Jón Bjarki og Jóhann Páll hlutu blaðamannaverðlaun ársins

verdlaunagripur1.jpg
Auglýsing

Blaða­manna­verð­laun Blaða­manna­fé­lags­ins voru afhent í Gerð­ar­safni í Kópa­vogi nú síð­deg­is. Verð­launa­hafar voru þau Ólöf Skapta­dóttir fyrir við­tal árs­ins, Helgi Seljan fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins, rit­stjórn mbl.is fyrir umfjöllun árs­ins, og þeir Jón Bjarki Magn­ús­son og Jóhann Páll Jóhanns­son hlut blaða­manna­verð­laun árs­ins. Mynd árs­ins tók Sig­tryggur Ari Jóhanns­son fyrir DV. Rit­stjórn Kjarn­ans var til­nefnd í flokknum blaða­manna­verð­laun árs­ins fyrir umfjöllun um sölu Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut í Borg­un.

Hér á eftir má lesa bæði til­nefn­ingar dóm­nefndar og rök­stuðn­ing fyrir ver­launa­veit­ing­un­um, eins og hann birt­ist á vef Blaða­manna­fé­lags Íslands og var kynntur í Gerð­ar­safni í dag.

Við­tal árs­ins 2014

Auglýsing

Til­nefnd til ver­launa fyrir við­tal árs­ins voru:

Ind­íana Hreins­dótt­ir, DV. Við­tal við Stefán Hilm­ars­son. Við­talið er gott dæmi um hvernig hægt er að skrifa áhuga­vert við­tal sem sýnir þekktan ein­stak­ling í nýju og per­sónu­legu ljósi og segja frá ævi hans og erf­ið­leikum á áreynslu­lausan hátt.

Júlía Mar­grét Alex­and­ers­dótt­ir, Morg­un­blað­inu. Við­tal við Þor­stein J. Vil­hjálms­son. Við­talið er ein­lægt og afar per­sónu­legt og nær Júlía að draga fram per­són­una og sögu Þor­steins á afar næman hátt.

Ólöf Skafta­dótt­ir, Frétta­blað­inu. Við­tal við tví­bura­bræð­urna Kára og Hall­dór Auð­ar- og Svans­syni. Við­talið er ein­stak­lega hisp­urs­laust um bar­áttu þeirra bræðra við geð­ræna sjúk­dóma. Þrátt fyrir erfitt umfjöll­un­ar­efni nær Ólöf að við­halda létt­leika í gegnum við­talið en gefur samt ekk­ert eftir í raun­sönnum lýs­ing­um.

Verð­launin hlaut Ólöf Skafta­dótt­ir.

Í við­tal­inu lýsa bræð­urnir reynslu sinni af geð­sjúk­dómum af mik­illi hrein­skilni, ann­ars vegar tólf ára bar­áttu Kára við að lifa við geð­klofa og hins vegar geð­rofi Hall­dórs í kjöl­far kanna­bis­neyslu.  Með þessu við­talin nær Ólöf að draga fram mik­il­vægar raddir þeirra bræðra til að draga úr for­dómum gegn geð­sjúk­dómum sem best næst fram með því að tala við þá sem sjálfir hafa lifað með sjúk­dómn­um. For­dóma­leysi Ólafar og virð­ing gagn­vart við­fangs­efn­inu skín í gegn um text­ann og  lýsir það sér ekki síst í létt­leik­anum sem ein­kennir við­talið, en nær jafn­framt að lýsa erf­ið­leikum við að hætta á geð­lyfj­um, að takast á við breyttar aðstæður sem fylgja sjúk­dómnum og breyttri lífs­sýn þeirra bræðra. Ekki er hvað síst óvenju­legt að lesa jafn hrein­skilið við­tal við stjórn­mála­mann um per­sónu­leg mál­efni og þetta við­tal er.  .

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins 

Til­nefnd til rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins 2014 voru:

Garðar Örn Úlf­ars­son Frétta­blað­inu og Þor­björn Þórð­ar­son Stöð 2. Umfjöllun um flug­slysið við Akur­eyri. Garðar Örn og Þor­björn birtu mynd­band sem varp­aði nýju ljósi á aðdrag­anda slyss­ins. Í kjöl­farið fylgdu fréttir sem drógu fram í dags­ljósið umgengni og við­horf for­svars­manna flug­fé­lags­ins til sjúkra­flutn­ing­anna og hvernig yfir­völd hlupu undir bagga með flug­fé­lag­inu.

Helgi Selj­an, Kast­ljósi. Umfjöllun um MS og upp­runa vöru. Í umfjöllun sinni upp­ljóstr­aði Helgi hvernig MS, sem og önnur fyr­ir­tæki, leyna því fyrir almenn­ingi þegar þau blanda erlendri vöru við íslenska. Einnig benti hann á að emb­ætt­is­maður í ráðu­neyti land­bún­aðar hefur setið beggja vegna borðs­ins í mörgum málum sem snerta sam­keppni og land­bún­að.

Hrund Þórs­dótt­ir, Stöð 2. Umfjöllun um lyfja­mis­tök. Hrund kaf­aði ofan í and­lát eldri manns sem lést rúmri viku eftir að honum var gef­inn rangur lyfja­skammtur á heil­brigð­is­stofn­un. Hrund leit­aði víða fanga í eft­ir­fylgni með mál­inu, m.a. með for­dæma­litlu við­tali við lækni manns­ins sem undrað­ist afstöðu land­læknis en einnig með mjög skýrri almennri umfjöllun um lyfja­mis­tök, við­brögð við þeim og hvernig hægt er að tak­marka slík mis­tök.

Verð­laun fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins 2014 hlaut Helgi Selj­an.

Í umfjöllun Helga Seljan um upp­runa vöru og stöðu búvöru­mála í land­inu sýndi hann fram á hvernig sér­hags­munir bænda, MS og inn­lendra kjöt­vinnslna eru varðir á kostnað neyt­enda. Hann gróf upp hvernig MS, sem og aðrir fram­leið­end­ur, blanda erlendri búvöru við þá íslensku og selja án upp­runa­merk­inga – svo hún virð­ist íslensk.

Helgi lét ekki fregnir af írska smjör­inu sem blandað var inn­lendri vöru nægja, heldur gróf dýpra og lengra. Í ljós kom að írska smjörið í vin­sælum inn­lendum mjólk­ur­vörum var ekki eins­dæmi.

Helgi rann­sak­aði málið frá mörgum hliðum og dró fram í dags­ljósið að emb­ætt­is­maður land­bún­að­ar­mála hefði setið beggja vegna borðs og tæki ákvarð­anir sem túlka megi í hag fyrrum vinnu­veit­enda og þess­ara sér­hags­muna.

Umfjöllun Helga sýnir þá veiku stöðu sem neyt­endur eru í þegar kemur að upp­runa vöru, land­bún­að­ar­vörum almennt og eft­ir­liti með inn­lendum fram­leið­end­um.

Besta umfjöllun árs­ins 1914

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, DV. Umfjöllun um Alzheimer og heila­bil­un. Með hrein­skilnum og áhrifa­ríkum frá­sögnum fengu les­endur skýra sýn á það hvernig erf­iður og algengur sjúk­dómur snertir sjúk­ling­ana og fjöl­skyldur þeirra.

Rit­stjórn mbl.is. Umfjöllun um stór­brun­ann í Skeif­unni. Rit­stjórn mbl.is nýtti sér alla helstu kosti nets­ins og færði les­endum skjótt, vel og með mynd­rænum hætti fréttir af bruna í Skeif­unni frá ýmsum sjón­ar­hornum og um leið og þær gerð­ust.

Sig­urður Mik­ael Jóns­son. DV. Umfjöllun um neyt­enda­mál. Með frum­legri nálgun og mynd­rænni fram­setn­ingu tókst honum að varpa ljósi á ólíkar hliðar dag­legrar neyslu sem hefur mikil áhrif á kjör fólks og heilsu.

Verð­laun fyrir bestu umfjöllun árs­ins hlaut rit­stjórn mbl.­is.

Net­ið, snjall­símar og sam­skipta­miðlar hafa breytt frétta­miðl­un. Kröf­urnar eru að fólk fái frétt­irnar eins fljótt og kostur er, helst um leið og þær ger­ast en án þess þó að það komi niður á gæð­um.

Þegar stór­bruni varð í Skeif­unni síð­asta sumar sýndi rit­stjórn mbl.is vel hvernig nýta má alla helstu kosti nets­ins og tækn­innar til að færa les­endum skýra mynd af því sem var að ger­ast með hnit­mið­uðum texta, myndum og mynd­skeiðum frá dróna úr lofti.

Frétta­flutn­ing­ur­inn byrj­aði fljót­lega eftir að fyrst varð vart við brun­ann og stóð yfir þar til yfir lauk. Greint var frá brun­anum og áhrifum hans frá fjöl­mörgum sjón­ar­hornum og með góðu sam­spili blaða­manna og ljós­mynd­ara sem auk þess not­uð­ust við myndir af vett­vangi frá almenn­ingi.

Nið­ur­staðan var heild­stæð og ítar­leg umfjöllun sem minnti ræki­lega á hvað netið er öfl­ugur frétta­mið­ill.

Blaða­manna­verð­laun árs­ins 1914

Til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa árs­ins eru :

Jóhann Páll Jóhanns­son og Jón Bjarki Magn­ús­son  DV. Um­fjöllun um leka­mál­ið.Jó­hann Páll og Jón Bjarki  sýndu ein­stakt þol­gæði við að upp­lýsa allar hliðar leka­máls­ins svo­kall­aða og fylgdu mál­inu vel eft­ir, þrátt fyrir mikið mót­læti og and­stöðu ráð­herra , sem end­aði með afsögn hans.

Magnús Hall­dórs­son, Ægir Þór Eysteins­son og Þórður Snær Júl­í­us­son  Kjarn­an­um. Um­fjöllun  um sölu Lands­bank­ans á hlut í Borg­un. Kjarna­menn drógu fram mik­ils­verðar upp­lýs­ingar um kaupin og hvernig kaup­endur voru valdir á bak við luktar dyr og settu það fram á auð­skilj­an­legan hátt fyrir les­end­ur.

Vikt­oría Her­manns­dótt­ir, Frétta­blað­inu. Umfjöllun um inn­flytj­endur og áhrifa­rík við­töl. Fyrir að varpa ljósi á þær hindr­anir sem inn­flytj­endur verða fyrir á Íslandi þegar þeir vilja öðl­ast rétt­indi til að starfa sam­kvæmt menntun sinni. Einnig birt­ust á árinu áhrifa­rík við­töl Vikt­oríu við ein­stak­linga sem hafa þurft að takast á við erf­ið­leika.

Jóhann Páll og Jón Bjarki hlutu verð­laun­in.

Ein­urð þeirra í leka­mál­inu svo­kall­aða varð til þess að það skaut ekki aðeins upp koll­inum um stund­ar­sak­ir. Þeir fylgdu mál­inu vel eft­ir, komu stöðugt fram með nýjar hliðar þess og héldu frétta­flutn­ingnum gang­andi af festu.

Umfjöll­unin smit­að­ist yfir í aðra fjöl­miðla og umboðs­maður Alþingis tók einn anga máls­ins upp að eigin frum­kvæði. Ráðu­neyt­is­skipan lands­ins var breytt, að­stoð­ar­maður ráð­herra ját­aði á sig lek­ann og að lokum varð inn­an­rík­is­ráð­herra Hanna Birna Krist­jáns­dóttir að segja af sér ráð­herra­dómi. Enn teygir leka­málið anga sína út í sam­fé­lagið með  ýmsum hætti.

Þrátt fyrir harða gagn­rýni og ótal til­raunir til þögg­unar stóðu blaða­menn­irnir í ístað­inu. Þol­gæði þeirra varð til þess að ljósi var varpað á það sem raun­veru­lega gerð­ist á bak­við tjöld­in. Það minnir á mik­il­vægi gagn­rýn­inn­ar ­blaða­mennsku og að trún­aður blaða­manna sé fyrst og síð­ast við almenn­ing í land­inu og engan ann­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None