„Er ekkert að marka það sem sagt er fyrir utan þennan sal og inni í þessum sal?“

Mennta- og barnamálaráðherra og þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddu nýjan þjóðarleikvang á þingi í dag – hvort hann væri á dagskrá eða ekki. Ráðherrann sagði þingmanninn spila pólitískan leik í fyrirspurn sinni.

Ásmundur Einar Daðason og Helga Vala Helgadóttir.
Ásmundur Einar Daðason og Helga Vala Helgadóttir.
Auglýsing

„Það liggur algjör­lega ljóst fyrir að við ætlum í þessi verk­efn­i.“ Þetta sagði Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag þegar hann var spurður út í það hvort stjórn­völd hygð­ust taka þátt í að fjár­magna nýjan þjóð­ar­leik­vang á næst­unni.

Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar var harð­orð í garð rík­is­stjórn­ar­innar í fyr­ir­spurn sinni. Hún spurði ráð­herr­ann hvort ekk­ert væri að marka yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hvorki í stjórn­ar­sátt­mála, fyrir kosn­ing­ar, eftir kosn­ingar eða í við­tölum ráð­herra á síð­ustu mán­uð­um. „Er ekk­ert að marka það sem sagt er fyrir utan þennan sal og inni í þessum sal?“ spurði hún meðal ann­ars.

Helga Vala benti á í upp­hafi fyr­ir­spurnar sinnar að fyrsta fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar lægi nú fyrir en í henni er greint frá í hvaða verk­efni rík­is­stjórnin hyggst ráð­ast á kjör­tíma­bil­inu.

„Þar sjá for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana líka hvernig landið ligg­ur, enda er það svo að í fjár­lögum er stuðst við þessa fjár­mála­á­ætlun sem sýnir stóru mynd­ina. Það skiptir því máli fyrir allan fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri stofn­ana sem reknar eru á opin­beru fjár­magni að fjár­mála­á­ætlun sé í tengslum við raun­veru­legan vilja og áætlun rík­is­stjórnar hverju sinn­i,“ sagði hún.

Auglýsing

Verk­efnið ekki á fjár­mála­á­ætlun

Helga Vala benti á að Laug­ar­dals­höll væri úr sér gengin og hefði um ára­bil verið á und­an­þágu fyrir keppnir en aðstaðan telst ólög­leg fyrir alþjóð­legar keppnir hvort tveggja í hand­bolta og körfu­bolta.

„Ís­lensku lands­liðin hafa þannig þurft að leika heima­leiki sína erlendis en líka í snotrum en þó litlum sölum á Ásvöllum og í Smár­an­um. Laug­ar­dals­völl­ur­inn er einnig á und­an­þágu og stytt­ist í að lands­lið Íslands í fót­bolta þurfi að fara að spila heima­leiki sína erlend­is, hvar sem það nú verð­ur. Þrátt fyrir ára­langa umræðu um mik­il­vægi þess að ráð­ist verði í upp­bygg­ingu nýrrar þjóð­ar­hallar og þjóð­ar­leik­vangs, lof­orð í aðdrag­anda kosn­inga, full­yrð­ingar í stjórn­ar­sátt­mála og hvað­eina, eru enn skip­aðir starfs­hópar á starfs­hópa ofan sem eiga að skila nýjum og nýjum skýrsl­u­m.“

Sagði hún að ekki ein króna væri sett í þetta verk­efni í fjár­mála­á­ætlun þessa kjör­tíma­bils hjá rík­is­stjórn­inni. „Engir fjár­munir og svo óljóst orða­lag um fjár­fest­ingar til fram­tíðar að það virð­ist morg­un­ljóst að ekk­ert verði af slíkri upp­bygg­ing­u.“

Helga Vala spurði því ráð­herr­ann hvort ekk­ert væri að marka yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hvorki í stjórn­ar­sátt­mála, fyrir kosn­ing­ar, eftir kosn­ingar eða í við­tölum ráð­herra á síð­ustu mán­uð­um. „Er ekk­ert að marka það sem sagt er fyrir utan þennan sal og inni í þessum sal?“ spurði hún.

Þarf að vinna ákveðna grunn­vinnu áður

Ásmundur Einar sagði að það væri alger­lega skýrt af hálfu þess­arar rík­is­stjórnar að þau væru að setja það sem lyti að þess­ari þjóð­ar­höll og þjóð­ar­leik­vöngum í for­gang.

„Það liggur hins vegar alveg fyrir – og þarf að vinna ákveðna grunn­vinnu hvað það snert­ir, það er stýri­hópur starf­andi vegna þess það þarf að fara fram sam­tal við borg­ina og íþrótta­hreyf­ing­una – að það þarf að forma hvar við byrj­um, hvað við leggjum áherslu á.“

Hann sagð­ist taka undir áhyggjur Helgu Völu sér­stak­lega gagn­vart inn­an­húss­í­þrótt­un­um. Sú vinna væri í fullum gangi.

„Ég reikna með því að öðrum hvorum megin við þessa helgi munum við kynna hvernig við sjáum fyrir okkur skrefin stigin á þessu kjör­tíma­bili hvað það snert­ir. Í fram­hald­inu gæti farið fram áfram­hald­andi sam­tal við borg­ina, vegna þess að það hefur bara verið sam­tal við borg­ina und­an­farnar vik­ur, og þá munum við geta áttað okkur á því hvaða fjár­magn nákvæm­lega þarf til hvers og eins þess­ara verk­efna. Þangað til erum við með óráð­stafað fram­kvæmda­fé, sem komið hefur fram, bæði í við­tölum við þann sem hér stendur og við hæst­virtan fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem er notað til þeirra verk­efna sem á þarf að halda til að koma þessu sem hrað­ast áfram.“

Vill ekki meina að rík­is­stjórnin sé að svíkja þjóð­ina

Ásmundur Einar sagði að það væri því ekk­ert til í full­yrð­ingum Helgu Völu um að verið væri að svíkja þjóð­ina um þjóð­ar­leik­vanga eða þjóð­ar­hallir og að rík­is­stjórnin ætl­aði sér ekki að standa við það.

„Því hefur verið svarað og alger­lega skýrt að það er ætl­un­in. Þegar við sjáum nákvæm­lega hvaða fjár­magn þarf til verks­ins þá er hægt að forma það bet­ur. Þangað til hefur ekki strandað á því á milli mín og fjár­mála­ráð­herra að við höfum getað unnið þau verk sem þarf að vinna í þessu en það tekur tíma, hönn­un, skipu­lag, sam­tal og for­gangs­röðun um með hvaða hætti við gerum það. Það eru þau verk­efni sem fram­kvæmd­ar­valdið er með á sinni könnu, það eru þau verk­efni sem ég er með sem ráð­herra og það eru þau verk­efni sem ég ætla að ljúka á þessu kjör­tíma­bil­i,“ sagði hann í lok fyrra svars síns.

„Hvar ætlið þið að taka pen­ing­ana?“

Helga Vala kom aftur í pontu og þakk­aði ráð­herra fyrir svar­ið, að hann ætl­aði að setja upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vangs og þjóð­ar­hallar í for­gang þrátt fyrir að það væri ekki eina króna í það í fjár­mála­á­ætlun – sem hlyti þó að vera stefnuplagg sem miðað væri við.

Las hún í fram­hald­inu texta upp úr fjár­mála­á­ætlun þar sem segir að þetta svig­rúm yxi smám saman yfir tíma og yrði orðið all­nokkuð undir lok tíma­bils­ins og gæti það ef til vill rúmað ein­hver stærri fjár­fest­ing­ar­verk­efni á síð­ari hluta tíma­bils­ins.

„Í sömu fjár­mála­á­ætlun er verið að tala um að þetta „ef til vill“-fjár­fest­ing­ar­verk­efni sé þjóð­ar­leik­vang­ur­inn, sé þjóðar­í­þrótta­höll, sé lista­há­skóli, sé tækni­skóli. Við fengum skýrslu 2015 um hvað þetta verk­efni kostar í Laug­ar­daln­um, við fengum aðra skýrslu 2018, starfs­hópur skil­aði af sér skýrslu í jan­úar 2019. Hvað þurfum við margar skýrsl­ur, herra for­seti, ef það eru engir pen­ingar sem þið ætlið að setja í verk­efn­ið? Hvar ætlið þið að taka pen­ing­ana? Ætlið þið að taka pen­ing­ana úr heil­brigð­is­kerf­inu? Ætlið þið að taka pen­ing­ana úr vel­ferð­ar­kerf­inu? Ef þið setjið ekki pen­ing­ana á blað­ið, hvernig eigum við þá að trúa því að það sé eitt­hvað að marka þessa fjár­mála­á­ætl­un? Í alvöru tal­að, það er í fjár­mála­á­ætlun þar sem segir hvað þið ætlið að gera, ekki hér með ein­hverjum fag­ur­ga­la,“ sagði hún.

Málið í póli­tískum for­gangi

Ráð­herr­ann sagði í fram­hald­inu að það lægi algjör­lega ljóst fyrir að þau þyrftu að átta sig á því hvaða upp­hæðir þyrftu til verks­ins. Helga Vala greip fram í úr þingsalnum og kvart­aði Ásmundur Einar til for­seta. „Það er erfitt að svara þegar þing­mað­ur­inn grípur eilíft fram í í hvert ein­asta sinn sem við eigum orða­stað.“

Hann hélt áfram: „Það liggur algjör­lega ljóst fyrir að við ætlum í þessi verk­efni. Ég verð að segja að mér finnst þetta minna dálítið á umræðu frá síð­asta kjör­tíma­bili þegar verið var að ræða um leng­ingu og hækkun greiðslna í fæð­ing­ar­or­lofi. Í fyrstu fjár­mála­á­ætlun sem lögð var fram lá fyrir að við ætl­uðum okkur að vinna þá vinnu. Það lá fyrir að við vorum að vinna í því. Stjórn­ar­and­stað­an, sem er sú sama og nú er, gagn­rýndi það að ekki væri fjár­magn í fjár­mála­á­ætl­un, að þetta væru allt saman svik. Hver reynd­ist verða nið­ur­stað­an? Fæð­ing­ar­or­lofs­kerfið var tvö­fald­að, greiðslur voru hækk­að­ar, það var lengt í fæð­ing­ar­or­lofi. Það sama verður upp á ten­ingnum hér.

Við erum að vinna að þessum mál­um. Þetta er í póli­tískum for­gangi. Þegar það liggur fyrir hvaða fjár­magn þarf til verks­ins verður það eyrna­merkt sér­stak­lega. En fram að því er fram­kvæmdafé óráð­stafað á sam­eig­in­legum lið sem haldið er utan um. Það verður nýtt í það,“ sagði Ásmundur Ein­ar.

„Ég skal gleðja hátt­virtan þing­mann með því að segja að ég held að hún verði fyrir von­brigðum í þessum póli­tíska leik sem hún er í þegar upp verður stað­ið,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent