýr­landi árið 2013. Böð­ull­inn hót­aði þriðju aftök­unni og sagði breskan blaða­mann næst­an. James Foley hafði áður verið tek­inn af lífi á sama hátt. Sam­tökin segj­ast hafa fleiri fjöl­miðla­menn og hjálp­ar­starfs­menn í haldi en ein­hverjir fang­anna hafa náð að kom­ast und­an­.

Scottish Independence Referendum Skotar kusu um sjálf­stæði frá Bretum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í sept­em­ber. Fyrsti ráð­herra skota og for­maður skoska þjóð­ar­flokks­ins, Alex Salmond, leiddi kosn­inga­báráttu já-liða og brá á leik rétt fyrir kosn­ing­arn­ar. Svo fór að Skotar höfn­uðu sjálf­stæði með 55,3 pró­sent atkvæða. Breska stjórn­inn hafði fyrir kosn­ing­arnar lofað Skotum auknu sjálf­ræði ef þeir myndu hafna sjálf­stæð­i.

Októ­ber



Kim Jong-Un glímdi við veikindi á árinu og lét ekki sjá sig í töluverðan tíma áður en hann birtist með göngustaf í október. Kim skoðaði þá nýbyggingar í Pyongyang með næstráðendum sínum. Við óvænt hvarf hans spruttu sögusagnir um að gerð hefði verið hallarbylting í einræðisríkinu Norður-Kóreu. Kim Jong-Un glímdi við veik­indi á árinu og lét ekki sjá sig í tölu­verðan tíma áður en hann birt­ist með göngustaf í októ­ber. Kim skoð­aði þá nýbygg­ingar í Pyongyang með næst­ráð­endum sín­um. Við óvænt hvarf hans spruttu sögu­sagnir um að gerð hefði verið hall­ar­bylt­ing í ein­ræð­is­rík­inu Norð­ur­-Kóreu.

Nóv­em­ber



PALESTINIAN-GAZA-ISRAEL-CONFLICT Palest­ínskar stúlkur léku sér í skól­anum sínum sem hafði verið eyði­lagður í stríð­inu á Gasa-­svæð­inu í sum­ar. Mann­rétt­inda­sam­tök segja Ísra­els­her hafa framið stríðs­glæpi í stríð­inu með því að ráð­ast harka­lega gegn óbreyttum borg­urum og helstu innviðum palest­ínska sam­fé­lags­ins sem hefur að miklu leiti verið byggt upp með hjálp hjálp­ar­sam­taka.

SYRIA-CONFLICT Enn er borg­ara­styrj­öld í Sýr­landi sem hefur nú staðið í tæp fjögur ár. Meira en 6,5 millj­ónir Sýr­lend­inga er nú á flótta undan átök­unum sem bein­ast ekki síst gegn óbreyttum borg­ur­um. Um þrjár millj­ónir Sýr­lend­inga hafa kom­ist til nágranna­landa og eru skil­greindir sem flótta­menn. Þessi drengur hlaut lækn­is­að­stoð í sjúkra­skýli í smá­bænum Douma rétt utan við Damasku­s.

Des­em­ber



NORWAY-NOBEL-PEACE Hin pakist­anska Malala Yousafzai hlaut Frið­ar­verð­laun Nóbels í ár. Hún er aðeins 17 ára gömul og er þar af leið­andi yngsti hand­hafi þess­arar við­ur­kenn­ing­ar. Malala hefur barist fyrir rétt­indum stúlkna í Pakistan til að hljóta mennt­un. Hún deilir verð­laun­unum þetta árið með Kalash Styarthi frá Ind­landi sem í 35 ár hefur barist fyrir því að þús­undir barna séu frelsuð úr ánauð barna­þrælk­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None