Það er óhætt að segja það að hashtaggið #FreeTheNipple sé að tröllríða internetinu þessa stundina. Hreyfingin á Íslandi á rætur að rekja til Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, sem ákvað að blása til #FreeTheNipple dags í skólanum í dag og hvatti stelpur og konur til þess að mæta án brjóstahaldara í skólann.
Málið vatt upp á sig í kjölfar umræðna á Twitter og Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, nemandi við skólann, birti mynd af sér berbrjósta. Hún tók myndina niður skömmu síðar og hafði fengið á sig gagnrýni. Fólk tók við sér á samfélagsmiðlinum í kjölfarið og fjöldi kvenna fylgdi í fótspor Öddu með birtingu mynda. Fjöldi fólks, bæði konur og karlar, lýsti yfir stuðningi við málstaðinn.
Dagurinn er svo nú haldinn hátíðlegur í þónokkrum menntaskólum utan Verzló, til að mynda Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavík, Fjölbraut í Garðabæ, Kvennaskólanum í Reykjavík, auk þess sem viðburðurinn er haldinn í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.
Hreyfingin er þó alþjóðleg, til að mynda var myndin Free The Nipple gerð á síðasta ári, og #FreeTheNipple hashtaggið hefur því áður verið notað til að vekja athygli á málefninu.
Við hvetjum konur í Verzló til þess að taka þátt í #freethenipple og vera BRALESS á morgun. Við erum öll með nipplur so EMBRACE YOURS!
— Femínistafélag VÍ (@ffvi1415) March 25, 2015
Ungu dásamlegu femmapönkkonurnar sem eru að trylla íslenska internetið með #freethenipple eru átrúnaðargoðin mín og ég elska þær óendanlega mikið.Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Wednesday, March 25, 2015
Gaman að því að 4 vinsælustu fréttirnar á http://t.co/GTy1eBN1pH fjalla um geirvörtur og brjóst, á jákvæðan hátt. #FreeTheNipple
— Fjölmiðlavaktin (@fjolmidlavaktin) March 26, 2015
Hmm. Orðabókin okkar virðist biluð. Samkvæmt henni þýðir bylting alls ekki „plebbismi“. Og framsókn er „það að sækja fram“. #FreeTheNipple — Baggalútur (@baggalutur) March 26, 2015
#freethenipple á Twitter
#freethenipple Tweets