„Fór þessa leið í stað­inn fyrir að svelta“

Kona sem neyddist til að selja vændi til margra ára stígur fram og segir sína sögu. Hún er mjög gagn­rýnin á þau úrræði sem standa fátæku fólki til boða hér á landi. „Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp.“

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

„Ég var bara í mjög erf­iðum aðstæðum – og ég veit ekki einu sinni hvort hægt sé að kalla þetta val. En ég fór þessa leið í stað­inn fyrir að svelta.“

Þetta segir kona í sam­tali við Kjarn­ann en í ítar­legu við­tali við mið­il­inn greinir hún frá afleið­ingum þess að selja vændi og þeim erf­iðu fjár­hags­legu aðstæðum sem hún var í þegar hún tók ákvörð­un­ina – ef ákvörðun skyldi kalla. Hún vill ekki láta nafns síns get­ið.

Heilsu­­leysi, fátækt og brotin sjálfs­­mynd spil­uðu stóra rullu í því að hún leidd­ist út í vændi á sínum tíma. Hún segir frá því að hún hafi misst heils­una í banka­hrun­inu 2008 og í kjöl­farið hafi hún farið í end­­ur­hæf­ingu. Biðin á þeim tíma hafi verið 3 til 12 mán­uðir en konan bendir á að nú sé biðin enn lengri.

Auglýsing

„Á meðan þú ert að bíða eftir end­­ur­hæf­ing­­ar­úr­ræði þá er engin önnur inn­­koma í boði nema félags­­­þjón­ustan ef þú átt ekki maka. Og þar er fjár­­hags­að­­stoðin naumt skor­in; þetta er neyð­­ar­að­­stoð og ekki hugsuð þannig að hún eigi að duga í marga mán­uði. Þetta er hugsað sem tíma­bundið úrræð­i,“ segir hún og bætir því við að kerfið sé því miður þannig að margir þurfi að reiða sig á þetta neyð­­ar­úr­ræði í hálft ár, ár eða jafn­­vel leng­­ur.

­Konan segir að lítið sé eftir þegar búið er að borga húsa­­leigu en í hennar til­­­felli hafi hún átt með­­lag og húsa­­leig­u­bætur eft­­ir. Með­­lagið hafi þó farið í aðra reikn­inga og hluti af húsa­­leig­u­­bót­unum einnig. „Þá átti ég eftir ein­hverja tíu þús­und kalla til að lifa en þeir gátu verið fljótir að fara því á þessum tíma kost­aði tíu þús­und krónur að fylla á ísskáp­inn.“

Sér­stak­lega erfitt fyrir fólk með lítið bak­land

Konan var með barn á fram­­færi sínu og bendir hún á að hún hafi þurft að kaupa skóla­­mál­­tíð­ir, aðgang að frí­­stund og tóm­­stundum – og fleira fyrir barn­ið.

„Það er ekk­ert sjálf­­sagt að félags­­­þjón­ustan aðstoði með það og í mínu til­­­felli var það þannig að ég þurfti að lesa mér til um allan minn rétt, um allt sem mér var ekki sagt að fyrra bragði að ég gæti feng­ið.“

Hún segir að aðstæður sem þessar séu sér­­stak­­lega erf­iðar fyrir þau sem hafa lítið bak­land eða mæta skiln­ings­­leysi fjöl­­skyldu sinn­­ar. Hún greinir frá því að hún hafi skamm­­ast sín fyrir stöðu sína og að stundum hafi hún þurft að betla frá fjöl­­skyldu sinni 500 krónur í lán ef ein­hver átti til dæmis afmæli. „Þetta var mjög nið­­ur­lægj­and­i,“ segir hún.

„Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp“

Konan er mjög gagn­rýnin á þau úrræði sem standa fátæku fólki til boða. „Kerfið er þannig byggt upp að ef ég vinn mér fyrir einni krónu þá er sú króna dregin af mér. Kerfið leyfir mér ekki að vinna þó ég myndi hafa pín­u­litla orku til þess. Þannig heldur kerfið manni niðri í sára­­fá­tækt og barn­anna þá í leið­inn­i.“

Hún seg­ist enga lausn hafa séð út úr þessum aðstæð­­um. Hún var ekki að fara á aftur á vinn­u­­mark­að­inn í bráð og heilsan var ekki að lag­­ast. Því hafi hún enga aðra leið séð út úr fjár­­hags­vand­ræð­unum nema að selja vændi. „Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp.“

Þá hafi hún jafn­­framt haft mikla áfalla­­sögu að baki áður en hún varð óvinn­u­­fær. „Ég hafði meðal ann­­ars orðið fyrir nauðgun sem ung­l­ingur og bjó við heim­il­is­of­beldi bæði sem barn og full­orð­in. Þannig var ég mjög brot­in, með lága eða enga sjálfs­­mynd og ekki með get­una til að setja mörk í sam­­skiptum við hitt kyn­ið.“

Gat ekki ímyndað sér afleið­ing­arnar

Konan segir að hún hefði aftur á móti ekki getað ímyndað sér afleið­ing­­arnar af því að stunda vændi. „Ég gat ekki ímyndað mér að vændi myndi valda mér þeim skaða sem það gerði. Þess vegna ákvað ég frekar að fara í vændi frekar en að selja til dæmis dóp,“ segir hún.

Fólk kann að hafa ákveðnar hug­­myndir um „vænd­is­­kon­una“ – hvernig henni líður og hvað hún gengur í gegn­­um. Konan seg­ist vera af þeirri kyn­slóð sem ólst upp við kvik­­mynd­ina Pretty Woman með Juliu Roberts og Ric­hard Gere í aðal­­hlut­verk­­um. Þar segir frá ríkum við­­skipta­jöfri sem kaupir vænd­is­­þjón­­ustu frá ungri konu og fella þau hugi saman á end­an­­um. Hann verður í raun hvíti prins­inn á hest­inum sem bjargar henni úr aðstæð­un­­um.

Þessi heimur er fegraður gríð­­ar­­lega í kvik­­mynd­inni, að mati kon­unn­­ar, og þrátt fyrir að hún hafi gert sér grein fyrir því áður en hún fór að stunda vændi þá óraði hana ekki fyrir afleið­ing­unum á sínum tíma.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent