Auglýsingaherferðin sem breytti Svíþjóð

Screen-Shot-2015-01-24-at-13.00.23.png
Auglýsing

Í des­em­ber árið 2001 birt­ist sjón­varps­aug­lýs­ing frá versl­un­ar­keðj­unni ICA sem hefur heldur betur reynst sögu­leg. ICA-keðjan er ráð­andi á mat­vöru­mark­að­inum í Sví­þjóð með um helm­ings mark­aðs­hlut­deild og hátt í 1400 búðir í land­inu öllu. Reyndar hefur versl­unin alltaf verið fram­ar­lega á aug­lýs­inga­mark­að­in­um. Eftir vegg­spjalda­gerð fyrir tíma sjón­varps­ins tóku við svo kall­aðar hús­mæðra­myndir á sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Þar var um að ræða stuttar aug­lýs­inga­myndir sem voru sýndar í kvik­mynda­húsum og oft voru vöru­kynn­ingar sam­hliða sýn­ing­un­um. Fyrsta mynd­in, sem var einmitt fram­leidd fyrir ICA, var Fru Plotter och fru Planér þar sem segir frá tveimur mis­skipu­lögðum hús­mæðr­um. Hún var sýnd ríf­lega 500 sinnum og talið er að yfir 200.000 konur hafi séð hana.

Það var ekki fyrr en 1987 sem sýna mátti aug­lýs­ingar í sjón­varpi í Sví­þjóð og eftir mis­góða spretti hitti ICA í mark í des­em­ber 2001. Aug­lýs­ingin var í nokk­urs konar sápu­óp­erustíl og fjall­aði um yfir­mann­inn Stig og þrjá aðra starfs­menn í ótil­greindri ICA-versl­un. Til að byrja með var ný aug­lýs­ing frum­sýnd viku­lega en síðar á tveggja vikna fresti. Sögu­þráð­ur­inn er sjaldn­ast mjög flók­inn og byggir á sam­skiptum starfs­mann­anna sem stíga sjaldn­ast í vit­ið. Í fyrstu aug­lýs­ing­unni byggðu und­ir­menn­irnir pýramída úr mat­vörum sem yfir­mað­ur­inn Stig var ekki ánægður með.

Auglýsing

Langlífasta auglýsinga­her­ferð sögunnar



Í gegnum tíð­ina hafa ýmsir leik­arar komið og farið og tekið að sér hlut­verk í þess­ari merki­legu aug­lýs­inga­sápu. Tveir leik­arar hafa reyndar verið með frá upp­hafi en í síð­ustu viku til­kynnti ICA-­Stig eins og hann er kall­aður að nú væri komið að leikslok­um. Frá því að hann klædd­ist hvíta jakk­anum í fyrsta sinn fyrir rúmum þrettán árum hefur Hans Moses­son leikið í 512 aug­lýs­ingum og er fyrir löngu orð­inn heim­il­is­vinur í Sví­þjóð. Hann segir sjálfur að þetta komi á óvart því upp­runa­lega hafi hann sam­þykkt að leika í fimm aug­lýs­ing­um. Það sé nefni­lega hættu­legt fyrir leik­ara að taka að sér svona hlut­verk því auð­velt sé að fest­ast í því. Það stóð ekki á kveðjum eftir til­kynn­ing­una frá Stig. „ICA ætti að fram­leiða bíó­mynd með Stig áður en hann hætt­ir“; „nei, nei, nei og aftur nei“ og svo auð­vitað „hann má ekki hætta, hann er ICA“.

Í maí árið 2007 til­kynnti Heims­meta­bók Guinnes að ICA-­sápan væri þá þegar orðin lang­lífasta leikna aug­lýs­inga­her­ferð sög­unnar og síðan þá hafa rúm­lega 300 aug­lýs­ingar bæst við. Fjöld­inn allur af frægu fólki hefur komið fram í aug­lýs­ing­un­um, meðal ann­ars for­maður femínista­flokks­ins Gudrun Schyman, sjón­varps­kokk­ur­inn Jamie Oli­ver og sjálfur lands­liðs­þjálf­ar­inn Lars Lag­er­bäck.

Lærling­ur­inn sem breytti Svíþjóð



En lík­lega vöktu fáar per­sónur jafn mikla athygli og Jerry sem leik­inn var af Mats Mel­in. Mats, sem hefur einnig leikið í kvik­myndum og leik­sýn­ing­um, er með downs heil­kenni. Í aug­lýs­ing­unum var hann yfir­leitt rödd skyn­sem­innar og sá snjall­asti af starfs­fólk­inu. Þegar Jerry hóf störf sem lær­lingur árið 2009 tók sænska þjóðin honum opnum örmum og í dag hafa ríf­lega 430 þús­und líkað við aðdá­enda síðu hans á Face­book. Ferða­lagið hefur þó ekki verið ein­falt. Þegar hann fædd­ist var for­eldr­unum rétt skjal sem þau áttu að skrifa undir og senda hann þar með á stofn­un. Árið 1969 datt engum í hug að þau ætl­uðu sér að ala upp fatlað barn. Í skól­anum var honum strítt og for­eldr­unum var til­kynnt reglu­lega að Mats myndi aldrei spjara sig sem sjálf­stæður ein­stak­ling­ur.

Annað átti heldur betur eftir að koma á dag­inn. Reyndar gekk ekki þrauta­laust fyrir sig að taka upp fyrstu aug­lýs­ing­una þar sem Jerry kom fyrir því hann mætti ekki fyrsta töku­dag­inn. Mats átti nefni­lega tíma í þvotta­hús­inu og þegar hann hefur verið pant­aður þarf allt annað að víkja. Þetta hefur reyndar ekk­ert með downs heil­kennið að gera heldur er þetta hið alþekkta sænska heil­kenni, sem getur farið stór­kost­lega í taug­arnar á Íslend­ingum í Sví­þjóð. ICA-aug­lýs­ing­arnar með Jerry þykja hafa breytt afstöðu margra til ein­stak­linga með downs heil­kenni og hafa fengið marg­vís­legar við­ur­kenn­ingar í gegnum árin. Árið 2012 fékk Mats til dæmis Titan-eggið sem eru aug­lýs­inga­verð­laun sem veitt eru þeim sem hafa á ein­hvern hátt hvatt aðra til dáða. Í dag er hann alltaf með nokkrar eig­in­hand­ar­á­rit­anir í buxna­vas­an­um, svona ef ske kynni að aðdá­andi bæði um eina.

Þann fyrsta febr­úar verður síð­asta aug­lýs­ingin með ICA-­Stig sýnd í Sví­þjóð. Fram­leið­end­urnir hafa til­kynnt að nýr Stig verði kynntur til sög­unnar en óvíst er hvort hann hljóti sama sess hjá þjóð­inni og sá sem nú kveð­ur. Sænska þjóðin mun þó lík­lega fylgj­ast með fjórum starfs­mönnum ICA um ókomin ár því engin áform eru uppi um að hætta fram­leiðsl­unni. Í skipu­lögðu landi eins og Sví­þjóð þar sem hálf þjóðin borðar Tacos á föstu­dögum þykja þetta vænt­an­lega góð tíð­indi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None