Hundrað ára hús verði ekki sjálfkrafa aldursfriðuð

Til stendur að leggja fram frumvarp á þingi um að í stað þess að 100 ára hús verði sjálfkrafa aldursfriðuð verði fundið eitthvað nýtt ártal til þess að miða aldursfriðun húsa við. Ekki er ljóst hvaða ártal verður lagt til.

Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Auglýsing

Umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­neytið hefur lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda áform um að fella niður hina svoköll­uðu 100 ára reglu í tengslum við ald­urs­friðun húsa. Til stendur að leggja fram frum­varp til Alþingis þar sem lagt verður til að miða við eitt­hvað eitt, fast ártal, í stað þess að öll mann­virki sem ná 100 ára aldri verði sjálf­krafa ald­urs­frið­uð.

Í skjali sem ráðu­neytið hefur birt í sam­ráðs­gátt­inni segir að stutt sé í ald­urs­friðun mik­ils fjölda stein­steyptra húsa og ann­arra mann­virkja bæði í þétt­býli og sveit, sem og inn­viða úr fjölda­fram­leiddum efni­við, til dæmis gadd­ar­vírs­girð­inga í sveitum lands­ins.

Ráðu­neytið segir að fágæti auki varð­veislu­gildi minja, en hið gagn­stæða dragi úr því. Ljóst sé að það sé hvorki „hægt né æski­legt að vernda allar menn­ing­arminjar og hús“ heldur sé þörf fag­legum rökum fyrir vernd, „ekki síst í ljósi þess að bygg­ing­ar­efni og verk­hættir breytt­ust all­nokkuð á þriðja ára­tug 20. ald­ar“. Ráðu­neytið segir að ef ekk­ert verði aðhafst muni fjöldi forn­leifa öðl­ast ald­urs­frið­un, sem ekki er þörf á að vernda.

Álag á stjórn­sýslu og tómur húsa­frið­un­ar­sjóður

Einnig er því haldið til haga í plaggi ráðu­neyt­is­ins að með stór­auknum fjölda húsa og ann­arra mann­virkja sem yrðu friðuð á hverju ári myndi álag á stjórn­sýslu minja­mála aukast. Það er sagt geta „dregið úr getu til að fjalla á vand­aðan hátt um öll mál og til lengri tíma haft nei­kvæð áhrif á minjar með hátt varð­veislu­gildi sem sann­ar­lega þarf að vernda“. Auk þess er þess getið að fjár­hags­leg áhrif þess­ara breyt­inga á rík­is­sjóð verði senni­lega jákvæð til langs tíma lit­ið, því ef engu yrði breytt myndi kostn­aður við stjórn­sýslu minja­mála stór­aukast.

Auglýsing

Þá er fjallað um nei­kvæð áhrif á húsa­frið­un­ar­sjóð, sem er sér­stakur sjóður sem Minja­stofnun úthlutar úr til fram­kvæmda við friðuð hús. Á þessu ári var 300 millj­ónum króna úthlutað úr sjóðn­um, en sótt var um fjór­falda þá upp­hæð í sjóð­inn, eða 1,2 millj­arða króna.

Ráðu­neytið segir í skjali sínu að ef það verði mikil fjölgun á ald­urs­frið­uðum húsum blasi við að húsa­frið­un­ar­sjóð­ur­inn muni ekki geta mætt slíkum fjölda, og verði ein­ungis fær um að styrkja lít­inn hluta þeirra húsa sem hlotið hafa ald­urs­frið­un.

Sig­mundur Davíð vildi miða við 1915

Sem áður segir er horft til þess að breyta ald­urs­frið­un­ar­á­kvæð­inu á þann hátt að í stað þess að minjar verði frið­aðar þegar þær verða 100 ára þá verði lög­fest til­tekið ártal sem verði miðað við.

Hug­mynd að slíku til­teknu ártali er ekki lögð fram í skjali stjórn­valda, en til stendur að leggja fram drög að frum­varpi um málið í sam­ráðs­gátt og þá vænt­an­lega verður ein­hverju einu ártali varpað fram.

Umræða var um þessi mál árið 2015, er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks. Sig­mundur lagði þá fram til­lögu um sama og nú ert gert, að hætta að friða sjálf­krafa öll 100 ára gömul hús og horfa þess í stað til þess að öll hús sem byggð voru fyrir árið 1915 yrðu frið­uð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði til svipaðar breytingar árið 2015, er hann var forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Hlaut það góðar und­ir­tektir hjá Magn­úsi Skúla­syni, sem þá var for­maður húsa­frið­un­ar­nefnd­ar, en í sam­tali við RÚV sagði hann að það væri orðið húsa­frið­un­ar­nefnd og Minja­stofnun ofviða að taka á móti jafn mörgum húsum til frið­unar og raun bæri vitni.

„Það þarf að vinsa þar úr ennþá meira. 1915-reglan er vel við­eig­andi vegna þess að þá lýkur timb­ur­húsa­öld í Reykja­vík, og við tekur svona stein­steypu­öld­in, og það gildir nú fyrir allt landið reynd­ar,“ sagði Magn­ús, við frétta­stofu RÚV.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent