Ingibjörg Kristjánsdóttir: Umræddur "Óli" víst allt annar en eiginmaður minn

domsmal-sigurdur.03-1.jpg
Auglýsing

Kjarn­anum hefur borist neð­an­greind athuga­semd frá Ingi­björgu Krist­jáns­dótt­ur, eig­in­konu Ólaf Ólafs­son­ar, vegna ummæla Björns Þor­valds­sonar sak­sókn­ara um grein hennar sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morg­un­.­Björn hafn­aði þeim skiln­ingi Ingi­bjarg­ar, í sam­tali við fjöl­marga fjöl­miðla, að sím­tal, sem lagt var fram við máls­með­ferð Al Than­i-­máls­ins, hafi ekki fjallað um Ólaf, eig­in­mann Ingi­bjarg­ar.  „Ég held að þetta sé mis­skiln­ingur hjá henni. Hún vitnar þarna í sím­tal sem á sér stað og getið er í dómn­um. Bæði í ljósi þess sem fram kemur í sím­tal­inu og sam­heng­is­ins þá er í fyrsta lagi alveg klárt mál að það er verið að tala um Ólaf Ólafs­son í þessu sím­tali. Í öðru lagi, sem kemur í ljós fyrir öllum sem lesa dóminn, þá eru fullt af öðrum gögn­um, tölvu­póstar og fram­burðir og ann­að, sem benda til aðkomu Ólafs. Þannig að ef þessu sím­tali yrði kippt út yrði hann sak­felldur eftir sem áður," sagði Björn í sam­tali við Kjarn­ann.

Svar Ingi­bjargar við ummælum Björns:



Í til­efni ummæla Björns Þor­valds­sonar vegna greinar minnar í Frétta­blað­inu í dag.

Ég leyfði mér að birta athuga­semdir mínar við dóm Hæsta­réttar í Al Than­i-­mál­inu í grein í Frétta­blað­inu í dag.  Þar gerði ég grein fyrir því að mér sýnd­ist eig­in­maður minn hafa verið rang­lega sak­felldur í mál­inu og benti á nafna­brengl sem fram koma í dóm­in­um.  Ég sé að Björn Þor­valds­son sak­sókn­ari gerir lítið úr þessu í við­tali við mbl.is í dag og heldur því fram um leið að „fjöl­mörg atriði“ sýni þátt­töku Ólafs í mál­in­u.  Fyrir mér er kok­hreysti Björns Þor­valds­sonar ekk­ert nýmæli.  Hvað sem orðum hans líður er alveg dag­ljóst af lestri dóms­ins, að sím­tal tveggja manna þar sem „Óli“ kemur við sögu er lyk­il­at­riði fyrir sak­fell­ingu eig­in­manns míns í mál­in­u.  Það sem ég vildi vekja athygli á og fjöl­mörgum öðrum er kunn­ugt um er sú stað­reynd að umræddur „Óli“ er bara allt annar maður en Ólafur Ólafs­son.

Mér finnst rétt, ekki síst vegna við­bragða sak­sókn­ar­ans, að til­færa hér nokkur atriði orð­rétt úr V. kafla dóms Hæsta­rétt­ar.  Þar seg­ir:

Auglýsing

Símtal, sem EH og BÓ áttu 17. sept­em­ber 2008, hefur áður verið rakið í nokkru máli, en af fyr­ir­ligj­andi gögnum verður séð að EH hafði rétt fyrir það sent BÓ tölvubréf, sem fyrr­greint skipu­rit fylgdi. Af upp­hafi sam­tals­ins verður ekki annað ráðið en að þeir hafi á fyrri stigum átt orðaskipti um efnið, sem skipu­ritið varðaði, þótt gögn liggi ekki að öðru leyti fyrir um það í málinu. Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólaf­ur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin. Án til­lits til þess hvort BÓ hafi þar tjáð sig sem umboðsmaður ákærða Ólafs, sem ummæli hans benda þó ein­dregið til, eða aðeins sem viðmælandi ákærða Ólafs í þágu Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg S.A. getur engin skyn­sam­leg ástæða verið til að efast um að orð BÓ í símtal­inu hafi verið reist á samræðum hans við ákærða Ólaf. Í símtal­inu kom marg­sinnis fram að álita­efni hafi verið uppi um hvort þátttaka ákærða Ólafs í fjármögnun Q Iceland Hold­ing ehf. til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi banka hf. gæti valdið því að flöggun­ar­skylda eftir ákvæðum IX. kafla laga nr. 108/2007 myndi kvikna og kvaðst BÓ hafa rætt við ákærða Ólaf um það.  ......... Ekki getur leikið vafi á því að orðaskipti EH og BÓ í símtal­inu um tilhögun og kjör á láni frá sérstöku fjárfest­ing­arfélagi í jafnri eigu ákærða Ólafs og MAT til Q Iceland Hold­ing ehf. hafi tekið mið af því að grund­vall­ar­spurn­ingin er náttúrulega ... er flöggun þarna eða ekki, svo sem BÓ tók til orða, og hafi viðfangs­efni þeirra því snúist um að leita leiða til að gera ákærða Ólaf og MAT eins setta og hefðu þeir sjálfir veitt félagi í sam­eign sinni lán til kaupa á hlutabréfunum og notið þannig án milliliða hugs­an­legs arðs af kaup­un­um.  ........ Er á þessum grunni hafið yfir skyn­sam­legan vafa að frá öndverðu hafi verið gengið út frá því að í viðskipt­unum um hlutabréfin yrði mynduð leið til að láta ákærða Ólaf njóta til jafns við MAT hugs­an­legs arðs af hlut­un­um, sem félag í einka­eign þess síðarnefnda myndi kaupa í Kaupþingi banka hf. með lánsfé sem að upp­runa stafaði frá þeim báðum.

Orða­lagið er á þessum grunnio. s. frv. sýnir að mínu áliti ljós­lega að önnur gögn hafa ekki verið til staðar um sönnun fyrir þeim álykt­unum sem þarna voru kynnt­ar.

Sá „Óli“ sem rætt var um sím­tal­inu er Ólafur Arin­björn Sig­urðs­son lög­mað­ur, sér­fróður um verð­bréfa­við­skipti og starf­aði þá og og starfar enn á sömu lög­manns­stofu og Bjarn­freður Ólafs­son sem til­greindur er í hinum til­vitn­aða texta.

 

Virð­ing­ar­fyllst

Ingi­björg Krist­jáns­dótt­ir"

Ingi­björg sendi einnig fjöl­miðl­um eina blað­síðu úr gögnum hæsta­rétt­ar­máls­ins.  Í tölvu­pósti hennar seg­ir: "Þetta er hluti af fram­burð­ar­skýrslu Bjarn­freðs Ólafs­sonar við aðal­með­ferð máls­ins. Þarna er Bjarn­freður spurður um upp­hafið að vinnu hans að verk­efn­inu, sem tengd­ist kaupum Al Thani á hluta­bréf­unum í Kaup­þingi.  Hann svarar því að það hafi verið þegar Egg­ert Hilm­ars­son hafi sett sig í sam­band við hann.  Bjarn­freður er bein­línis spurður hvort hann hafi ein­hvern tíma rætt marg­nefnt skipu­rit, eða kynn­ingu, við Ólaf Ólafs­son.  Svarið er ein­falt:  Nei."

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None