Ekki á döfinni að taka upp nýlega samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs

Skoðanakönnun sem félagið Vinir Kópavogs lét gera sýnir að svipað mörgum líst illa og vel á samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs. Sama könnun sýndi að 17,4 prósent íbúa gætu hugsað sér að kjósa sérframboð Vina Kópavogs í vor – og félagið skoðar nú málin.

Miðbæjarsvæðið í Kópavogi mun umbreytast með þeim áformum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn. Skiptar skoðanir eru um ágæti skipulagsins.
Miðbæjarsvæðið í Kópavogi mun umbreytast með þeim áformum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn. Skiptar skoðanir eru um ágæti skipulagsins.
Auglýsing

Bæj­ar­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafa ekki í hyggju að svo stöddu að end­ur­skoða þau upp­bygg­ing­ar­á­form á tveimur reitum í miðbæ Kópa­vogs, sem mætt hafa háværri and­stöðu hluta íbúa bæj­ar­ins á und­an­förnum miss­er­um.

Helga Hauks­dótt­ir, for­maður skipu­lags­ráðs bæj­ar­ins og bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar, segir þó við Kjarn­ann að henni lít­ist vel á það að ráð­ist verði í hug­mynda­sam­keppni um útfærslu ann­arra hluta mið­bæj­ar­svæð­is­ins.

Hún seg­ist skilja áhyggjur íbúa á mið­bæj­ar­svæð­inu sem hafa lýst yfir óánægju með áformin á Hamra­borg­ar­svæð­inu og vill ekki úti­loka að þau verði end­ur­skoðuð að ein­hverju leyti, þó að það sé ekki á döf­inni í dag.

Helga Hauksdóttir bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður skipulagsráðs Kópavogsbæjar. Mynd: Aðsend

Íbúa­hóp­ur­inn Vinir Kópa­vogs, sem stofn­aður var vegna and­stöðu við fyr­ir­huguð áform í mið­bænum í Kópa­vogi og raunar fleiri skipu­lags­á­form bæj­ar­ins líka, lét nýlega fram­kvæma skoð­ana­könn­un, meðal ann­ars á afstöðu bæj­ar­búa til þess að að ráð­ast í hug­mynda­sam­keppni um mið­bæj­ar­svæð­ið.

Svipað mörgum líst illa og vel á sam­þykkt skipu­lag

Rúm­lega 71 pró­sent þeirra íbúa sem svör­uðu könn­un­inni, sem fram­kvæmd var af Gallup, sögð­ust hlynnt því að ráð­ist yrði í hug­mynda­sam­keppni.

Auglýsing

Vert er að taka fram að sú spurn­ing var almennt orðuð og felur yfir­lýstur stuðn­ingur við hug­mynda­sam­keppni um mið­bæ­inn því ekki í sér að fólk sé endi­lega að sam­sinna því að bær­inn ætti að hverfa frá sam­þykktu skipu­lagi á þeim tveimur reitum sem skipu­lag hefur nýlega verið sam­þykkt fyr­ir, Fann­borg­ar­reit og Trað­ar­reit vest­ur.

Svör við spurningunni: Hversu vel eða illa líst þér á nýtt miðbæjarskipulag í Kópavogi sem lagt hefur verið fram?

Hóp­ur­inn lét einnig Gallup spyrja bæj­ar­búa hvernig þeim lit­ist á upp­bygg­ing­ar­á­formin sem sam­þykkt hafa verið í mið­bænum og var nið­ur­staðan á þá leið að um tæp 38 pró­sent sögðu að þeim lit­ist illa á áform­in, en rúmum 34 pró­sentum vel.

Um 28 pró­sent tóku svo ekki sér­staka afstöðu til þess álita­efn­is, sam­kvæmt könnun Gallup. 385 manns svör­uðu könn­un­inni, sem fram­kvæmd var dag­ana 17. des­em­ber til 26. jan­ú­ar.

Rúm 17 pró­sent gætu hugsað sér að kjósa Vini Kópa­vogs í vor

Í könn­un­inni sem Vinir Kópa­vogs létu Gallup fram­kvæma kom einnig fram að rúm 17 pró­sent bæj­ar­búa teldur lík­leg að þau myndu kjósa sér­fram­boð undir nafni Vina Kópa­vogs í kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, en þessar nið­ur­stöður voru kynntar á fundi félags­ins sem hald­inn var í Smár­anum í gær­kvöldi.

Svör við spurningunni: Ef samtökin „Vinir Kópavogs“ myndu bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2022, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir kjósa „Vini Kópavogs“?

Stjórn Vina Kópa­vogs mun á næst­unni taka frek­ari afstöðu til þess hvort ráð­ist verði í slíkt sér­fram­boð eða ekki. Á fund­inum í gær­kvöldi kom fram til­laga þess efnis að Vinir Kópa­vogs myndu bjóða fram undir hatti Mið­flokks­ins, en hún var felld einum rómi og var það afstaða fund­ar­manna að ef félagið færi fram yrði það óháð flokkspóli­tískum lín­um.

Áhrifa Vina Kópa­vogs gæti þó gætt í bæj­ar­málapóli­tík­inni í Kópa­vogi í vor óháð því hvort ákveðið verður að fara í sér­fram­boð eða ekki, en einn virkur stofn­fé­lagi í sam­tök­un­um, Hákon Gunn­ars­son, býður sig fram til þess að leiða Sam­fylk­ing­una í bæn­um.

Hákon Gunnarsson býður sig fram til þess að leiða Samfylkinguna í Kópavogi.

Hann gefur kost á sér til þess að vera í 1.-2. sæti í for­vali flokks­ins í Kópa­vogi, sem hófst í dag. Í fram­boðs­yf­ir­lýs­ingu sinni sagði hann að það þyrfti ekki ein­ungis að vinda ofan af þeim ákvörð­unum sem teknar hefðu verið um þessi skipu­lags­mál, heldur þyrfti „al­ger­lega að kúvenda allri aðferða­fræði og stjórn­un­ar­háttum í stjórn og rekstri bæj­ar­fé­lags­ins.“

Mikil upp­bygg­ing sam­þykkt

Deiliskipu­lag Fann­borg­ar­reits og Trað­ar­reits vestur var sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í des­em­ber. Það gerir ráð fyrir því að það verði ansi mörg ný hús byggð á þessum reit­um. Til stendur að rífa gömlu bæj­ar­skrif­stof­urnar við Fann­borg 2, 4 og 6, alls um 5300 fer­metra hús­næði, til þess að rýma fyrir nýbygg­ingum og einnig byggja upp á svæðum sem í dag að miklu leyti und­ir­lögð undir bíla­stæði.

Bíla­stæði eiga í stað­inn að fær­ast neð­an­jarðar og plássið sem verður til á að nýta undir þétta byggð undir íbúðir og atvinnu­starf­semi, auk opinna torg­svæða. Nýjar íbúðir á þessum reitum eiga að verða allt að 550 tals­ins, auk rýmis fyrir þjón­ustu- og atvinnu­starf­semi.

Afar mik­il­vægt svæði fyrir bæinn

Á vett­vangi bæj­ar­stjórnar Kópa­vogs er þessa dag­ana verið að fjalla um heild­ar­sýn fyrir mið­bæj­ar­svæði Kópa­vogs.

„Þró­un­ar­svæðið er mun stærra en þessir reitir og það er alls ekki loku fyrir það skotið að það verði haldin hug­mynda­sam­keppni um ein­hvern hluta af þessu mið­bæj­ar­svæð­i,“ segir Helga Hauks­dóttir for­maður skipu­lags­ráð við Kjarn­ann, en sjálfri líst henni vel á að ráð­ast í slíka vinnu.

Hún segir mið­bæj­ar­svæðið bæði stórt og afar mik­il­vægt fyrir bæinn. „Þarna verður kjarna­stöð Borg­ar­línu og það verður ofboðs­lega gott upp á almenn­ings­sam­göngur að vera þarna. Við erum að skoða hvernig útfærslan á Borg­ar­lín­unni verður á þessu svæð­i,“ segir Helga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent